Streymir úr Hálslóni Jón Kaldal skrifar 7. nóvember 2007 10:31 Á mánudag urðu í íslenskum orkumálum töluverð tímamót, sem þó hafa horfið dálítið í skuggann af mögulegri þátttöku Íslendinga í orkuframleiðslu í öðrum löndum einhvern tíma í óræðri framtíð. Kárahnjúkavirkjun er sem sagt byrjuð að framleiða raforku með vatni úr Hálslóni. Samkvæmt fréttum frá Landsvirkjun hefur aldrei verið framleidd jafnmikil raforka með einni vél í virkjun á Íslandi og í Fljótsdalsstöð á mánudag þegar um hana streymdi vatn frá Hálslóni og áfram út í Jökulsá í Fljótsdal. Á næstu vikum verða hinar fimm vélar stöðvarinnar teknar í lokaprófun og er reiknað með að þær verði rekstrarhæfar fyrir lok nóvember. Þar með er farið að sjá fyrir endann á umfangsmestu og umdeildustu framkvæmdum Íslandssögunnar. Á þessum tímamótum er athyglisvert að rifja upp ýmislegt sem notað var til að mótmæla virkjunarframkvæmdunum. Eitt af því var að virkjunin og hið tröllvaxna Hálslón, sem teygir sig 25 kílómetra upp að Brúarjökli og þekur alls 57 ferkílómetra lands, gæti valdið íslenskum ferðaiðnaði óbætanlegu tjóni. Hingað kæmu erlendir ferðamenn fyrst og fremst til að njóta ósnortinnar náttúru og víðerna í líkingu við þau sem nú er farin undir vatn á hálendinu austan Vatnajökuls. Margir voru á þessari skoðun, meðal annars sá sem hér skrifar. Nú er auðvitað ómögulegt að segja til um hvernig ástandið væri í ferðageiranum ef ekki hefði verið ráðist í framkvæmdirnar, en það er hins vegar erfitt að gera sér í hugarlund að það gæti verið mikið betra. Íslendingar hafa aldrei haft meiri tekjur af ferðamönnum og allt stefnir í að enn eitt árið muni fjöldi erlendra gesta ná nýju meti. Og það er ekki lítið afrek þegar styrkur krónunnar er tekinn með í reikninginn. Erlendu ferðamönnunum virðist þannig vera nánast sama um tjónið sem hefur verið unnið á íslenskri náttúru. Þeir streyma hingað sem aldrei fyrr og eru duglegir að eyða. Innlend áhrif framkvæmdanna við Kárahjúka eru á hinn bóginn mikil og vonandi varanleg. Ný meðvitund um verðmæti náttúru landsins hefur orðið til meðal þjóðarinnar. Þetta sést til dæmis á því að nú hafa verið færðar til bókar hjá Skipulagsstofnun fleiri athugasemdir en nokkru sinni vegna virkjunar sem Orkuveitan vill ráðast í á Hengilssvæðinu. Á sínum tíma brugðust ýmsir úr stuðningshópi Kárahnjúkavirkjunar við spádómum um slæm áhrif á ferðaiðnaðinn með því að benda á að virkjunin gæti laðað að sér ferðamenn. Það er kaldhæðnislegt en tíminn hefur leitt í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér. Kárahnjúkavirkjun hefur örugglega orðið til þess að fleiri hafa heimsótt svæðið á framkvæmdatímanum en samanlagt áður en þær hófust. Og heimsóknirnar munu halda áfram. Fjölmargir munu örugglega gera sér ferð austur til að skoða ferlíkið, þar á meðal sjálfa aðalstífluna sem nær tæpa 200 metra upp til himins, bæði þeir sem studdu framkvæmdirnar en líka hinir sem voru þeim mótfallnir. Það yrði til að fullkomna fernuna, Gullfoss, Geysir, Bláa lónið og Kárahnjúkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Á mánudag urðu í íslenskum orkumálum töluverð tímamót, sem þó hafa horfið dálítið í skuggann af mögulegri þátttöku Íslendinga í orkuframleiðslu í öðrum löndum einhvern tíma í óræðri framtíð. Kárahnjúkavirkjun er sem sagt byrjuð að framleiða raforku með vatni úr Hálslóni. Samkvæmt fréttum frá Landsvirkjun hefur aldrei verið framleidd jafnmikil raforka með einni vél í virkjun á Íslandi og í Fljótsdalsstöð á mánudag þegar um hana streymdi vatn frá Hálslóni og áfram út í Jökulsá í Fljótsdal. Á næstu vikum verða hinar fimm vélar stöðvarinnar teknar í lokaprófun og er reiknað með að þær verði rekstrarhæfar fyrir lok nóvember. Þar með er farið að sjá fyrir endann á umfangsmestu og umdeildustu framkvæmdum Íslandssögunnar. Á þessum tímamótum er athyglisvert að rifja upp ýmislegt sem notað var til að mótmæla virkjunarframkvæmdunum. Eitt af því var að virkjunin og hið tröllvaxna Hálslón, sem teygir sig 25 kílómetra upp að Brúarjökli og þekur alls 57 ferkílómetra lands, gæti valdið íslenskum ferðaiðnaði óbætanlegu tjóni. Hingað kæmu erlendir ferðamenn fyrst og fremst til að njóta ósnortinnar náttúru og víðerna í líkingu við þau sem nú er farin undir vatn á hálendinu austan Vatnajökuls. Margir voru á þessari skoðun, meðal annars sá sem hér skrifar. Nú er auðvitað ómögulegt að segja til um hvernig ástandið væri í ferðageiranum ef ekki hefði verið ráðist í framkvæmdirnar, en það er hins vegar erfitt að gera sér í hugarlund að það gæti verið mikið betra. Íslendingar hafa aldrei haft meiri tekjur af ferðamönnum og allt stefnir í að enn eitt árið muni fjöldi erlendra gesta ná nýju meti. Og það er ekki lítið afrek þegar styrkur krónunnar er tekinn með í reikninginn. Erlendu ferðamönnunum virðist þannig vera nánast sama um tjónið sem hefur verið unnið á íslenskri náttúru. Þeir streyma hingað sem aldrei fyrr og eru duglegir að eyða. Innlend áhrif framkvæmdanna við Kárahjúka eru á hinn bóginn mikil og vonandi varanleg. Ný meðvitund um verðmæti náttúru landsins hefur orðið til meðal þjóðarinnar. Þetta sést til dæmis á því að nú hafa verið færðar til bókar hjá Skipulagsstofnun fleiri athugasemdir en nokkru sinni vegna virkjunar sem Orkuveitan vill ráðast í á Hengilssvæðinu. Á sínum tíma brugðust ýmsir úr stuðningshópi Kárahnjúkavirkjunar við spádómum um slæm áhrif á ferðaiðnaðinn með því að benda á að virkjunin gæti laðað að sér ferðamenn. Það er kaldhæðnislegt en tíminn hefur leitt í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér. Kárahnjúkavirkjun hefur örugglega orðið til þess að fleiri hafa heimsótt svæðið á framkvæmdatímanum en samanlagt áður en þær hófust. Og heimsóknirnar munu halda áfram. Fjölmargir munu örugglega gera sér ferð austur til að skoða ferlíkið, þar á meðal sjálfa aðalstífluna sem nær tæpa 200 metra upp til himins, bæði þeir sem studdu framkvæmdirnar en líka hinir sem voru þeim mótfallnir. Það yrði til að fullkomna fernuna, Gullfoss, Geysir, Bláa lónið og Kárahnjúkar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun