Einkarekstur, Vinstri græn, Ingibjörg Sólrún, góðir páskadagar 7. apríl 2007 21:51 Vinstri græn hafa farið í dálítið fár vegna málflutnings Margrétar Pálu Ólafsdóttur sem segir að einkarekstur í opinbera kerfinu geti verið konum til hagsbóta, eflt áhrif þeirra og völd. Sköruleg orð Magrétar í síðasta Silfri hafa vakið mikla athygli. Vinstri græn hafa átt erfitt með að svara þessu, Margrét Pála var jú eitt sinn í Alþýðubandalaginu og svo er eins líklegt að þeir sem styðja VG sendi börn sín einmitt í Hjallastefnuskólana. En eftir nokkra daga dúkkuðu Vinstri græn upp með grein eftir konu sem nefnist Berglind Rós Magnúsdóttir. Þar rekur hún ókosti einkareksturs í bandarísku miðvesturríkjunum - Colorado og Arizona. Bæði Guðfríður Lilja og Ögmundur tóku þessa grein upp á arma sína og vitnuðu óspart í hana. Maður gæti auðvitað fundið ýmis dæmi um ókosti ríkisrekstrar á móti - til dæmis munaðarleysingjahæli í Rúmeníu. --- --- --- En væri ekki betra að tala um einkarekstur sem er nær okkur? Til dæmis Svía sem beita einkarekstri í miklum mæli í heilbrigðiskerfinu - sósíaldemókratana, höfunda hins norræna módels, sem sáu raun ekki aðra leið færa, sökum þess hvað heilbrigðiskerfið var orðið kostnaðarsamt og óskilvirkt, biðlistar langir og þjónustan ekki nógu góð. Eða bara skoða Hjallastefnu Margrétar Pálu, hina vinsælu leik- og barnaskóla sem hún rekur þar sem komast færri að en vilja; öldrunarheimilið Sóltún sem er hið eftirsóttasta í borginni; Orkuhúsið sem er sérhæfð þjónustumiðstöð fyrir þá sem stríða við stoðkerfisvandamál, raunverulegur hátæknispítali; eða einkareknu heilsugæslustöðina í Salahverfi sem þykir sú besta á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan af einkarekstri í íslenska mennta- og heilbrigðiskerfinu er nefnilega ansi góð. Ættu ekki Vinstri græn sem trúa því að smátt sé fallegt að vera andsnúin miðstýringu? Varla er það hugsjón að allt sé í höndum opinberra embættismanna, yfirleitt kerfiskarla? Annars mun Hjallastefnan loksins vera á leiðinni inn í Reykjavík með barnaskóla. Gamli R-listinn vildi ekki sjá hana, enda fjandskapaðist hann út í sjálfstæðu skólana í borginni - gerði allt sem í hans valdi stóð til að þrengja að Ísaksskóla og Landakotsskóla. --- --- --- Makalaust er að sjá í könnun Gallups hversu konur eru neikvæðar í garð Ingibjargar Sólrúnar. Er þetta þó sú kona sem lengst hefur náð í pólitík á Íslandi, borgarstjóri í Reykjavík í næstum áratug, formaður næst stærsta stjórnmálaflokksins - eða það er hann að minnsta kosti á Alþingi. Fyrsta konan sem hefur raunverulega möguleika á að verða forsætisráðherra á Íslandi. Hvað á maður að halda um þetta? Getur maður notað frasann konur eru konum verstar? Eða skiptir kyn kannski engu máli? --- --- --- Föstudagurinn langi og páskadagur eru dásamlegir dagar. Alveg burtséð frá kristindómnum, menn stunda hann ef þeir vilja, en það sem er þægilegast er að maður þarf ekki að gera neitt. Það er ekkert bögg. Engum dettur í hug að hringja í mann eða ætlast til neins af manni. Þetta eru friðsælustu dagar ársins. Vantrúartalíbanarnir vilja taka þetta af okkur. Þeim líður illa af því ekki er allt opið. Óttast að vera kúgaðir af trúarbrögðunum. Þeir mótmæla, bíða spenntir eftir að löggan komi og handtaki þá fyrir að rjúfa helgidagafrið, en auðvitað gerist ekki neitt. Það er öllum sama - líka löggunni og kirkjunni. Næst ættu þeir að prófa að mótmæla á aðfangadagskvöld. Gleðilega páska! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Vinstri græn hafa farið í dálítið fár vegna málflutnings Margrétar Pálu Ólafsdóttur sem segir að einkarekstur í opinbera kerfinu geti verið konum til hagsbóta, eflt áhrif þeirra og völd. Sköruleg orð Magrétar í síðasta Silfri hafa vakið mikla athygli. Vinstri græn hafa átt erfitt með að svara þessu, Margrét Pála var jú eitt sinn í Alþýðubandalaginu og svo er eins líklegt að þeir sem styðja VG sendi börn sín einmitt í Hjallastefnuskólana. En eftir nokkra daga dúkkuðu Vinstri græn upp með grein eftir konu sem nefnist Berglind Rós Magnúsdóttir. Þar rekur hún ókosti einkareksturs í bandarísku miðvesturríkjunum - Colorado og Arizona. Bæði Guðfríður Lilja og Ögmundur tóku þessa grein upp á arma sína og vitnuðu óspart í hana. Maður gæti auðvitað fundið ýmis dæmi um ókosti ríkisrekstrar á móti - til dæmis munaðarleysingjahæli í Rúmeníu. --- --- --- En væri ekki betra að tala um einkarekstur sem er nær okkur? Til dæmis Svía sem beita einkarekstri í miklum mæli í heilbrigðiskerfinu - sósíaldemókratana, höfunda hins norræna módels, sem sáu raun ekki aðra leið færa, sökum þess hvað heilbrigðiskerfið var orðið kostnaðarsamt og óskilvirkt, biðlistar langir og þjónustan ekki nógu góð. Eða bara skoða Hjallastefnu Margrétar Pálu, hina vinsælu leik- og barnaskóla sem hún rekur þar sem komast færri að en vilja; öldrunarheimilið Sóltún sem er hið eftirsóttasta í borginni; Orkuhúsið sem er sérhæfð þjónustumiðstöð fyrir þá sem stríða við stoðkerfisvandamál, raunverulegur hátæknispítali; eða einkareknu heilsugæslustöðina í Salahverfi sem þykir sú besta á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan af einkarekstri í íslenska mennta- og heilbrigðiskerfinu er nefnilega ansi góð. Ættu ekki Vinstri græn sem trúa því að smátt sé fallegt að vera andsnúin miðstýringu? Varla er það hugsjón að allt sé í höndum opinberra embættismanna, yfirleitt kerfiskarla? Annars mun Hjallastefnan loksins vera á leiðinni inn í Reykjavík með barnaskóla. Gamli R-listinn vildi ekki sjá hana, enda fjandskapaðist hann út í sjálfstæðu skólana í borginni - gerði allt sem í hans valdi stóð til að þrengja að Ísaksskóla og Landakotsskóla. --- --- --- Makalaust er að sjá í könnun Gallups hversu konur eru neikvæðar í garð Ingibjargar Sólrúnar. Er þetta þó sú kona sem lengst hefur náð í pólitík á Íslandi, borgarstjóri í Reykjavík í næstum áratug, formaður næst stærsta stjórnmálaflokksins - eða það er hann að minnsta kosti á Alþingi. Fyrsta konan sem hefur raunverulega möguleika á að verða forsætisráðherra á Íslandi. Hvað á maður að halda um þetta? Getur maður notað frasann konur eru konum verstar? Eða skiptir kyn kannski engu máli? --- --- --- Föstudagurinn langi og páskadagur eru dásamlegir dagar. Alveg burtséð frá kristindómnum, menn stunda hann ef þeir vilja, en það sem er þægilegast er að maður þarf ekki að gera neitt. Það er ekkert bögg. Engum dettur í hug að hringja í mann eða ætlast til neins af manni. Þetta eru friðsælustu dagar ársins. Vantrúartalíbanarnir vilja taka þetta af okkur. Þeim líður illa af því ekki er allt opið. Óttast að vera kúgaðir af trúarbrögðunum. Þeir mótmæla, bíða spenntir eftir að löggan komi og handtaki þá fyrir að rjúfa helgidagafrið, en auðvitað gerist ekki neitt. Það er öllum sama - líka löggunni og kirkjunni. Næst ættu þeir að prófa að mótmæla á aðfangadagskvöld. Gleðilega páska!