Heiðarleiki Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 12. febrúar 2008 06:00 Ég var skínandi ánægð þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var kjörinn borgarstjóri á sínum tíma. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, sló á putta uppskafninga og framapotara og sýndi hvernig alvöru stjórnmálamenn af gamla skólanum gera. Hver man ekki eftir því þegar hann barði út spillinguna úr borgarstjórastóli þegar sýnt þótti að Þórólfur Árnason hafði gert mistök sem bitnað höfðu á borgarbúum? Slíkan mann vildi Villi ekki hafa sem borgarstjóra. Ég fletti gömlum Fréttablöðum frá því spillingarmál Þórólfs stóð sem hæst og vil fá að vitna til orða Vilhjálms á þessum tíma en öll hans ummæli leiftra af ábyrgð, festu og heiðarleika mikilvægustu eiginleikum góðra stjórnmálamanna. 30. júlí 2003 tjáði Vilhjálmur sig um mistök Þórólfs við Fréttablaðið: „Hann er ekki að segja satt og rétt frá og vísa ég til hans eigin gagna því til stuðnings," sagði Vilhjálmur og hélt áfram: „Ég tel að hann hafi verið einn af helstu forystumönnum olíufélaganna um ólögmætt verðsamráð sem bitnaði meðal annars á borgarfyrirtækjum. Ég skil ekki hvernig hann getur sagt núna að hann hafi ekkert vitað um þetta. Það er mjög alvarlegt mál þegar stjórnmálamenn segja ekki satt og rétt frá. Ég get einfaldlega sagt það að ef að ég væri staðinn að svona löguðu þá myndi ég segja af mér. Hann verður hins vegar að gera þetta sjálfur upp við sína samvisku." Vilhjálmur kærði sig heldur ekki um að valdafólk kæmist upp með ódýrar afsakanir. Hann blés því á afsakanir Þórólfs, lét hann ekki komast upp með neinn moðreyk og sagði svör og afsakanir þáverandi borgarstjóra ekki trúanleg. Það sem fær mig þó endanlega til að sannfærast um að mann eins og Vilhjálm sé nauðsynlegt að fá aftur sem borgarstjóra eru þó ummæli sem birtust 22. ágúst 2003 í Fréttablaðinu eftir að Hjörleifur Kvaran, þáverandi borgarlögmaður, sagði að olíufélögin og forráðamenn þeirra kynnu að hafa skapað sér skaðabótaábyrgð gagnvart Reykjavíkurborg. „Þórólfur segir að hann hafi bara fengið tölur frá forstjóranum og ekki vitað hvað hann var að skrifa undir. Það er nú ekki merkilegt svar. Ég held að það sé ekki hægt að túlka svar borgarlögmanns með öðrum hætti en að hugsanlegar kröfur borgarinnar geti beinst að Þórólfi Árnasyni." Vilhjálmur er maður sem er tilbúinn að axla ábyrgð og heimtar skaðabætur fyrir borgarbúa ef illa er með þá farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Ég var skínandi ánægð þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var kjörinn borgarstjóri á sínum tíma. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, sló á putta uppskafninga og framapotara og sýndi hvernig alvöru stjórnmálamenn af gamla skólanum gera. Hver man ekki eftir því þegar hann barði út spillinguna úr borgarstjórastóli þegar sýnt þótti að Þórólfur Árnason hafði gert mistök sem bitnað höfðu á borgarbúum? Slíkan mann vildi Villi ekki hafa sem borgarstjóra. Ég fletti gömlum Fréttablöðum frá því spillingarmál Þórólfs stóð sem hæst og vil fá að vitna til orða Vilhjálms á þessum tíma en öll hans ummæli leiftra af ábyrgð, festu og heiðarleika mikilvægustu eiginleikum góðra stjórnmálamanna. 30. júlí 2003 tjáði Vilhjálmur sig um mistök Þórólfs við Fréttablaðið: „Hann er ekki að segja satt og rétt frá og vísa ég til hans eigin gagna því til stuðnings," sagði Vilhjálmur og hélt áfram: „Ég tel að hann hafi verið einn af helstu forystumönnum olíufélaganna um ólögmætt verðsamráð sem bitnaði meðal annars á borgarfyrirtækjum. Ég skil ekki hvernig hann getur sagt núna að hann hafi ekkert vitað um þetta. Það er mjög alvarlegt mál þegar stjórnmálamenn segja ekki satt og rétt frá. Ég get einfaldlega sagt það að ef að ég væri staðinn að svona löguðu þá myndi ég segja af mér. Hann verður hins vegar að gera þetta sjálfur upp við sína samvisku." Vilhjálmur kærði sig heldur ekki um að valdafólk kæmist upp með ódýrar afsakanir. Hann blés því á afsakanir Þórólfs, lét hann ekki komast upp með neinn moðreyk og sagði svör og afsakanir þáverandi borgarstjóra ekki trúanleg. Það sem fær mig þó endanlega til að sannfærast um að mann eins og Vilhjálm sé nauðsynlegt að fá aftur sem borgarstjóra eru þó ummæli sem birtust 22. ágúst 2003 í Fréttablaðinu eftir að Hjörleifur Kvaran, þáverandi borgarlögmaður, sagði að olíufélögin og forráðamenn þeirra kynnu að hafa skapað sér skaðabótaábyrgð gagnvart Reykjavíkurborg. „Þórólfur segir að hann hafi bara fengið tölur frá forstjóranum og ekki vitað hvað hann var að skrifa undir. Það er nú ekki merkilegt svar. Ég held að það sé ekki hægt að túlka svar borgarlögmanns með öðrum hætti en að hugsanlegar kröfur borgarinnar geti beinst að Þórólfi Árnasyni." Vilhjálmur er maður sem er tilbúinn að axla ábyrgð og heimtar skaðabætur fyrir borgarbúa ef illa er með þá farið.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun