Vetrarstríð Novators við Finnana 9. janúar 2008 00:01 Björgólfur Thor Björgólfsson vill auka hagnað hluthafanna. Vill breyta skipulagi fyrirtækisins og gera það sveigjanlegra. Einn mest spennandi hluthafafundur í finnskri sögu er fram undan segja menn um komandi hluthafafund í Elisa. Þá takast á Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og stjórn og ýmsir finnskir hluthafar í fjarskiptafélaginu Elisa. Fundurinn, sem boðað er til að kröfu Novators, verður haldinn 21. janúar. Hann verður haldinn í skautahöllinni í Helsinki. Þar má koma fyrir þúsundum manna. Fari gólfflötur hússins undir íshokkí geta átta þúsund manns setið á áhorfendabekkjum. Þar eru jafnframt haldnir stórir rokktónleikar og ráðstefnur. Novator hefur lagt til breytingar á samþykktum félagsins og vill auk þess fá tvo menn í stjórn. Talsmenn félagsins segja að möguleikar þess séu vannýttir og vilja auka möguleika þess til útrásar og auka sveigjanleika í rekstri. Stjórn Elisa og ýmsir hluthafar hafa hins vegar vísað í ágætt gengi fyrirtækisins. Engu þurfi að breyta og bæta því við að framtíðarsýn Novators sé óskýr. „Þetta kemur á óvart. Þeir hafa í einkasamtölum aldrei gagnrýnt stefnuna, þvert á móti hafa þeir hrósað okkur fyrir gott gengi," sagði Pekka Ketonen, stjórnarformaður Elisa, í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu. Talsmenn Novators fullyrða að mánuðum saman hafi verið reynt að sannfæra stjórnina um ágæti nýrrar stefnu. Gegn finnska ríkinu og þjóðinniMálið hefur vakið mikla athygli í Finnlandi og víðar og hefur töluvert verið fjallað um það í ýmsum fjölmiðlum. Olli Kahkonen, hjá Greiningardeild Landsbankans í Finnlandi, segir að áhugi almennings í Finnlandi á málinu sé töluverður. Það skýrist ef til vill af því að mörg finnsk heimili eigi hlutabréf í félaginu. En fram hefur komið að eignaraðild í fyrirtækinu er mjög dreifð. Hluthafar eru yfir 237 þúsund talsins en Novator er samkvæmt nýjustu upplýsingum langstærsti einstaki hluthafinn. Finnsk heimili eiga hins vegar tæplega fjórðung hluta í félaginu, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Elisa. Fram kemur í finnskum fjölmiðlum að þúsundir hluthafa hafi falið samtökum fjárfesta umboð fyrir sig á hluthafafundinum 21. janúar. Samtökin hafa lýst andstöðu við hugmyndir Novators. Þó er enn óvíst hversu miklu atkvæðamagni samtökin munu ráða á hluthafafundinum. „Mér finnst fínt að Novator leggi áherslu á vöxt. Hins vegar hefur ekki verið kynnt áætlun sem tryggir vöxtinn með lítilli áhættu, að minnsta kosti ekkert í samræmi við núverandi áætlanir fyrirtækisins," segir Jarmo Leppiniemi, formaður samtaka finnskra fjárfesta. Þá á finnska ríkið 0,65 prósenta hlut í fyrirtækinu og hefur snúist á sveif með þeim sem lýsa andstöðu við hugmyndir Novators. Því má kannski með nokkrum rétti segja að Björgólfur berjist bæði gegn finnsku stjórninni og finnsku þjóðinni. „Þetta virðist vera skýrt merki um þjóðernishyggju sem verður til þess að hluthöfum er mismunað. Það er ekki gáfulegt að mismuna þeim sem ekki tala finnsku, ekki síst í ljósi þess að helmingur félagsins er í erlendri eigu," sagði Björgólfur Thor um viðbrögð Finna í viðtali við Helsingin Sanomat. Orri Hauksson, talsmaður Novators í Finnlandi, segir að einkum hafi verið rætt við erlenda fjárfesta, en þeir ráði yfir helmingi hlutafjár í Elisa. Útrás frá FinnlandiEn um hvað snýst málið? Frá því að Novator eignaðist hlut í Elisa, í ársbyrjun 2005, virðist reksturinn hafa gengið ágætlega ef marka má ummæli Pekka Ketonen í Fréttablaðinu. Þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu yfirleitt verið á leiðinni upp á við síðan. Var í kringum 12 í ársbyrjun 2005 og stendur í tæpum 22 þegar þetta er skrifað. Orri Hauksson hefur sagt að í Elisa liggi miklir vannýttir möguleikar, sem ekki verði séð að nýtist við núverandi skipulag. „Þarna er mikið af óinnleystum verðmætum í félaginu. Við viljum að félagið geti nýtt sér Finnland sem stökkpall til frekari útrásar, en það getur illa gerst við núverandi skipulag þess. Til þess þarf að auka sveigjanleikann." Björgólfur Thor Björgólfsson segir í viðtalinu við Helsingin Sanomat að eina markmið sitt sé að auka virði hluthafanna. Því hafi viðbrögð Finna komið sér verulega á óvart. Orri Hauksson hefur einnig sagt að Novator vilji einnig fá fulltrúa í stjórn Elisa þar sem ljóst sé að nú sé munur á stefnu stjórnarinnar og stærsta hluthafans. „Ég fæ ekki séð að við eigum að breyta skipulagi félagsins ef við vitum hvorki hver framtíðarsýn Novators er né hvernig slíkri sýn yrði hrint í framkvæmd," sagði Ketonen við Fréttablaðið og bætti því við því við að núverandi áætlanir Elisa pössuðu ekki vel við hugmyndir Novators. Tóm tjaraJarmo Leppiniemi Finnst hugmyndir Novators óskýrar. Treystir heldur núverandi stjórn fyrir framtíð fyrirtækisins.Meðal þess sem fram hefur komið í Finnlandi er að Novator vilji sameina Elisa öðru félagi á vaxandi markaði í Mið- og Austur-Evrópu. Þetta útspil sé fyrsta skrefið á lengri vegferð. Novator eigi tvö fjarskiptafyrirtæki í Póllandi og hyggi á sameiningar. Björgólfur blæs á þetta í viðtalinu við Helsingin Sanomat. „Orðið misskilningur dugar ekki til að lýsa þessu," segir Björgólfur. „Fullyrðingar um þetta eru tóm tjara." Ekki standi til að sameina Elisa og pólsku félögin. Fram kemur í Financial Times fyrir fáum vikum að núverandi stjórnendur Elisa séu gagnrýndir fyrir að hafa glatað tækifærum til útrásar til Rússlands og Eystrasaltslandanna. „Þeir haga sér eins og skriffinnar," var haft eftir Björgólfi í blaðinu og vísaði hann til stjórnar Elisa. Félagið væri rekið þannig að það stæði í stað. Stjórnin ráðlegði hluthöfum nú að rugga ekki bátnum. „En það er kominn tími til að taka í taumana," segir Björgólfur Thor. Barist um bréfin til síðasta dagsFinnsku tryggingafélögin og lífeyrissjóðirnir, sem eiga næststærsta hlutinn í Elisa á eftir Novator, hafa undanfarið aukið hlut sinn í félaginu. Þá hefur Novator aukið hlut sinn undanfarna daga, samkvæmt heimildum Markaðarins. Aukningin mun þó ekki vera teljandi. Ljóst er því að hörð barátta um framtíð félagsins er þegar hafin, ekki aðeins í fjölmiðlum, heldur einnig í kauphöllinni. Olli Kahkonen segir að síðasti dagurinn til að kaupa hlutabréf í félaginu til að öðlast atkvæðisrétt á fundinum hafi verið í gær. Þá hafi þúsundir Finna veitt samtökum fjárfesta þar í landi umboð til að fara með atkvæði sitt á fundinum. Hvað gerist 21. janúar?Viðmælendur Markaðarins fara varlega í að spá fyrir um niðurstöðu hluthafafundarins. Helming atkvæða á fundinum þarf til að leysa stjórnina frá störfum og kjósa nýja, en til að ná fram breytingu á samþykktum félagsins, eins og Novator leggur til, þarf samþykki fulltrúa fyrir tvo þriðju hlutafjár. Orri Hauksson segir að fundurinn verði sennilega sá mest spennandi í Finnlandi í lengri tíma. Menn séu bjartsýnir en hann vill ekki spá fyrir um útkomu. „Form og tímasetningar á því hvað við gerum eru í sjálfu sér ekkert trúaratriði." Aðalmálið sé að hluthafar njóti góðs af fyrirtækinu. Þá bætir Orri því við að þótt átök hafi verið um málið, sé það jákvætt að vitund hluthafanna, sem lengi hafi verið óvirkir, hafi aukist. Björgólfur Thor segist ekki vilja spá í niðurstöðuna fyrir fram, í viðtalinu við Helsingin Sanomat, hann ætli hins vegar alls ekki að missa af fundinum. Ketonen vildi lítið um þetta spá þegar fréttablaðið ræddi við hann fyrir nokkrum vikum. Jarmo Leppiniemi segir komandi fund mjög spennandi en telur að Novator verði undir í átökunum. Olli Kahkonen bendir á að nýlega hafi verið gerð skoðanakönnun sem sýni að meirihluti smærri hluthafa sé andsnúinn hugmyndum Novators. „En um niðurstöðu hluthafafundarins verður erfitt að spá. En víst er að þetta verður sennilega mest spennandi hluthafafundur sem haldinn hefur verið hér á landi." Undir smásjánni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Einn mest spennandi hluthafafundur í finnskri sögu er fram undan segja menn um komandi hluthafafund í Elisa. Þá takast á Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og stjórn og ýmsir finnskir hluthafar í fjarskiptafélaginu Elisa. Fundurinn, sem boðað er til að kröfu Novators, verður haldinn 21. janúar. Hann verður haldinn í skautahöllinni í Helsinki. Þar má koma fyrir þúsundum manna. Fari gólfflötur hússins undir íshokkí geta átta þúsund manns setið á áhorfendabekkjum. Þar eru jafnframt haldnir stórir rokktónleikar og ráðstefnur. Novator hefur lagt til breytingar á samþykktum félagsins og vill auk þess fá tvo menn í stjórn. Talsmenn félagsins segja að möguleikar þess séu vannýttir og vilja auka möguleika þess til útrásar og auka sveigjanleika í rekstri. Stjórn Elisa og ýmsir hluthafar hafa hins vegar vísað í ágætt gengi fyrirtækisins. Engu þurfi að breyta og bæta því við að framtíðarsýn Novators sé óskýr. „Þetta kemur á óvart. Þeir hafa í einkasamtölum aldrei gagnrýnt stefnuna, þvert á móti hafa þeir hrósað okkur fyrir gott gengi," sagði Pekka Ketonen, stjórnarformaður Elisa, í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu. Talsmenn Novators fullyrða að mánuðum saman hafi verið reynt að sannfæra stjórnina um ágæti nýrrar stefnu. Gegn finnska ríkinu og þjóðinniMálið hefur vakið mikla athygli í Finnlandi og víðar og hefur töluvert verið fjallað um það í ýmsum fjölmiðlum. Olli Kahkonen, hjá Greiningardeild Landsbankans í Finnlandi, segir að áhugi almennings í Finnlandi á málinu sé töluverður. Það skýrist ef til vill af því að mörg finnsk heimili eigi hlutabréf í félaginu. En fram hefur komið að eignaraðild í fyrirtækinu er mjög dreifð. Hluthafar eru yfir 237 þúsund talsins en Novator er samkvæmt nýjustu upplýsingum langstærsti einstaki hluthafinn. Finnsk heimili eiga hins vegar tæplega fjórðung hluta í félaginu, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Elisa. Fram kemur í finnskum fjölmiðlum að þúsundir hluthafa hafi falið samtökum fjárfesta umboð fyrir sig á hluthafafundinum 21. janúar. Samtökin hafa lýst andstöðu við hugmyndir Novators. Þó er enn óvíst hversu miklu atkvæðamagni samtökin munu ráða á hluthafafundinum. „Mér finnst fínt að Novator leggi áherslu á vöxt. Hins vegar hefur ekki verið kynnt áætlun sem tryggir vöxtinn með lítilli áhættu, að minnsta kosti ekkert í samræmi við núverandi áætlanir fyrirtækisins," segir Jarmo Leppiniemi, formaður samtaka finnskra fjárfesta. Þá á finnska ríkið 0,65 prósenta hlut í fyrirtækinu og hefur snúist á sveif með þeim sem lýsa andstöðu við hugmyndir Novators. Því má kannski með nokkrum rétti segja að Björgólfur berjist bæði gegn finnsku stjórninni og finnsku þjóðinni. „Þetta virðist vera skýrt merki um þjóðernishyggju sem verður til þess að hluthöfum er mismunað. Það er ekki gáfulegt að mismuna þeim sem ekki tala finnsku, ekki síst í ljósi þess að helmingur félagsins er í erlendri eigu," sagði Björgólfur Thor um viðbrögð Finna í viðtali við Helsingin Sanomat. Orri Hauksson, talsmaður Novators í Finnlandi, segir að einkum hafi verið rætt við erlenda fjárfesta, en þeir ráði yfir helmingi hlutafjár í Elisa. Útrás frá FinnlandiEn um hvað snýst málið? Frá því að Novator eignaðist hlut í Elisa, í ársbyrjun 2005, virðist reksturinn hafa gengið ágætlega ef marka má ummæli Pekka Ketonen í Fréttablaðinu. Þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu yfirleitt verið á leiðinni upp á við síðan. Var í kringum 12 í ársbyrjun 2005 og stendur í tæpum 22 þegar þetta er skrifað. Orri Hauksson hefur sagt að í Elisa liggi miklir vannýttir möguleikar, sem ekki verði séð að nýtist við núverandi skipulag. „Þarna er mikið af óinnleystum verðmætum í félaginu. Við viljum að félagið geti nýtt sér Finnland sem stökkpall til frekari útrásar, en það getur illa gerst við núverandi skipulag þess. Til þess þarf að auka sveigjanleikann." Björgólfur Thor Björgólfsson segir í viðtalinu við Helsingin Sanomat að eina markmið sitt sé að auka virði hluthafanna. Því hafi viðbrögð Finna komið sér verulega á óvart. Orri Hauksson hefur einnig sagt að Novator vilji einnig fá fulltrúa í stjórn Elisa þar sem ljóst sé að nú sé munur á stefnu stjórnarinnar og stærsta hluthafans. „Ég fæ ekki séð að við eigum að breyta skipulagi félagsins ef við vitum hvorki hver framtíðarsýn Novators er né hvernig slíkri sýn yrði hrint í framkvæmd," sagði Ketonen við Fréttablaðið og bætti því við því við að núverandi áætlanir Elisa pössuðu ekki vel við hugmyndir Novators. Tóm tjaraJarmo Leppiniemi Finnst hugmyndir Novators óskýrar. Treystir heldur núverandi stjórn fyrir framtíð fyrirtækisins.Meðal þess sem fram hefur komið í Finnlandi er að Novator vilji sameina Elisa öðru félagi á vaxandi markaði í Mið- og Austur-Evrópu. Þetta útspil sé fyrsta skrefið á lengri vegferð. Novator eigi tvö fjarskiptafyrirtæki í Póllandi og hyggi á sameiningar. Björgólfur blæs á þetta í viðtalinu við Helsingin Sanomat. „Orðið misskilningur dugar ekki til að lýsa þessu," segir Björgólfur. „Fullyrðingar um þetta eru tóm tjara." Ekki standi til að sameina Elisa og pólsku félögin. Fram kemur í Financial Times fyrir fáum vikum að núverandi stjórnendur Elisa séu gagnrýndir fyrir að hafa glatað tækifærum til útrásar til Rússlands og Eystrasaltslandanna. „Þeir haga sér eins og skriffinnar," var haft eftir Björgólfi í blaðinu og vísaði hann til stjórnar Elisa. Félagið væri rekið þannig að það stæði í stað. Stjórnin ráðlegði hluthöfum nú að rugga ekki bátnum. „En það er kominn tími til að taka í taumana," segir Björgólfur Thor. Barist um bréfin til síðasta dagsFinnsku tryggingafélögin og lífeyrissjóðirnir, sem eiga næststærsta hlutinn í Elisa á eftir Novator, hafa undanfarið aukið hlut sinn í félaginu. Þá hefur Novator aukið hlut sinn undanfarna daga, samkvæmt heimildum Markaðarins. Aukningin mun þó ekki vera teljandi. Ljóst er því að hörð barátta um framtíð félagsins er þegar hafin, ekki aðeins í fjölmiðlum, heldur einnig í kauphöllinni. Olli Kahkonen segir að síðasti dagurinn til að kaupa hlutabréf í félaginu til að öðlast atkvæðisrétt á fundinum hafi verið í gær. Þá hafi þúsundir Finna veitt samtökum fjárfesta þar í landi umboð til að fara með atkvæði sitt á fundinum. Hvað gerist 21. janúar?Viðmælendur Markaðarins fara varlega í að spá fyrir um niðurstöðu hluthafafundarins. Helming atkvæða á fundinum þarf til að leysa stjórnina frá störfum og kjósa nýja, en til að ná fram breytingu á samþykktum félagsins, eins og Novator leggur til, þarf samþykki fulltrúa fyrir tvo þriðju hlutafjár. Orri Hauksson segir að fundurinn verði sennilega sá mest spennandi í Finnlandi í lengri tíma. Menn séu bjartsýnir en hann vill ekki spá fyrir um útkomu. „Form og tímasetningar á því hvað við gerum eru í sjálfu sér ekkert trúaratriði." Aðalmálið sé að hluthafar njóti góðs af fyrirtækinu. Þá bætir Orri því við að þótt átök hafi verið um málið, sé það jákvætt að vitund hluthafanna, sem lengi hafi verið óvirkir, hafi aukist. Björgólfur Thor segist ekki vilja spá í niðurstöðuna fyrir fram, í viðtalinu við Helsingin Sanomat, hann ætli hins vegar alls ekki að missa af fundinum. Ketonen vildi lítið um þetta spá þegar fréttablaðið ræddi við hann fyrir nokkrum vikum. Jarmo Leppiniemi segir komandi fund mjög spennandi en telur að Novator verði undir í átökunum. Olli Kahkonen bendir á að nýlega hafi verið gerð skoðanakönnun sem sýni að meirihluti smærri hluthafa sé andsnúinn hugmyndum Novators. „En um niðurstöðu hluthafafundarins verður erfitt að spá. En víst er að þetta verður sennilega mest spennandi hluthafafundur sem haldinn hefur verið hér á landi."
Undir smásjánni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira