Aftur á byrjunarreit Jón Kaldal skrifar 31. janúar 2008 07:00 Nýjum borgarstjóra voru afhentar í gær um tvö þúsund undirskriftir fólks sem mótmælir niðurrifi í miðbænum. Það sem ýtti við þessum hópi er fyrst og fremst fyrirhugað niðurrif á húsinu sem hýsir uppáhaldsbarinn þeirra, Sirkus við Klapparstíg. Um Sirkushúsið gildir það sama og um Laugaveg 4 og 6. Undanfarin ár hefur Húsafriðunarnefnd ítrekað kosið að hafa þessi hús ekki með á lista yfir þau hús í miðbænum sem ber að vernda. Skoðun nefndarinnar á húsunum við Laugaveg breyttist á dögunum, eins og kunnugt er. Munu borgarbúar fyrir vikið þurfa að bera um 600 milljóna króna kostnað af þeim sökum. Til að setja þá tölu í samhengi má nefna að fyrir þessa upphæð mætti til dæmis tryggja veru lækna í sjúkrabílum næstu tuttugu ár, en þeim hefur nú verið úthýst þaðan í sparnaðarskyni. En gott og vel, ef þetta væri aðeins eitt afmarkað fjárhagstjón og ávinningurinn væri betri miðborg um alla framtíð, mætti eflaust verja þennan gjörning nýja meirihlutans. En málið er öllu alvarlegra og flóknara en svo. Kaupin á húsunum við Laugaveg 4 og 6 kollvarpa í raun húsverndar- og skipulagsstefnu í miðbænum, eins og hún var mörkuð Þróunaráætlun miðborgar árið 2000. Undanfarnar vikur hafa margir orðið til þess að lýsa eftir heildarsýn í húsaverndun í miðborginni. Á þeim nótum hefur meðal annars verið lykilfólk í þessari umræðu allri, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Nikulás Úlfar Másson, framkvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar. Sú sýn liggur þó ljós fyrir í Þróunaráætlun miðborgarinnar frá árinu 2000. Allir þeir sem hafa galað hvað hæst um skort á heildarhugsun hefðu gott af því að kynna sér þá áætlun. Hún var afrakstur vinnu sem var ráðist í með það fyrir augum að svara neyðarkalli kaupmanna og annarra aðila sem ráku þjónustu í miðbænum. Þeir þurftu hjálp til að snúa vörn í sókn gagnvart Kringlunni og þeim fyrirséða úthverfaverslunarmiðstöðvakúltúr, sem var að mótast um síðustu aldamót, og hefur fest sig í sessi með Smáralindinni. Með kaupunum á Laugavegi 4 og 6 er búið að skutla heildarsýn Þróunaráætlunar miðborgar út um gluggann. Málið er komið á byrjunarreit. Framundan sýnist manni vera barátta þar sem verður barist frá húsi til húss, án þess að nokkur hafi hugmynd um hvar og hvernig stríðið muni enda. Þetta ástand er óþolandi fyrir miðbæinn og þá aðila sem hafa unnið þar að þróun skipulags með borgaryfirvöldum. Ómögulegt er að fá skýr svör frá nýjum meirihluta um hvort ný stefna hafi verið mörkuð í húsverndun og skipulagi í miðbænum. Hitt liggur fyrir að með kaupunum á Laugavegi 4 og 6 er búið að margfalda markaðsverð á óbyggðu byggingarsvæði í miðbænum. Og það þýðir gríðarleg fjárútlát fyrir borgina, eða ríkissjóð eftir atvikum, ef fleiri hús verða friðuð. En það þýðir líka að þróun á uppbyggingu og viðgangi verslunar, þjónustu og íbúðahúsnæði í miðbænum á vegum einstaklinga hefur verið hafnað, og í staðinn tekin upp opinber niðurgreidd byggingarstefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Nýjum borgarstjóra voru afhentar í gær um tvö þúsund undirskriftir fólks sem mótmælir niðurrifi í miðbænum. Það sem ýtti við þessum hópi er fyrst og fremst fyrirhugað niðurrif á húsinu sem hýsir uppáhaldsbarinn þeirra, Sirkus við Klapparstíg. Um Sirkushúsið gildir það sama og um Laugaveg 4 og 6. Undanfarin ár hefur Húsafriðunarnefnd ítrekað kosið að hafa þessi hús ekki með á lista yfir þau hús í miðbænum sem ber að vernda. Skoðun nefndarinnar á húsunum við Laugaveg breyttist á dögunum, eins og kunnugt er. Munu borgarbúar fyrir vikið þurfa að bera um 600 milljóna króna kostnað af þeim sökum. Til að setja þá tölu í samhengi má nefna að fyrir þessa upphæð mætti til dæmis tryggja veru lækna í sjúkrabílum næstu tuttugu ár, en þeim hefur nú verið úthýst þaðan í sparnaðarskyni. En gott og vel, ef þetta væri aðeins eitt afmarkað fjárhagstjón og ávinningurinn væri betri miðborg um alla framtíð, mætti eflaust verja þennan gjörning nýja meirihlutans. En málið er öllu alvarlegra og flóknara en svo. Kaupin á húsunum við Laugaveg 4 og 6 kollvarpa í raun húsverndar- og skipulagsstefnu í miðbænum, eins og hún var mörkuð Þróunaráætlun miðborgar árið 2000. Undanfarnar vikur hafa margir orðið til þess að lýsa eftir heildarsýn í húsaverndun í miðborginni. Á þeim nótum hefur meðal annars verið lykilfólk í þessari umræðu allri, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Nikulás Úlfar Másson, framkvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar. Sú sýn liggur þó ljós fyrir í Þróunaráætlun miðborgarinnar frá árinu 2000. Allir þeir sem hafa galað hvað hæst um skort á heildarhugsun hefðu gott af því að kynna sér þá áætlun. Hún var afrakstur vinnu sem var ráðist í með það fyrir augum að svara neyðarkalli kaupmanna og annarra aðila sem ráku þjónustu í miðbænum. Þeir þurftu hjálp til að snúa vörn í sókn gagnvart Kringlunni og þeim fyrirséða úthverfaverslunarmiðstöðvakúltúr, sem var að mótast um síðustu aldamót, og hefur fest sig í sessi með Smáralindinni. Með kaupunum á Laugavegi 4 og 6 er búið að skutla heildarsýn Þróunaráætlunar miðborgar út um gluggann. Málið er komið á byrjunarreit. Framundan sýnist manni vera barátta þar sem verður barist frá húsi til húss, án þess að nokkur hafi hugmynd um hvar og hvernig stríðið muni enda. Þetta ástand er óþolandi fyrir miðbæinn og þá aðila sem hafa unnið þar að þróun skipulags með borgaryfirvöldum. Ómögulegt er að fá skýr svör frá nýjum meirihluta um hvort ný stefna hafi verið mörkuð í húsverndun og skipulagi í miðbænum. Hitt liggur fyrir að með kaupunum á Laugavegi 4 og 6 er búið að margfalda markaðsverð á óbyggðu byggingarsvæði í miðbænum. Og það þýðir gríðarleg fjárútlát fyrir borgina, eða ríkissjóð eftir atvikum, ef fleiri hús verða friðuð. En það þýðir líka að þróun á uppbyggingu og viðgangi verslunar, þjónustu og íbúðahúsnæði í miðbænum á vegum einstaklinga hefur verið hafnað, og í staðinn tekin upp opinber niðurgreidd byggingarstefna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun