Tiger Woods sigraði örugglega í Ohio í gær 6. ágúst 2007 14:34 Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Suður-afríski kylfingurinn Rory Sabbatini hafði eins höggs forystu á Tiger fyrir lokahringinn í gær. Tiger náði að jafna Sabbatini strax á annarri holu og seig hægt og rólega fram úr honum í kjölfarið. Sabbatini lenti í vandræðum á fjórðu holu og fékk skolla á meðan Tiger nældi sér í fugl og var skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Eftir það var ekki aftur snúið og Tiger hreinlega stakk keppinauta sína af. Hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, sinn besta hring á mótinu og fékk ekki einn einasta skolla. Hann fékk fimm fugla og paraði hinar 13 holurnar og lauk keppni langefstur á samtals átta höggum undir pari, átta höggum á undan Sabbatini og Englendingnum Justin Rose. Fljótlega varð ljóst að spennan snerist ekki lengur um hver myndi vinna mótið heldur var mesta baráttan um annað sætið. Sabbatini lék sinn versta hring á mótinu í gær og fór hann á tveimur höggum yfir pari. Rose átti aftur á móti góðu gengi að fagna, hann náði að vinna upp sex högga forskot Sabbatinis fyrir lokahringinn og lék hann á fjórum höggum undir pari. Jafnir í fjórða sætinu á samtals einu höggi yfir pari komu Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco. Sigurvegari opna breska mótsins í síðasta mánuði, Padraig Harrington lauk keppni í fjórtánda sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Þetta er þriðja heimsmótið í röð sem Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Hann hefur nú unnið sex mót á mótaröðinni á þessu tímabili en fyrir sigurinn í gær fékk hann um 360 milljónir króna. Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Suður-afríski kylfingurinn Rory Sabbatini hafði eins höggs forystu á Tiger fyrir lokahringinn í gær. Tiger náði að jafna Sabbatini strax á annarri holu og seig hægt og rólega fram úr honum í kjölfarið. Sabbatini lenti í vandræðum á fjórðu holu og fékk skolla á meðan Tiger nældi sér í fugl og var skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Eftir það var ekki aftur snúið og Tiger hreinlega stakk keppinauta sína af. Hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, sinn besta hring á mótinu og fékk ekki einn einasta skolla. Hann fékk fimm fugla og paraði hinar 13 holurnar og lauk keppni langefstur á samtals átta höggum undir pari, átta höggum á undan Sabbatini og Englendingnum Justin Rose. Fljótlega varð ljóst að spennan snerist ekki lengur um hver myndi vinna mótið heldur var mesta baráttan um annað sætið. Sabbatini lék sinn versta hring á mótinu í gær og fór hann á tveimur höggum yfir pari. Rose átti aftur á móti góðu gengi að fagna, hann náði að vinna upp sex högga forskot Sabbatinis fyrir lokahringinn og lék hann á fjórum höggum undir pari. Jafnir í fjórða sætinu á samtals einu höggi yfir pari komu Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco. Sigurvegari opna breska mótsins í síðasta mánuði, Padraig Harrington lauk keppni í fjórtánda sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Þetta er þriðja heimsmótið í röð sem Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Hann hefur nú unnið sex mót á mótaröðinni á þessu tímabili en fyrir sigurinn í gær fékk hann um 360 milljónir króna.
Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira