Ofbeldi, útlendingar og kynhvöt Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. nóvember 2007 00:01 Tíðar nauðganir síðustu vikur hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Svo virðist sem nauðganir á götum úti veki upp enn meiri ótta og óhug en nauðganir sem eiga sér stað í heimahúsum, sem einmitt er tilvikið um mikinn meirihluta nauðgana. Í umræðunni er tekist á við ýmsar staðlaðar hugmyndir og einnig fordóma. Tvær nauðganir voru kærðar eftir fyrri helgi, en báðar áttu sér stað úti á götu og gerendur voru útlendingar. Í hita þeirrar umræðu vill gleymast að flestar nauðganir eiga sér stað á heimilum og það sem meira er, að gerandi og fórnarlamb eru iðulega kunnug. Í þeim tilvikum eru gerendur langoftast Íslendingar enda sýna tölur að erlendum gerendum í kærðum kynferðisbrotamálum hefur ekki fjölgað jafnmikið og útlendingum hefur fjölgað í landinu. Útlendingum hefur því fækkað hlutfallslega sem gerendum í kynferðisbrotamálum. Önnur stöðluð hugmynd sem er uppi á borðinu í umræðunni um nauðganir snýr að tengslum nauðgunar og kynhvatar. Nauðgun er hreint og klárt ofbeldi og á ekkert skylt við kynhvöt eða kynlíf yfirleitt. Nauðgun er hins vegar skyld öllu mögulegu öðru ofbeldi, svo sem barsmíðum og manndrápum. Sem betur fer virðist orðræðan um konuna sem býður heim nauðgun með klæðaburði eða einhvers konar meintri áhættuhegðun vera á undanhaldi. Fólk gerir sér grein fyrir því að fórnarlamb nauðgunar getur aldrei kallað yfir sig þann verknað. Hver einstaklingur á rétt á að vera klæddur eins og honum sýnist og vera þar sem honum sýnist þegar honum sýnist. Þetta á jafnt við um konur og karla. Hvað verður til þess að ungur maður tekur sig til og nauðgar vinkonu sinni eða kunningjakonu? Hver er virðing þess unga manns fyrir vinum sínum? Hvernig kennir maður fólki að bera virðingu fyrir öðrum? Það er jú ljóst að sá sem ber virðingu fyrir náunga sínum fer ekki út og nauðgar honum eða lemur. Nauðgun er samfélagsmein sem ekki verður upprætt nema með þeirri hugarfarsbreytingu að samskipti manna á milli fari ekki fram með því að neyta aflsmunar. Menn eru vitsmunaverur og á mörgum sviðum tekst þeim mjög vel upp að nota vit sitt og samskiptahæfileika, einnig til að leysa úr ágreiningi og fá útrás fyrir vanlíðan. Þessa hæfileika mannskepnunnar þarf að rækta enn betur en nú er gert. Þarna liggur rót vandans. Það verður að hætta að eyða orkunni í að tala um einmana útlenska karla og skort á tækifærum til að fá útrás fyrir kynhvötina. Þessar hugmyndir verða að fara sömu leið og hugmyndirnar um áhættuhegðun kvenna, sem eru óðum að hverfa. Það verður að skoða hvað gerist frá því að lítill og saklaus drengur heldur af stað út í lífið þar til hann er orðinn að ofbeldismanni sem fær útrás fyrir vanlíðan sína með því að nauðga konu. Sem betur fer lendir aðeins örlítill hluti karlmanna á þessum stað en við látum ekki staðar numið fyrr en enginn er eftir í þeim hópi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Tíðar nauðganir síðustu vikur hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Svo virðist sem nauðganir á götum úti veki upp enn meiri ótta og óhug en nauðganir sem eiga sér stað í heimahúsum, sem einmitt er tilvikið um mikinn meirihluta nauðgana. Í umræðunni er tekist á við ýmsar staðlaðar hugmyndir og einnig fordóma. Tvær nauðganir voru kærðar eftir fyrri helgi, en báðar áttu sér stað úti á götu og gerendur voru útlendingar. Í hita þeirrar umræðu vill gleymast að flestar nauðganir eiga sér stað á heimilum og það sem meira er, að gerandi og fórnarlamb eru iðulega kunnug. Í þeim tilvikum eru gerendur langoftast Íslendingar enda sýna tölur að erlendum gerendum í kærðum kynferðisbrotamálum hefur ekki fjölgað jafnmikið og útlendingum hefur fjölgað í landinu. Útlendingum hefur því fækkað hlutfallslega sem gerendum í kynferðisbrotamálum. Önnur stöðluð hugmynd sem er uppi á borðinu í umræðunni um nauðganir snýr að tengslum nauðgunar og kynhvatar. Nauðgun er hreint og klárt ofbeldi og á ekkert skylt við kynhvöt eða kynlíf yfirleitt. Nauðgun er hins vegar skyld öllu mögulegu öðru ofbeldi, svo sem barsmíðum og manndrápum. Sem betur fer virðist orðræðan um konuna sem býður heim nauðgun með klæðaburði eða einhvers konar meintri áhættuhegðun vera á undanhaldi. Fólk gerir sér grein fyrir því að fórnarlamb nauðgunar getur aldrei kallað yfir sig þann verknað. Hver einstaklingur á rétt á að vera klæddur eins og honum sýnist og vera þar sem honum sýnist þegar honum sýnist. Þetta á jafnt við um konur og karla. Hvað verður til þess að ungur maður tekur sig til og nauðgar vinkonu sinni eða kunningjakonu? Hver er virðing þess unga manns fyrir vinum sínum? Hvernig kennir maður fólki að bera virðingu fyrir öðrum? Það er jú ljóst að sá sem ber virðingu fyrir náunga sínum fer ekki út og nauðgar honum eða lemur. Nauðgun er samfélagsmein sem ekki verður upprætt nema með þeirri hugarfarsbreytingu að samskipti manna á milli fari ekki fram með því að neyta aflsmunar. Menn eru vitsmunaverur og á mörgum sviðum tekst þeim mjög vel upp að nota vit sitt og samskiptahæfileika, einnig til að leysa úr ágreiningi og fá útrás fyrir vanlíðan. Þessa hæfileika mannskepnunnar þarf að rækta enn betur en nú er gert. Þarna liggur rót vandans. Það verður að hætta að eyða orkunni í að tala um einmana útlenska karla og skort á tækifærum til að fá útrás fyrir kynhvötina. Þessar hugmyndir verða að fara sömu leið og hugmyndirnar um áhættuhegðun kvenna, sem eru óðum að hverfa. Það verður að skoða hvað gerist frá því að lítill og saklaus drengur heldur af stað út í lífið þar til hann er orðinn að ofbeldismanni sem fær útrás fyrir vanlíðan sína með því að nauðga konu. Sem betur fer lendir aðeins örlítill hluti karlmanna á þessum stað en við látum ekki staðar numið fyrr en enginn er eftir í þeim hópi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun