Samson tapaði 3,2 milljörðum króna 30. ágúst 2007 10:07 Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans. Félagið er eigandi tveggja dótturfélaga og er því birtur samstæðureikningur félagsins og dótturfélaga þess. Auk móðurfélagsins eru í samstæðunni félögin Samson Properties ehf. sem er fasteignafélag sem sérhæfir sig í rekstri, þróun og fjárfestingum í fasteignum og fasteignatengdum verkefnum í Evrópu. Einnig er fjárfestingafélagið Ópera fjárfestingar ehf. hluti af samstæðunni en það félag er eigandi að um 26 prósenta eignarhluta í Fjárfestingarfélaginu Gretti hf. Markaðsverð eignarhlutar móðurfélags Samsonar í Landsbankanum nam 173,7 milljörðum króna í lok fyrri árshelmings en bókfært virði hans er rétt rúmir 73 milljarðar króna. Í árshlutauppgjörinu segir að þar sem beitt sé hlutdeildaraðferð við að gera grein fyrir eignarhluta félagsins í Landsbanka Íslands hf. færast einungis 10,9 milljarðar króna til tekna þó markaðsvirði eignarhluta Samson ehf. hafi aukist um tæpa 52,9 milljarða króna á tímabilinu. Þá segir ennfremur í uppgjörinu að félagið færi afleiðusaminga á markaðsvirði og því komi gjaldfærsla upp á rúma 14,6 milljarða króna fram sem að stórum hluta er vegna styrkingar íslensku krónunnar á tímabilinu. Bókfært eigið fé í lok tímabilsins nam rúmum 24,6 milljörðum króna og lækkaði það um 16,2 prósent frá lokum síðasta árs. Væri eignarhlutur félagsins í Landsbanka Íslands færður til eignar á markaðsverði væri eigið fé félagsins rúmir 107 milljarðar króna að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa . Þá væri eiginfjárhlutfall 42 prósent, að því er segir í árshlutauppgjörinu. Uppgjör Samson Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans. Félagið er eigandi tveggja dótturfélaga og er því birtur samstæðureikningur félagsins og dótturfélaga þess. Auk móðurfélagsins eru í samstæðunni félögin Samson Properties ehf. sem er fasteignafélag sem sérhæfir sig í rekstri, þróun og fjárfestingum í fasteignum og fasteignatengdum verkefnum í Evrópu. Einnig er fjárfestingafélagið Ópera fjárfestingar ehf. hluti af samstæðunni en það félag er eigandi að um 26 prósenta eignarhluta í Fjárfestingarfélaginu Gretti hf. Markaðsverð eignarhlutar móðurfélags Samsonar í Landsbankanum nam 173,7 milljörðum króna í lok fyrri árshelmings en bókfært virði hans er rétt rúmir 73 milljarðar króna. Í árshlutauppgjörinu segir að þar sem beitt sé hlutdeildaraðferð við að gera grein fyrir eignarhluta félagsins í Landsbanka Íslands hf. færast einungis 10,9 milljarðar króna til tekna þó markaðsvirði eignarhluta Samson ehf. hafi aukist um tæpa 52,9 milljarða króna á tímabilinu. Þá segir ennfremur í uppgjörinu að félagið færi afleiðusaminga á markaðsvirði og því komi gjaldfærsla upp á rúma 14,6 milljarða króna fram sem að stórum hluta er vegna styrkingar íslensku krónunnar á tímabilinu. Bókfært eigið fé í lok tímabilsins nam rúmum 24,6 milljörðum króna og lækkaði það um 16,2 prósent frá lokum síðasta árs. Væri eignarhlutur félagsins í Landsbanka Íslands færður til eignar á markaðsverði væri eigið fé félagsins rúmir 107 milljarðar króna að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa . Þá væri eiginfjárhlutfall 42 prósent, að því er segir í árshlutauppgjörinu. Uppgjör Samson
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Sjá meira