Hvers vegna? 14. janúar 2007 06:15 Einhverra hluta vegna hafa stjórnarflokkarnir sammælst um að rjúfa þá sæmilegu sátt sem verið hefur um Ríkisútvarpið. Ríkisstjórnin hefur misboðið þeim sem vilja standa vörð um menningarlegt útvarp á vegum ríkisins. Um leið hefur hún gefið hinum langt nef sem vilja tryggja jafnræði á almennum markaði útvarpsstarfsemi. Stefna ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsmálum á hvergi formælendur. Hún verður ekki skýrð með neinum skynsamlegum rökum. Þeir duldu hagsmunir sem búa að baki áformum þeirra hljóta að vera æði ríkir fyrst þeir eru reiðubúnir til þess að veikja annars allgóða málefnastöðu í aðdraganda kosninga fyrir slíkan málstað. Hitt er þó verra að því er haldið fram af hálfu ríkisstjórnarinnar að engin óvissa ríki um stöðu Ríkisútvarpsins ohf. gagnvart samkeppnisreglum og skuldbindingum landsins í EESsamningnum. Þetta er rangt. Annaðhvort er það sagt vísvitandi eða fyrir þá sök að ráðherrarnir hafa ekki fengið heiðarlega lögfræðiráðgjöf í málinu. skjölum um samskipti við eftirlitsstofnun EFTA vegna samkeppnismálanna. Augljóst má vera að þeir sem bera stjórnskipulega ábyrgð á samkeppnismálum hafa talið að birting þeirra myndi veikja röksemdafærsluna. Nú liggur fyrir að afgreiða á málið án tillits til þeirra efasemda sem þessi skjöl geyma. Fyrir liggur að innan skamms tíma mun eftirlitsstofnun EFTA úrskurða í kærumáli sem hún hefur til meðferðar. Það getur haft veruleg áhrif á stöðu Ríkisútvarpsins. Rétt málsmeðferð hefði því verið að móta nýja löggjöf um Ríkisútvarpið þegar Evrópuskuldbindingarnar hafa verið skýrðar að þessu leyti af réttum aðilum. Af áliti sem samtök auglýsenda hafa lagt fram vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar má draga þá ályktun að Ríkisútvarpið noti stöðu sína til þess að halda niðri auglýsingaverði með skatttekjum. Það samrýmist hvorki samkeppnislögum né skuldbindingum gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu. Samkeppniseftirlitið hefur lagt fram álit þar sem skýrt kemur fram að auglýsingasala fyrirhugaðs hlutafélags samhliða ríkisstyrk samræmist ekki samkeppnislögum. Engin ákvæði frumvarpsins um Ríkisútvarpið ohf. víkja samkeppnislögum til hliðar með berum orðum eins og til að mynda er raunin varðandi sérlög um ákveðna þætti búvöruframleiðslunnar. Því er ekki unnt að staðhæfa að álit Samkeppniseftirlitsins hafi ekkert gildi. Yfirlýsingar þar um byggjast ekki á lögfræðilegum rökum. Skýr aðgreining á almennum útvarpsrekstri og sérstakri útvarpsþjónustu sem er forsenda ríkisumsvifa á þessu sviði kemur ekki fram í frumvarpinu eða þjónustusamningi við Ríkisútvarpið. Kröfum samkeppnislaga og skuldbindinga gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu hefur því ekki verið svarað með fullnægjandi hætti. það eru þessi atriði sem setja starfsumhverfi Ríkisútvarpsins í uppnám nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Þau verða því að öllum líkindum endanlega til lykta leidd fyrir dómstólum en ekki á Alþingi. Hvers vegna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Einhverra hluta vegna hafa stjórnarflokkarnir sammælst um að rjúfa þá sæmilegu sátt sem verið hefur um Ríkisútvarpið. Ríkisstjórnin hefur misboðið þeim sem vilja standa vörð um menningarlegt útvarp á vegum ríkisins. Um leið hefur hún gefið hinum langt nef sem vilja tryggja jafnræði á almennum markaði útvarpsstarfsemi. Stefna ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsmálum á hvergi formælendur. Hún verður ekki skýrð með neinum skynsamlegum rökum. Þeir duldu hagsmunir sem búa að baki áformum þeirra hljóta að vera æði ríkir fyrst þeir eru reiðubúnir til þess að veikja annars allgóða málefnastöðu í aðdraganda kosninga fyrir slíkan málstað. Hitt er þó verra að því er haldið fram af hálfu ríkisstjórnarinnar að engin óvissa ríki um stöðu Ríkisútvarpsins ohf. gagnvart samkeppnisreglum og skuldbindingum landsins í EESsamningnum. Þetta er rangt. Annaðhvort er það sagt vísvitandi eða fyrir þá sök að ráðherrarnir hafa ekki fengið heiðarlega lögfræðiráðgjöf í málinu. skjölum um samskipti við eftirlitsstofnun EFTA vegna samkeppnismálanna. Augljóst má vera að þeir sem bera stjórnskipulega ábyrgð á samkeppnismálum hafa talið að birting þeirra myndi veikja röksemdafærsluna. Nú liggur fyrir að afgreiða á málið án tillits til þeirra efasemda sem þessi skjöl geyma. Fyrir liggur að innan skamms tíma mun eftirlitsstofnun EFTA úrskurða í kærumáli sem hún hefur til meðferðar. Það getur haft veruleg áhrif á stöðu Ríkisútvarpsins. Rétt málsmeðferð hefði því verið að móta nýja löggjöf um Ríkisútvarpið þegar Evrópuskuldbindingarnar hafa verið skýrðar að þessu leyti af réttum aðilum. Af áliti sem samtök auglýsenda hafa lagt fram vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar má draga þá ályktun að Ríkisútvarpið noti stöðu sína til þess að halda niðri auglýsingaverði með skatttekjum. Það samrýmist hvorki samkeppnislögum né skuldbindingum gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu. Samkeppniseftirlitið hefur lagt fram álit þar sem skýrt kemur fram að auglýsingasala fyrirhugaðs hlutafélags samhliða ríkisstyrk samræmist ekki samkeppnislögum. Engin ákvæði frumvarpsins um Ríkisútvarpið ohf. víkja samkeppnislögum til hliðar með berum orðum eins og til að mynda er raunin varðandi sérlög um ákveðna þætti búvöruframleiðslunnar. Því er ekki unnt að staðhæfa að álit Samkeppniseftirlitsins hafi ekkert gildi. Yfirlýsingar þar um byggjast ekki á lögfræðilegum rökum. Skýr aðgreining á almennum útvarpsrekstri og sérstakri útvarpsþjónustu sem er forsenda ríkisumsvifa á þessu sviði kemur ekki fram í frumvarpinu eða þjónustusamningi við Ríkisútvarpið. Kröfum samkeppnislaga og skuldbindinga gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu hefur því ekki verið svarað með fullnægjandi hætti. það eru þessi atriði sem setja starfsumhverfi Ríkisútvarpsins í uppnám nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Þau verða því að öllum líkindum endanlega til lykta leidd fyrir dómstólum en ekki á Alþingi. Hvers vegna?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun