Meiri en hollt er Þorsteinn Pálsson skrifar 13. janúar 2008 06:00 Það er misskilningur að valdaleysi á Alþingi þýði sjálfkrafa algjört áhrifaleysi. Alkunna er að djúp málefnaleg gjá skilur á milli Vinstri græns og annarra þingflokka. Það er helsta ástæðan fyrir því að hvorki Samfylkingin né Sjálfstæðisflokkurinn sáu kost í að leita hófanna þangað um ríkisstjórnarsamstarf. En pólitíkin er flókin í eðli sínu. Þrátt fyrir djúpa málefnalega gjá getur Vinstri grænt gengið þurrum fótum yfir brýr að mismunandi jaðarfylgi í báðum stjórnarflokkunum. Það er einkum á sviði andstöðu við nauðsynlega þátttöku í opnu alþjóðlegu peningamálaumhverfi og andstöðu við nýmæli í atvinnusköpun sem Vinstri grænt sýnist með nokkrum árangri ná að jöðrum stjórnarflokkanna. Hér skulu nefnd tvö dæmi: Innan ríkisstjórnarinnar hefur verð hörð andstaða við uppbyggingu nýrrar orkufrekrar atvinnustarfsemi. Þau nýmæli sem hafa verið á döfinni í þessum efnum eins og netþjónabú og sólarrafhlöðuframleiðsla hafa þann kost umfram álframleiðslu að mengunaráhrif þeirra eru engin eða óveruleg. Forsenda þessarar atvinnunýsköpunar er virkjun neðri hluta Þjórsár. Eindregin andstaða Vinstri græns við þau virkjunaráform eins og öll önnur hefur augljós jaðaráhrif inn í ríkisstjórnina. Eins og sakir standa er þó ekki ljóst hvort þau áhrif duga til að bregða fæti fyrir framfarir á þessu sviði. Ýmis fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að gera reikninga sína upp í erlendri mynt. Ástæðan er fyrst og fremst sú að íslenska krónan hefur sveiflast meir en þær myntir sem mest eru ráðandi í viðskipta- og samkeppnislöndunum. Þær aðstæður draga úr samkeppnishæfni Íslands. Óháð ólíkum sjónarmiðum um hvort kasta eigi krónunni er eðlilegt að fyrirtæki bregðist við ríkjandi aðstæðum á þessu sviði í þeim tilgangi að bæta samkeppnisstöðu sína. Eitt af þeim eðlilegu og sjálfsögðu ráðum sem fyrirtæki eiga að geta gripið til er að gera upp eða skrá hlutabréf í þeirri mynt sem hagfelldust er. Íslensk löggjöf gerir ráð fyrir því. Innan stjórnkerfisins hefur hins vegar gætt vilja til þess að nota eða beinlínis búa til tæknilegar hindranir til að bregða fæti fyrir fyrirtæki sem vilja gera ráðstafanir af þessu tagi. Hér er um að ræða augljós jaðaráhrif frá stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í peningamálum. Þar á bæ er litið á krónuna sem óhjákvæmilegan lið í fullveldi landsins. Það er talið veikja fullveldið og sjálfstæða peningamálastjórn ef íslensk alþjóðafyrirtæki gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt. Kaupþing er eitt þessara fyrirtækja. Enn er ekki ljóst hvaða úrlausn stjórnsýslukæra þess um þetta efni fær. Þeir tafaleikir sem stjórnkerfið hefur leikið fram til þessa vekja upp spurningar um hvort þar innan dyra geti menn hugsað sér að fórna eðlilegum nútímaleikreglum í þeim eina sýnilega tilgangi að halda opnum jaðartengslum við Vinstri grænt með því að þrengja að stöðu íslenskra fyrirtækja á alþjóðamarkaði. Synjun erindis Kaupþings væri vísbending í þá veru. Umfram allt fælist þó í henni afturhvarf og slæm skilaboð út á markaðinn. Atburðir síðustu vikna á hlutabréfamarkaðnum staðfesta hversu mikilvægt er að tryggja samkeppnisstöðu íslenskra fjármála- og atvinnufyrirtækja sem best. Möguleg jaðaráhrif Vinstri græns gætu orðið meiri en hollt er þegar full þörf er á nýrri viðspyrnu og sókn í atvinnustarfsemi sem snýst um rekstur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Það er misskilningur að valdaleysi á Alþingi þýði sjálfkrafa algjört áhrifaleysi. Alkunna er að djúp málefnaleg gjá skilur á milli Vinstri græns og annarra þingflokka. Það er helsta ástæðan fyrir því að hvorki Samfylkingin né Sjálfstæðisflokkurinn sáu kost í að leita hófanna þangað um ríkisstjórnarsamstarf. En pólitíkin er flókin í eðli sínu. Þrátt fyrir djúpa málefnalega gjá getur Vinstri grænt gengið þurrum fótum yfir brýr að mismunandi jaðarfylgi í báðum stjórnarflokkunum. Það er einkum á sviði andstöðu við nauðsynlega þátttöku í opnu alþjóðlegu peningamálaumhverfi og andstöðu við nýmæli í atvinnusköpun sem Vinstri grænt sýnist með nokkrum árangri ná að jöðrum stjórnarflokkanna. Hér skulu nefnd tvö dæmi: Innan ríkisstjórnarinnar hefur verð hörð andstaða við uppbyggingu nýrrar orkufrekrar atvinnustarfsemi. Þau nýmæli sem hafa verið á döfinni í þessum efnum eins og netþjónabú og sólarrafhlöðuframleiðsla hafa þann kost umfram álframleiðslu að mengunaráhrif þeirra eru engin eða óveruleg. Forsenda þessarar atvinnunýsköpunar er virkjun neðri hluta Þjórsár. Eindregin andstaða Vinstri græns við þau virkjunaráform eins og öll önnur hefur augljós jaðaráhrif inn í ríkisstjórnina. Eins og sakir standa er þó ekki ljóst hvort þau áhrif duga til að bregða fæti fyrir framfarir á þessu sviði. Ýmis fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að gera reikninga sína upp í erlendri mynt. Ástæðan er fyrst og fremst sú að íslenska krónan hefur sveiflast meir en þær myntir sem mest eru ráðandi í viðskipta- og samkeppnislöndunum. Þær aðstæður draga úr samkeppnishæfni Íslands. Óháð ólíkum sjónarmiðum um hvort kasta eigi krónunni er eðlilegt að fyrirtæki bregðist við ríkjandi aðstæðum á þessu sviði í þeim tilgangi að bæta samkeppnisstöðu sína. Eitt af þeim eðlilegu og sjálfsögðu ráðum sem fyrirtæki eiga að geta gripið til er að gera upp eða skrá hlutabréf í þeirri mynt sem hagfelldust er. Íslensk löggjöf gerir ráð fyrir því. Innan stjórnkerfisins hefur hins vegar gætt vilja til þess að nota eða beinlínis búa til tæknilegar hindranir til að bregða fæti fyrir fyrirtæki sem vilja gera ráðstafanir af þessu tagi. Hér er um að ræða augljós jaðaráhrif frá stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í peningamálum. Þar á bæ er litið á krónuna sem óhjákvæmilegan lið í fullveldi landsins. Það er talið veikja fullveldið og sjálfstæða peningamálastjórn ef íslensk alþjóðafyrirtæki gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt. Kaupþing er eitt þessara fyrirtækja. Enn er ekki ljóst hvaða úrlausn stjórnsýslukæra þess um þetta efni fær. Þeir tafaleikir sem stjórnkerfið hefur leikið fram til þessa vekja upp spurningar um hvort þar innan dyra geti menn hugsað sér að fórna eðlilegum nútímaleikreglum í þeim eina sýnilega tilgangi að halda opnum jaðartengslum við Vinstri grænt með því að þrengja að stöðu íslenskra fyrirtækja á alþjóðamarkaði. Synjun erindis Kaupþings væri vísbending í þá veru. Umfram allt fælist þó í henni afturhvarf og slæm skilaboð út á markaðinn. Atburðir síðustu vikna á hlutabréfamarkaðnum staðfesta hversu mikilvægt er að tryggja samkeppnisstöðu íslenskra fjármála- og atvinnufyrirtækja sem best. Möguleg jaðaráhrif Vinstri græns gætu orðið meiri en hollt er þegar full þörf er á nýrri viðspyrnu og sókn í atvinnustarfsemi sem snýst um rekstur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun