Koma óorði á fjöldann Jón Kaldal skrifar 11. desember 2007 06:00 Fréttir undanfarinna vikna hljóta að vera þungbærar fyrir útlendinga á Íslandi. Það einfaldar örugglega ekki tilveru fjölmargra Pólverja og Litháa hér á landi þegar fréttir eru sagðar af því að landar þeirra hafi verið handteknir grunaðir um alvarlega glæpi. Í haust hafa einmitt verið fluttar margar fréttir af meintum brotum manna frá þessum tveimur löndum. Þetta er óvenjulegt því að við Íslendingar höfum hingað til fyrst og fremst þurft að eiga við heimaframleidda nauðgara, þjófa og aðra glæpamenn. Við höfum hins vegar alltaf vitað af því að glæpir eru líka framdir í öðrum löndum. Það er því í raun ekkert undarlegt að þegar heimurinn kemur til Íslands eru afbrot meðal þess sem kemur með í farangrinum. En þetta er nýr veruleiki og honum fylgja ný úrlausnarefni. Þar á meðal fyrir okkur sem vinnum á fjölmiðlunum. Eitt af því er spurningin hvort það komi frétt í vinnslu við hvort grunaðir afbrotamenn eru útlendingar? Annað er hvort fréttir af tilteknum málum þar sem útlendingar koma við sögu ali á útlendingahatri? Svarið við fyrri spurningunni er stundum. Þeirri síðari afdráttarlaust já. Fordómarnir eru fljótir að gjósa upp í okkar litla landi. Staðan er hins vegar sú að ef þjóðernið skiptir máli í samhengi frétta verða fjölmiðlar að leiða hjá sér vangaveltur um hvort þær valdi fordómum. Fjölmiðlar geta ekki skotið sér undan því að fjalla um óþægileg mál. Hraðri fjölgun útlendinga í íslensku samfélagi fylgja ákveðin vandamál sem hverfa ekki þótt um þau sé ekki fjallað. Þvert á móti má ætla að opinská umræða flýti fyrir að tekið sé á málunum. Fréttablaðið sagði til dæmis frá því á dögunum að hátt í fjórðungur þeirra sem eru teknir ölvaðir við akstur er útlendingar og áfengismagn í blóði þeirra er að jafnaði töluvert meira en í íslenskum stútum við stýri. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand og gefur til kynna að átaks sé þörf til að uppfræða þá erlendu menn sem hér starfa. Það er engum til góðs að horfa framhjá þessum vanda. En auðvitað er ábyrgð fjölmiðlanna mikil og það stendur upp á þá að vanda til verka. Fréttir af útlendingum geta hæglega fengið á sig það yfirbragð að aðeins sé sagt frá því slæma sem þeir gera. Þetta er vegna þess að fréttir eru í eðli sínu neikvæðar, eða eins og einhver gáfaður maður sagði: hundar sem gelta um nætur eru fréttaefni en ekki þeir sem þegja. Fjölmiðlar verða að gæta þess að leita jafnvægis og flytja líka fréttir af öllum þeim harðduglegu og heiðarlegu Pólverjum og Litháum sem hér búa og starfa. Þeir eru í miklum meirihluta og eiga ekki að þurfa að þola að fáeinir svartir sauðir komi óorði á fjöldann. Í því samhengi geta Íslendingar rifjað upp að lengi vel voru okkar helstu fulltrúar úti í heimi íslenskir sjómenn. Þegar þeir komu til hafnar og áttu frí í landi, hvort sem það var í Hull, Grimsby eða Hamborg, nýttu þeir það á fjölbreyttan hátt. Og ekki alltaf landi og þjóð til sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun
Fréttir undanfarinna vikna hljóta að vera þungbærar fyrir útlendinga á Íslandi. Það einfaldar örugglega ekki tilveru fjölmargra Pólverja og Litháa hér á landi þegar fréttir eru sagðar af því að landar þeirra hafi verið handteknir grunaðir um alvarlega glæpi. Í haust hafa einmitt verið fluttar margar fréttir af meintum brotum manna frá þessum tveimur löndum. Þetta er óvenjulegt því að við Íslendingar höfum hingað til fyrst og fremst þurft að eiga við heimaframleidda nauðgara, þjófa og aðra glæpamenn. Við höfum hins vegar alltaf vitað af því að glæpir eru líka framdir í öðrum löndum. Það er því í raun ekkert undarlegt að þegar heimurinn kemur til Íslands eru afbrot meðal þess sem kemur með í farangrinum. En þetta er nýr veruleiki og honum fylgja ný úrlausnarefni. Þar á meðal fyrir okkur sem vinnum á fjölmiðlunum. Eitt af því er spurningin hvort það komi frétt í vinnslu við hvort grunaðir afbrotamenn eru útlendingar? Annað er hvort fréttir af tilteknum málum þar sem útlendingar koma við sögu ali á útlendingahatri? Svarið við fyrri spurningunni er stundum. Þeirri síðari afdráttarlaust já. Fordómarnir eru fljótir að gjósa upp í okkar litla landi. Staðan er hins vegar sú að ef þjóðernið skiptir máli í samhengi frétta verða fjölmiðlar að leiða hjá sér vangaveltur um hvort þær valdi fordómum. Fjölmiðlar geta ekki skotið sér undan því að fjalla um óþægileg mál. Hraðri fjölgun útlendinga í íslensku samfélagi fylgja ákveðin vandamál sem hverfa ekki þótt um þau sé ekki fjallað. Þvert á móti má ætla að opinská umræða flýti fyrir að tekið sé á málunum. Fréttablaðið sagði til dæmis frá því á dögunum að hátt í fjórðungur þeirra sem eru teknir ölvaðir við akstur er útlendingar og áfengismagn í blóði þeirra er að jafnaði töluvert meira en í íslenskum stútum við stýri. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand og gefur til kynna að átaks sé þörf til að uppfræða þá erlendu menn sem hér starfa. Það er engum til góðs að horfa framhjá þessum vanda. En auðvitað er ábyrgð fjölmiðlanna mikil og það stendur upp á þá að vanda til verka. Fréttir af útlendingum geta hæglega fengið á sig það yfirbragð að aðeins sé sagt frá því slæma sem þeir gera. Þetta er vegna þess að fréttir eru í eðli sínu neikvæðar, eða eins og einhver gáfaður maður sagði: hundar sem gelta um nætur eru fréttaefni en ekki þeir sem þegja. Fjölmiðlar verða að gæta þess að leita jafnvægis og flytja líka fréttir af öllum þeim harðduglegu og heiðarlegu Pólverjum og Litháum sem hér búa og starfa. Þeir eru í miklum meirihluta og eiga ekki að þurfa að þola að fáeinir svartir sauðir komi óorði á fjöldann. Í því samhengi geta Íslendingar rifjað upp að lengi vel voru okkar helstu fulltrúar úti í heimi íslenskir sjómenn. Þegar þeir komu til hafnar og áttu frí í landi, hvort sem það var í Hull, Grimsby eða Hamborg, nýttu þeir það á fjölbreyttan hátt. Og ekki alltaf landi og þjóð til sóma.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun