Veikir þingið Þorsteinn Pálsson skrifar 20. október 2007 02:00 Tvö frumvörp þingmanna til breytinga á stjórnarskránni hafa verið lögð fram. Bæði fela þau í sér að ráðherrar skuli ekki gegna þingmennsku. Yfirlýst markmið með þeim er að koma fram hugmyndum um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds og styrkja þingið. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherrar setjist á þingmannabekk að nýju láti þeir af ráðherraembætti. Hitt mælir svo fyrir að þeir afsali sér þingsæti í eitt skipti fyrir öll. Í báðum tilvikum taka varamenn ráðherranna sæti á Alþingi með atkvæðisrétti en ráðherrarnir hafa þar fullt málfrelsi og tillögurétt. Í reynd fá þeir atkvæðagreiðslufrí. En er það svo í raun og veru að breyting af þessu tagi feli í sér aðskilnað framkvæmdavaldsins frá löggjafarvaldinu? Með gildum rökum er ekki unnt að halda því fram. Styrkir slík breyting með einhverjum hætti þingið gagnvart framkvæmdavaldinu? Það verður ekki séð. Þvert á móti. Stjórnskipun Íslands byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að hreinn aðskilnaður er ekki á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ríkisstjórnir sækja vald sitt til Alþingis. Þær geta ekki setið eða aðhafst nokkuð í andstöðu við vilja þingsins. Meðan þingræðisreglan gildir er einfaldlega ekki unnt að tala um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Að formi til eru ríkisstjórnir háðar vilja Alþingis. Í reynd eru það þó þær sem ráða mestu um gang mála. Ekkert breytist í þessu gagnvirka sambandi þó að ráðherrarnir fari í atkvæðagreiðslufrí og taki inn varamenn. Eigi ráðherrarnir kost á að taka inn varamenn fjölgar málflytjendum ríkistjórnarflokka á Alþingi sem nemur fjölda ráðherranna. Svo einfalt er það. Við núverandi aðstæður myndi liðsauki ríkisstjórnarflokkanna í málflutningi samsvara 60% af þingliði stjórnarandstöðunnar. Það er ekki lítið. Öllum má vera ljóst að þessi skipan mála myndi leiða til þess eins að styrkja til mikilla muna aðstöðu ríkisstjórnarflokka í þinginu og auka yfirburði þeirra í þingstörfum. Til viðbótar myndi þetta atkvæðagreiðslufrí auka makræði þeirra ráðherra sem hafa of lítið að gera í of smáum ráðuneytum. Aukheldur væri þetta til hagræðis fyrir litla ríkisstjórnarflokka sem fá hlutfallslega mun fleiri ráðherra en nemur þingstyrk þeirra og geta ekki mannað þingnefndir af þeim sökum. Ef menn eru að hugsa um réttlæti og stöðu þingsins við slíkar aðstæður væri nær að auka vægi annarra flokka í þingnefndum. Satt best að segja standa ýmis rök til þess að styrkja stöðu þingsins. Í reynd þýðir það að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að gegna stjórnskipulegu hlutverki gagnrýni og aðhalds gagnvart framkvæmdavaldinu. En ljóst er að það gerist ekki með því að fjölga talsmönnum stjórnarflokkanna. Við lýðveldisstofnunina og stöku sinnum síðan hefur þeim hugmyndum verið hreyft að afnema þingræðisregluna með því að kjósa ríkisstjórn beint í almennum kosningum. Ýmis rök má færa fram fyrir þeirri skipan mála. Eigi að síður hafa þær hugmyndir aldrei náð umtalsverðu fylgi. Vera má að þung norræn hefð fyrir þingræðisreglunni hafi ráðið miklu þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Tvö frumvörp þingmanna til breytinga á stjórnarskránni hafa verið lögð fram. Bæði fela þau í sér að ráðherrar skuli ekki gegna þingmennsku. Yfirlýst markmið með þeim er að koma fram hugmyndum um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds og styrkja þingið. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherrar setjist á þingmannabekk að nýju láti þeir af ráðherraembætti. Hitt mælir svo fyrir að þeir afsali sér þingsæti í eitt skipti fyrir öll. Í báðum tilvikum taka varamenn ráðherranna sæti á Alþingi með atkvæðisrétti en ráðherrarnir hafa þar fullt málfrelsi og tillögurétt. Í reynd fá þeir atkvæðagreiðslufrí. En er það svo í raun og veru að breyting af þessu tagi feli í sér aðskilnað framkvæmdavaldsins frá löggjafarvaldinu? Með gildum rökum er ekki unnt að halda því fram. Styrkir slík breyting með einhverjum hætti þingið gagnvart framkvæmdavaldinu? Það verður ekki séð. Þvert á móti. Stjórnskipun Íslands byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að hreinn aðskilnaður er ekki á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ríkisstjórnir sækja vald sitt til Alþingis. Þær geta ekki setið eða aðhafst nokkuð í andstöðu við vilja þingsins. Meðan þingræðisreglan gildir er einfaldlega ekki unnt að tala um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Að formi til eru ríkisstjórnir háðar vilja Alþingis. Í reynd eru það þó þær sem ráða mestu um gang mála. Ekkert breytist í þessu gagnvirka sambandi þó að ráðherrarnir fari í atkvæðagreiðslufrí og taki inn varamenn. Eigi ráðherrarnir kost á að taka inn varamenn fjölgar málflytjendum ríkistjórnarflokka á Alþingi sem nemur fjölda ráðherranna. Svo einfalt er það. Við núverandi aðstæður myndi liðsauki ríkisstjórnarflokkanna í málflutningi samsvara 60% af þingliði stjórnarandstöðunnar. Það er ekki lítið. Öllum má vera ljóst að þessi skipan mála myndi leiða til þess eins að styrkja til mikilla muna aðstöðu ríkisstjórnarflokka í þinginu og auka yfirburði þeirra í þingstörfum. Til viðbótar myndi þetta atkvæðagreiðslufrí auka makræði þeirra ráðherra sem hafa of lítið að gera í of smáum ráðuneytum. Aukheldur væri þetta til hagræðis fyrir litla ríkisstjórnarflokka sem fá hlutfallslega mun fleiri ráðherra en nemur þingstyrk þeirra og geta ekki mannað þingnefndir af þeim sökum. Ef menn eru að hugsa um réttlæti og stöðu þingsins við slíkar aðstæður væri nær að auka vægi annarra flokka í þingnefndum. Satt best að segja standa ýmis rök til þess að styrkja stöðu þingsins. Í reynd þýðir það að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að gegna stjórnskipulegu hlutverki gagnrýni og aðhalds gagnvart framkvæmdavaldinu. En ljóst er að það gerist ekki með því að fjölga talsmönnum stjórnarflokkanna. Við lýðveldisstofnunina og stöku sinnum síðan hefur þeim hugmyndum verið hreyft að afnema þingræðisregluna með því að kjósa ríkisstjórn beint í almennum kosningum. Ýmis rök má færa fram fyrir þeirri skipan mála. Eigi að síður hafa þær hugmyndir aldrei náð umtalsverðu fylgi. Vera má að þung norræn hefð fyrir þingræðisreglunni hafi ráðið miklu þar um.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun