Byltingarkennd tilraun Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 29. september 2007 18:45 Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. Í dag var undirritaður með viðhöfn samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Columbia háskóla í Bandaríkjunum og Rannsóknarráðs Frakklands um viðamikla rannsókn á því hvort raunhæft sé að breyta koltvísýringsmengun í grjót. Tilraunirnar færast nú út af rannsóknarstofunum og inn í Hellisheiðarvirkjun sem blæs nú um 30 þúsund tonnum af koltvísýringi frá sér á ári - en ef allt gengur upp - gæti hún orðið koltvísýringsfrí. Ýmsir vísuðu í töfra og ævintýri í dag - engin furða - því það er lyginni líkast fyrir leikmann að hugsanlega verði hægt að blanda hinum skaðlega koltvísýringi við vatn, dæla honum niður á 400-800 metra dýpi, ofan í gljúpt basaltið þar sem mengað vatnið hvarfast og verður að fallegu silfurbergi. Aðeins 3-5 ár eru í niðurstöður. Forseti Íslands segir þetta mikilvægasta rannsóknarverkefni sem unnið er á Íslandi nú um stundir - og einstakt að reynt væri að breyta koltvísýringi í fast efni - eða silfurberg. Basaltlög eru víða í heiminum, meðal annars á Íslandi, í Bandaríkjunum, Indlandi og Rússlandi og ef niðurstaðan er jákvæð væri víða hægt að koma upp dælustöðvum, segir forsetinn. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. Í dag var undirritaður með viðhöfn samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Columbia háskóla í Bandaríkjunum og Rannsóknarráðs Frakklands um viðamikla rannsókn á því hvort raunhæft sé að breyta koltvísýringsmengun í grjót. Tilraunirnar færast nú út af rannsóknarstofunum og inn í Hellisheiðarvirkjun sem blæs nú um 30 þúsund tonnum af koltvísýringi frá sér á ári - en ef allt gengur upp - gæti hún orðið koltvísýringsfrí. Ýmsir vísuðu í töfra og ævintýri í dag - engin furða - því það er lyginni líkast fyrir leikmann að hugsanlega verði hægt að blanda hinum skaðlega koltvísýringi við vatn, dæla honum niður á 400-800 metra dýpi, ofan í gljúpt basaltið þar sem mengað vatnið hvarfast og verður að fallegu silfurbergi. Aðeins 3-5 ár eru í niðurstöður. Forseti Íslands segir þetta mikilvægasta rannsóknarverkefni sem unnið er á Íslandi nú um stundir - og einstakt að reynt væri að breyta koltvísýringi í fast efni - eða silfurberg. Basaltlög eru víða í heiminum, meðal annars á Íslandi, í Bandaríkjunum, Indlandi og Rússlandi og ef niðurstaðan er jákvæð væri víða hægt að koma upp dælustöðvum, segir forsetinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira