Billjónsdagbók 9.9.2007 Jón Örn Marinósson skrifar 9. september 2007 00:01 OMXI15 var 8.278,50, þegar ég sá í Mogganum að topparnir hjá Þeirrabanka voru með 797 milljónir hvor í árstekjur í fyrra, og Nasdaq var 2.605,95 þegar ég hafði sagt „sjö hundruð..." og rúnnstykki með kavíar sat fast í kverkunum á mér. Ég var helblár þegar Elzbieta heyrði loks í mér hryglurnar og æddi inn með skelfingarsvip. „Nie panikuj! Nie panikuj!" skrækti þessi óborganlega pólska hjálparhella, sem kostar varla nokkurn skapaðan hlut, og sló þvílíkt bylmingshögg á milli herðablaðanna á mér að brauðtappinn ásamt kavíar þeyttist þvert yfir morgunverðarborðið og flattist út á Loðvíks fjórtánda skenkinum sem ég keypti fyrir 820.000 evrur í París í fyrravor. - „…níutíu og sjö miljónir," stundi ég á innsoginu um leið og ég náði andanum á nýjan leik. Þetta var ótrúlegt. Ég græddi 750 milljónir á hlutabréfum í Sjálfsmínbanka um daginn - en 800 milljónir í venjuleg árslaun! Hvernig fara menn að þessu!? Hafði samband við forsetaskrifstofuna eftir hádegi og spurði hvort viðkomandi væri tilbúinn viþþ pró fánd plessjör and ex ætment að koma með skærin og klippa á borða þegar Sjálfsmínbanki opnar nýja starfsstöð á Raufarhöfn næsta miðvikudag. Kona í símanum spurði hvort yrðu þarna einhver stórmenni sem hugsuðu um umhverfismál, hungursneyð í þriðja heiminum og hefðu grætt milljarð punda á einum degi. Ég sagði að fyrir utan staurblankan sveitarstjóra og gamlan frystihússtjóra, sem væri á atvinnuleysisbótum, yrði ég að sjálfsögðu á staðnum. Ég hefði grætt 750 miljónir á tveimur dögum og væri farinn að hugsa heilmikið um umhverfið. Ég hefði barasta ekki komist í það ennþá vegna anna í útrásinni að hugsa um hungursneyðina. Ég heyrði óljóst að konan talaði við einhvern hjá sér. Síðan kom hún aftur í símann og sagði „því miður"; forsetinn yrði upptekinn þennan dag í Mónakó þar sem hann ætti að opna hressingarheimili fyrir evrópska stofnfjárfesta. En hann myndi örugglega senda íbúum á Raufarhöfn heillaóskaskeyti. Og að sjálfsögðu væri forsetanum mikill heiður að koma með skærin þegar Sjálfsmínbanki opnar starfsstöð í Genf á næsta ári - ef ég væri búinn þá að fá þotuna. Amen - eða... Símen - eins og Jón Gnarr mundi segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Örn Marinósson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun
OMXI15 var 8.278,50, þegar ég sá í Mogganum að topparnir hjá Þeirrabanka voru með 797 milljónir hvor í árstekjur í fyrra, og Nasdaq var 2.605,95 þegar ég hafði sagt „sjö hundruð..." og rúnnstykki með kavíar sat fast í kverkunum á mér. Ég var helblár þegar Elzbieta heyrði loks í mér hryglurnar og æddi inn með skelfingarsvip. „Nie panikuj! Nie panikuj!" skrækti þessi óborganlega pólska hjálparhella, sem kostar varla nokkurn skapaðan hlut, og sló þvílíkt bylmingshögg á milli herðablaðanna á mér að brauðtappinn ásamt kavíar þeyttist þvert yfir morgunverðarborðið og flattist út á Loðvíks fjórtánda skenkinum sem ég keypti fyrir 820.000 evrur í París í fyrravor. - „…níutíu og sjö miljónir," stundi ég á innsoginu um leið og ég náði andanum á nýjan leik. Þetta var ótrúlegt. Ég græddi 750 milljónir á hlutabréfum í Sjálfsmínbanka um daginn - en 800 milljónir í venjuleg árslaun! Hvernig fara menn að þessu!? Hafði samband við forsetaskrifstofuna eftir hádegi og spurði hvort viðkomandi væri tilbúinn viþþ pró fánd plessjör and ex ætment að koma með skærin og klippa á borða þegar Sjálfsmínbanki opnar nýja starfsstöð á Raufarhöfn næsta miðvikudag. Kona í símanum spurði hvort yrðu þarna einhver stórmenni sem hugsuðu um umhverfismál, hungursneyð í þriðja heiminum og hefðu grætt milljarð punda á einum degi. Ég sagði að fyrir utan staurblankan sveitarstjóra og gamlan frystihússtjóra, sem væri á atvinnuleysisbótum, yrði ég að sjálfsögðu á staðnum. Ég hefði grætt 750 miljónir á tveimur dögum og væri farinn að hugsa heilmikið um umhverfið. Ég hefði barasta ekki komist í það ennþá vegna anna í útrásinni að hugsa um hungursneyðina. Ég heyrði óljóst að konan talaði við einhvern hjá sér. Síðan kom hún aftur í símann og sagði „því miður"; forsetinn yrði upptekinn þennan dag í Mónakó þar sem hann ætti að opna hressingarheimili fyrir evrópska stofnfjárfesta. En hann myndi örugglega senda íbúum á Raufarhöfn heillaóskaskeyti. Og að sjálfsögðu væri forsetanum mikill heiður að koma með skærin þegar Sjálfsmínbanki opnar starfsstöð í Genf á næsta ári - ef ég væri búinn þá að fá þotuna. Amen - eða... Símen - eins og Jón Gnarr mundi segja.