Hætta á harðri lendingu íslenska hagkerfisins 20. nóvember 2007 13:12 Seðlabanki Íslands. Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Í mati Standard & Poor's er óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar í erlendri mynt A+ fyrir langtímaskuldbindingar og A-1 fyrir skammtímaskuldbindingar. Matsfyrirtækið segir horfurnar endurspegla vaxandi og þrálátt ójafnvægi í hagkerfinu auk skorts á aðhaldi í ríkisfjármálum. Gengi íslensku krónunnar féll um tvö prósent við birtingu matsins og stendur gengisvísitalan í 121,8 stigum. Í matinu segir eftirfarandi: „Þótt skammtímaraunvextir Seðlabankans hafi farið yfir 8 prósent er virkni miðlunar peningastefnunnar takmörkuð af snarpri aukningu í erlendum lántökum heimila og lítilli svörun vaxta á íbúðalánum við auknu aðhaldi peningastefnunnar. Endurnýjaður vöxtur í neyslu og seinkun á aukningu útflutnings leiða til þess að viðskiptahallinn mun ekki lagast eins hratt og búist var við. Áframhald á mikilli lántöku til húsnæðiskaupa kyndir undir verðhækkunum á húsnæði sem aftur dregur úr hjöðnun verðbólgu. Þetta er undirrót þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í 13.75 prósent í nóvember 2007. Hagvöxtur hefur verið mikill í síðustu uppsveiflum í fjárfestingu og útlánum og á húsnæðismarkaði. En hægja mun óhjákvæmilega á honum þegar hagkerfið kólnar. Veruleg hætta er á að hagvöxtur dragist saman vegna áhrifa frá leiðréttingu á gengi, fasteignamarkaði eða lánamarkaði. Fjármál hins opinbera bötnuðu verulega í efnahagsuppsveiflunni. Afgangur af rekstri ríkis og sveitarfélaga var að meðaltali 5,6 prósent af VLF árin 2005-2007. Ásamt myndarlegum tekjum frá einkavæðingu mun þetta hjálpa til við að færa skuldir hins opinbera undir 10 prósent af VLF árið 2007 úr 38 prósent árið 2003. Hins vegar hafa óbeinar ábyrgðir vegna fjármálageirans vaxið mikið vegna hraðrar útlánaaukningar innanlands. Neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Sá efnahagssamdráttur sem nú er hafinn mun hjálpa til við að vinda ofan af efnahagslegu ójafnvægi en sú þróun mun líklega tefjast vegna áætlana um hraða aukningu á útgjöldum hins opinbera sem og því að stöðugt hefur mistekist að endurskipuleggja Íbúðalánasjóð. Í tengslum við háa og hækkandi innlenda og alþjóðlega vexti munu þessir þættir auka áhættuna af harðri lendingu íslenska hagkerfisins," segir í matinuMatið má lesa í heild sinni á vef Seðlabankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Í mati Standard & Poor's er óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar í erlendri mynt A+ fyrir langtímaskuldbindingar og A-1 fyrir skammtímaskuldbindingar. Matsfyrirtækið segir horfurnar endurspegla vaxandi og þrálátt ójafnvægi í hagkerfinu auk skorts á aðhaldi í ríkisfjármálum. Gengi íslensku krónunnar féll um tvö prósent við birtingu matsins og stendur gengisvísitalan í 121,8 stigum. Í matinu segir eftirfarandi: „Þótt skammtímaraunvextir Seðlabankans hafi farið yfir 8 prósent er virkni miðlunar peningastefnunnar takmörkuð af snarpri aukningu í erlendum lántökum heimila og lítilli svörun vaxta á íbúðalánum við auknu aðhaldi peningastefnunnar. Endurnýjaður vöxtur í neyslu og seinkun á aukningu útflutnings leiða til þess að viðskiptahallinn mun ekki lagast eins hratt og búist var við. Áframhald á mikilli lántöku til húsnæðiskaupa kyndir undir verðhækkunum á húsnæði sem aftur dregur úr hjöðnun verðbólgu. Þetta er undirrót þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í 13.75 prósent í nóvember 2007. Hagvöxtur hefur verið mikill í síðustu uppsveiflum í fjárfestingu og útlánum og á húsnæðismarkaði. En hægja mun óhjákvæmilega á honum þegar hagkerfið kólnar. Veruleg hætta er á að hagvöxtur dragist saman vegna áhrifa frá leiðréttingu á gengi, fasteignamarkaði eða lánamarkaði. Fjármál hins opinbera bötnuðu verulega í efnahagsuppsveiflunni. Afgangur af rekstri ríkis og sveitarfélaga var að meðaltali 5,6 prósent af VLF árin 2005-2007. Ásamt myndarlegum tekjum frá einkavæðingu mun þetta hjálpa til við að færa skuldir hins opinbera undir 10 prósent af VLF árið 2007 úr 38 prósent árið 2003. Hins vegar hafa óbeinar ábyrgðir vegna fjármálageirans vaxið mikið vegna hraðrar útlánaaukningar innanlands. Neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Sá efnahagssamdráttur sem nú er hafinn mun hjálpa til við að vinda ofan af efnahagslegu ójafnvægi en sú þróun mun líklega tefjast vegna áætlana um hraða aukningu á útgjöldum hins opinbera sem og því að stöðugt hefur mistekist að endurskipuleggja Íbúðalánasjóð. Í tengslum við háa og hækkandi innlenda og alþjóðlega vexti munu þessir þættir auka áhættuna af harðri lendingu íslenska hagkerfisins," segir í matinuMatið má lesa í heild sinni á vef Seðlabankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira