Chavez hótar spænskum fyrirtækjum Óli Tynes skrifar 15. nóvember 2007 14:48 Chavez er af mörgum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Hann kann því illa. Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. Konungur lét þessi hvössu orð falla á ráðstefnu spænsk-amerískra ríkja í Chile um síðustu helgi. Þar úthúðaði Chavez Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar. Kallaði hann meðal annars fasista. Núverandi forsætisráðherra Jose Luis Zapatero reyndi kurteislega að bera blak af fyrirrennara sínum. Hann sagði meðal annars við Chavez að það væri vel hægt að vera ósammála einhverjum án þess að uppnefna hann. Chavez lét sér ekki segjast og var með stöðug framíköll meðan Zapatero talaði. Spánarkonung brast þá þolinmæðin og hann hrópaði að Chaves; "Af hverju heldur þú ekki kjafti." Viðstaddir fréttamenn segja að þótt þetta hafi verið óvenjuleg kveðja á slíkum stað, hafi Spánarkonungur líklega talað fyrir munn margra. Chavez er enda stundum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Á blaðamannafundi sagði Chaves að konungurinn hefði misst stjórn á skapi sínu og það minnsta sem hann gæti gert væri að biðjast afsökunar. Og forsetinn lét á sér skilja að ef hann ekki gerði það, gæti syrt í álinn hjá spænskum fyrirtækjum í Venesúela; "Við höfum enga þörf fyrir Stantander og BBVA(spænskir bankar). Og það segir enginn að við getum ekki þjóðnýtt aftur það sem við höfum einkavætt." Á Spáni er Juan Carlos hinsvegar þjóðhetja. Brosandi út að eyrum segja Spánverjur hver öðrum að halda kjafti, af minnsta tilefni. Því er tekið með skellihlátri. En forseta Venesúela er ekki skemmt. Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. Konungur lét þessi hvössu orð falla á ráðstefnu spænsk-amerískra ríkja í Chile um síðustu helgi. Þar úthúðaði Chavez Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar. Kallaði hann meðal annars fasista. Núverandi forsætisráðherra Jose Luis Zapatero reyndi kurteislega að bera blak af fyrirrennara sínum. Hann sagði meðal annars við Chavez að það væri vel hægt að vera ósammála einhverjum án þess að uppnefna hann. Chavez lét sér ekki segjast og var með stöðug framíköll meðan Zapatero talaði. Spánarkonung brast þá þolinmæðin og hann hrópaði að Chaves; "Af hverju heldur þú ekki kjafti." Viðstaddir fréttamenn segja að þótt þetta hafi verið óvenjuleg kveðja á slíkum stað, hafi Spánarkonungur líklega talað fyrir munn margra. Chavez er enda stundum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Á blaðamannafundi sagði Chaves að konungurinn hefði misst stjórn á skapi sínu og það minnsta sem hann gæti gert væri að biðjast afsökunar. Og forsetinn lét á sér skilja að ef hann ekki gerði það, gæti syrt í álinn hjá spænskum fyrirtækjum í Venesúela; "Við höfum enga þörf fyrir Stantander og BBVA(spænskir bankar). Og það segir enginn að við getum ekki þjóðnýtt aftur það sem við höfum einkavætt." Á Spáni er Juan Carlos hinsvegar þjóðhetja. Brosandi út að eyrum segja Spánverjur hver öðrum að halda kjafti, af minnsta tilefni. Því er tekið með skellihlátri. En forseta Venesúela er ekki skemmt.
Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira