Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 1. ágúst 2007 18:45 Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. Nú hafa allir þrír stærstu bankar landsins, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, kynnt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Landsbankinn hagnaðist um 26,3 milljarða eftir skatta - sem er 6 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Samtals högnuðust bankarnir um 88,6 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er heldur meira en öll sveitarfélögin frá í útsvar af tekjum landsmanna á síðasta ári. Þau fá 87,3 milljarða í útsvar og er langsamlega stærsti tekjustofn sveitarfélaganna, peningar sem standa að miklu leyti undir rekstri leikskóla, grunnskóla, ýmissi þjónustu við fatlaða og aldraða, skipulagsmálum, holræsakerfi, sorphirðu og fleiru. Rúma 32 milljarða þurfti til að reka alla grunnskóla landsins árið 2005 - hagnaður bankanna dygði því til að reka þá í á þriðja ár. En berum saman tölurnar frá þessum þremur bankaveldum í örþjóðfélaginu Íslandi. Kaupþing hagnaðist langmest fyrstu sex mánuði ársins, eða 45,8 milljarða króna, Landsbankinn rúma 26 og Glitnir um 16,5. Þá eru Landsbankinn og Glitnir varla hálfdrættingar á við Kaupþing þegar eignir bankanna eru skoðaðar. Samtals eru eignir bankanna taldar um 9500 milljarða króna virði. Eignir bankanna eru þar með orðnar, ekki bara tvöfalt meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi, heldur þarf að margfalda fasteignir landsmanna með tveimur komma sex til að fá út sömu tölu. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. Nú hafa allir þrír stærstu bankar landsins, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, kynnt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Landsbankinn hagnaðist um 26,3 milljarða eftir skatta - sem er 6 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Samtals högnuðust bankarnir um 88,6 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er heldur meira en öll sveitarfélögin frá í útsvar af tekjum landsmanna á síðasta ári. Þau fá 87,3 milljarða í útsvar og er langsamlega stærsti tekjustofn sveitarfélaganna, peningar sem standa að miklu leyti undir rekstri leikskóla, grunnskóla, ýmissi þjónustu við fatlaða og aldraða, skipulagsmálum, holræsakerfi, sorphirðu og fleiru. Rúma 32 milljarða þurfti til að reka alla grunnskóla landsins árið 2005 - hagnaður bankanna dygði því til að reka þá í á þriðja ár. En berum saman tölurnar frá þessum þremur bankaveldum í örþjóðfélaginu Íslandi. Kaupþing hagnaðist langmest fyrstu sex mánuði ársins, eða 45,8 milljarða króna, Landsbankinn rúma 26 og Glitnir um 16,5. Þá eru Landsbankinn og Glitnir varla hálfdrættingar á við Kaupþing þegar eignir bankanna eru skoðaðar. Samtals eru eignir bankanna taldar um 9500 milljarða króna virði. Eignir bankanna eru þar með orðnar, ekki bara tvöfalt meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi, heldur þarf að margfalda fasteignir landsmanna með tveimur komma sex til að fá út sömu tölu.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira