Gömul og ný fullveldisverkefni: Á menntatorgi Þorsteinn Pálsson skrifar 1. desember 2007 06:00 Stjórnarskrárbundnar reglur um fullveldi þjóðarinnar eru dýrmætar. Í þeim er hins vegar lítið hald án lifandi innihalds. Þetta skildu þeir mæta vel sem forystu höfðu í fullveldisbaráttunni á öndverðri fyrri öld. Menntun var hluti af innihaldinu. Stofnun Háskóla Íslands var í hugum allra einn af hornsteinum fullveldisins. Með sama hætti leit þjóðin á stofnun Eimskipafélagsins. Eyþjóð án menntunar og siglinga hafði lítið að gera inn í samfélag fullvalda þjóða. Nú er önnur öld með nýrri hugsun og nýjum verkefnum. Einmitt í því ljósi er vert að gefa því gaum á þessum fullveldisdegi hvernig þræðir Eimskipafélagsins og Háskólans fléttast saman. Framlag Háskólasjóðs Eimskipafélagsins réði miklu um að Háskólatorgið sem opnað er í dag varð annað og meira en draumsýn. Það er eitt af þessum mikilvægu skrefum í viðvarandi fullveldisbaráttu. Að sönnu er það vitnisburður um merkilega víðsýni að Vestur-Íslendingar skyldu tengja eignarhald á þeim hlut, sem þeir lögðu til stofnunar Eimskipafélagsins á sinni tíð, við æðstu menntastofnun landsins. Jafn ánægjulegt er að sjá hvernig stjórnendur félagsins láta það pund ávaxtast í dag í þágu Háskólans bæði að því er varðar framkvæmdir og rannsóknir. Langsamlega stærsta og mikilvægasta verkefni samtímans er að efla menntun og rannsóknir í landinu. Á Háskólatorgið má líta sem vísi að nýrri sókn á því sviði. Eigi hún að skila árangri þarf miklu markvissari og víðtækari tengsl atvinnulífs og skóla en nú eru fyrir hendi. Þetta þarf að gerast á öllum stigum skólastarfsins. Verkefnin sem við blasa í menntamálum og rannsóknum eru stærri en svo að skattborgararnir ráði við þau. Fyrir þá sök er aðkoma atvinnulífsins mikilvæg. En hún mun einnig glæða fjölbreytni bæði í skólastarfi og rannsóknum. Það er keppikefli í heimi fjölbreytilegra tækifæra. Menntamálaráðherra hefur nú lagt fram fjögur lagafrumvörp um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þau fela í sér margvíslegar og að sumu leyti róttækar breytingar og horfa til framfara. Sveigjanlegra skipulag, minni miðstýring, aukið vægi verkmenntunar og skýrari ákvæði um skyldur og ábyrgð foreldra eru til marks um það. Ótvíræður kostur er að geta á sama tíma lagt niður lagaumgjörð um öll þessi þrjú stig skólastarfsins. Menntamálaráðherra hefur einnig fylgt þessum frumvörpum eftir með skýrum loforðum um verulega hækkun á launum kennara á öllum skólastigunum. Það var óvænt og óvenjulegt en um leið ánægjulegt frumkvæði. Því má segja að þjóðin öll standi á nýju menntatorgi í dag. Á sama tíma birtast svokallaðar PISA-niðurstöður frá OECD um árangur skólastarfs í náttúruvísindum. Þó að grunnskólakerfið sé dýrara hér en hjá öðrum þjóðum sem samanburðurinn nær til er árangurinn enn fyrir neðan meðaltal. Þetta er ekki aðeins óviðunandi heldur óverjandi. Hér hefur augljóslega eitthvað brugðist. Menntamálaráðherra sem eftir eðli máls situr uppi með ábyrgðina á rétt á skýrum svörum frá skólastjórnendum og kennurum hverju þetta sætir. Til lengri tíma verða lífskjör og menntun ekki í sundur skilin. Þetta er þar af leiðandi fullveldismál. Ekkert viðfangsefni er brýnna eða stærra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Stjórnarskrárbundnar reglur um fullveldi þjóðarinnar eru dýrmætar. Í þeim er hins vegar lítið hald án lifandi innihalds. Þetta skildu þeir mæta vel sem forystu höfðu í fullveldisbaráttunni á öndverðri fyrri öld. Menntun var hluti af innihaldinu. Stofnun Háskóla Íslands var í hugum allra einn af hornsteinum fullveldisins. Með sama hætti leit þjóðin á stofnun Eimskipafélagsins. Eyþjóð án menntunar og siglinga hafði lítið að gera inn í samfélag fullvalda þjóða. Nú er önnur öld með nýrri hugsun og nýjum verkefnum. Einmitt í því ljósi er vert að gefa því gaum á þessum fullveldisdegi hvernig þræðir Eimskipafélagsins og Háskólans fléttast saman. Framlag Háskólasjóðs Eimskipafélagsins réði miklu um að Háskólatorgið sem opnað er í dag varð annað og meira en draumsýn. Það er eitt af þessum mikilvægu skrefum í viðvarandi fullveldisbaráttu. Að sönnu er það vitnisburður um merkilega víðsýni að Vestur-Íslendingar skyldu tengja eignarhald á þeim hlut, sem þeir lögðu til stofnunar Eimskipafélagsins á sinni tíð, við æðstu menntastofnun landsins. Jafn ánægjulegt er að sjá hvernig stjórnendur félagsins láta það pund ávaxtast í dag í þágu Háskólans bæði að því er varðar framkvæmdir og rannsóknir. Langsamlega stærsta og mikilvægasta verkefni samtímans er að efla menntun og rannsóknir í landinu. Á Háskólatorgið má líta sem vísi að nýrri sókn á því sviði. Eigi hún að skila árangri þarf miklu markvissari og víðtækari tengsl atvinnulífs og skóla en nú eru fyrir hendi. Þetta þarf að gerast á öllum stigum skólastarfsins. Verkefnin sem við blasa í menntamálum og rannsóknum eru stærri en svo að skattborgararnir ráði við þau. Fyrir þá sök er aðkoma atvinnulífsins mikilvæg. En hún mun einnig glæða fjölbreytni bæði í skólastarfi og rannsóknum. Það er keppikefli í heimi fjölbreytilegra tækifæra. Menntamálaráðherra hefur nú lagt fram fjögur lagafrumvörp um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þau fela í sér margvíslegar og að sumu leyti róttækar breytingar og horfa til framfara. Sveigjanlegra skipulag, minni miðstýring, aukið vægi verkmenntunar og skýrari ákvæði um skyldur og ábyrgð foreldra eru til marks um það. Ótvíræður kostur er að geta á sama tíma lagt niður lagaumgjörð um öll þessi þrjú stig skólastarfsins. Menntamálaráðherra hefur einnig fylgt þessum frumvörpum eftir með skýrum loforðum um verulega hækkun á launum kennara á öllum skólastigunum. Það var óvænt og óvenjulegt en um leið ánægjulegt frumkvæði. Því má segja að þjóðin öll standi á nýju menntatorgi í dag. Á sama tíma birtast svokallaðar PISA-niðurstöður frá OECD um árangur skólastarfs í náttúruvísindum. Þó að grunnskólakerfið sé dýrara hér en hjá öðrum þjóðum sem samanburðurinn nær til er árangurinn enn fyrir neðan meðaltal. Þetta er ekki aðeins óviðunandi heldur óverjandi. Hér hefur augljóslega eitthvað brugðist. Menntamálaráðherra sem eftir eðli máls situr uppi með ábyrgðina á rétt á skýrum svörum frá skólastjórnendum og kennurum hverju þetta sætir. Til lengri tíma verða lífskjör og menntun ekki í sundur skilin. Þetta er þar af leiðandi fullveldismál. Ekkert viðfangsefni er brýnna eða stærra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun