Árangur með samstilltu átaki Steinunn Stefánsdóttir skrifar 23. desember 2007 13:00 Íslendingar aka nú að meðaltali nærri þremur kílómetrum hægar á klukkustund en þeir gerðu í fyrra. Meðalhraðinn samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar á tíu stöðum á hringveginum var í fyrra 97 km á klukkustund en er í ár 94,1. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, benti á í frétt blaðsins í gær að þessi árangur væri meiri en kann að virðast í fyrstu og til að ná honum þurfi þúsundir bílstjóra að aka á 90 kílómetra hraða í stað 100. „Rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem meðalhraðinn er lægri fækkar banaslysum," segir Ágúst og nú þegar rúm vika er til áramóta eru banaslys í umferðinni tæpur helmingur miðað við árið í fyrra eða 15 á móti 31 árið 2006. Banaslys hafa ekki verið færri síðan árið 1997. Víst má telja að þarna sé samhengi á milli. Þó full ástæða sé til að fagna fækkun banaslysa má ekki gleyma því að bak við hvert slíkt slys er þungur harmur margs fólks. Hvert einasta banaslys í umferðinni er því í raun óásættanlegt. Einnig verður að hafa í huga allan þann fjölda fólks sem slasast og örkumlast í umferðarslysum. Þetta er stór hópur en lítið sýnilegur. Enn er því langt í land í baráttunni gegn umferðarslysum. En bílstjórar aka að jafnaði hægar en þeir gerðu áður og því ber að fagna. Þann árangur má þakka samverkandi þáttum; aukinni löggæslu, hærri sektum og einnig forvörnum og umræðu sem gert hafa almenning meðvitaðri en áður um alvarleika þess að aka of hratt. Af þessu má læra. Benda má á önnur dæmi um árangur sem hefur náðst með samstilltu átaki. Til dæmis hefur stórlega dregið úr reykingum síðustu áratugi sem þakka má forvörnum sem beinst hafa að börnum og ungmennum fyrst og fremst. Annað dæmi er unglingadrykkja sem fyrir fáum árum var samþykkt með aðgerðaleysi allra sem að komu en nú ríkir samkomulag um að líða ekki. Árangurinn mætti vissulega vera betri þar en hann er þó fyrir hendi. Dæmin sýna því að þjóðin getur staðið saman um að sporna við óheillaþróun, ekki síst þegar saman fer hugarfarsbreyting meðal almennings og aðgerðir stjórnvalda. Velta má fyrir sér hvort á sama hátt mætti stilla saman strengi og draga úr ofbeldi í samfélaginu; ofbeldi gegn börnum, sérstaklega kynferðislegt, kynbundið ofbeldi og líkamlegt ofbeldi eins og það birtist í barsmíðum einkum að næturlagi. Þetta ætti að vera hægt með samstilltu átaki. Aðkoma yfirvalda yrði þá aukin löggæsla og skilvirkari meðferð á kærum, ekki síst þegar um er að ræða ofbeldi gegn börnum, heimilisofbeldi og nauðganir. Refsingar fyrir ofbeldisbrot verða einnig að harðna. Hver og einn tekur svo þátt með því að líta í eigin barm, eins og almenningur hefur einmitt gert til dæmis með því að aka hægar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Íslendingar aka nú að meðaltali nærri þremur kílómetrum hægar á klukkustund en þeir gerðu í fyrra. Meðalhraðinn samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar á tíu stöðum á hringveginum var í fyrra 97 km á klukkustund en er í ár 94,1. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, benti á í frétt blaðsins í gær að þessi árangur væri meiri en kann að virðast í fyrstu og til að ná honum þurfi þúsundir bílstjóra að aka á 90 kílómetra hraða í stað 100. „Rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem meðalhraðinn er lægri fækkar banaslysum," segir Ágúst og nú þegar rúm vika er til áramóta eru banaslys í umferðinni tæpur helmingur miðað við árið í fyrra eða 15 á móti 31 árið 2006. Banaslys hafa ekki verið færri síðan árið 1997. Víst má telja að þarna sé samhengi á milli. Þó full ástæða sé til að fagna fækkun banaslysa má ekki gleyma því að bak við hvert slíkt slys er þungur harmur margs fólks. Hvert einasta banaslys í umferðinni er því í raun óásættanlegt. Einnig verður að hafa í huga allan þann fjölda fólks sem slasast og örkumlast í umferðarslysum. Þetta er stór hópur en lítið sýnilegur. Enn er því langt í land í baráttunni gegn umferðarslysum. En bílstjórar aka að jafnaði hægar en þeir gerðu áður og því ber að fagna. Þann árangur má þakka samverkandi þáttum; aukinni löggæslu, hærri sektum og einnig forvörnum og umræðu sem gert hafa almenning meðvitaðri en áður um alvarleika þess að aka of hratt. Af þessu má læra. Benda má á önnur dæmi um árangur sem hefur náðst með samstilltu átaki. Til dæmis hefur stórlega dregið úr reykingum síðustu áratugi sem þakka má forvörnum sem beinst hafa að börnum og ungmennum fyrst og fremst. Annað dæmi er unglingadrykkja sem fyrir fáum árum var samþykkt með aðgerðaleysi allra sem að komu en nú ríkir samkomulag um að líða ekki. Árangurinn mætti vissulega vera betri þar en hann er þó fyrir hendi. Dæmin sýna því að þjóðin getur staðið saman um að sporna við óheillaþróun, ekki síst þegar saman fer hugarfarsbreyting meðal almennings og aðgerðir stjórnvalda. Velta má fyrir sér hvort á sama hátt mætti stilla saman strengi og draga úr ofbeldi í samfélaginu; ofbeldi gegn börnum, sérstaklega kynferðislegt, kynbundið ofbeldi og líkamlegt ofbeldi eins og það birtist í barsmíðum einkum að næturlagi. Þetta ætti að vera hægt með samstilltu átaki. Aðkoma yfirvalda yrði þá aukin löggæsla og skilvirkari meðferð á kærum, ekki síst þegar um er að ræða ofbeldi gegn börnum, heimilisofbeldi og nauðganir. Refsingar fyrir ofbeldisbrot verða einnig að harðna. Hver og einn tekur svo þátt með því að líta í eigin barm, eins og almenningur hefur einmitt gert til dæmis með því að aka hægar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun