Kanasöknuður Gunnar Hjálmarsson skrifar 21. febrúar 2008 08:00 Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að segja þetta, en ég sakna Kanans á Miðnesheiði. Hann yfirgaf okkur með lágværu blístri, fánar voru dregnir niður og svo var þetta, sem hafði skipt þjóðinni í tvennt áratugum saman, bara búið. Aldrei hefur okkur verið sýnt jafn augljóslega fram á að það sem skiptir öllu máli í dag, skiptir engu máli á morgun. Allt er hjómið eitt, ekkert skiptir máli á endanum - í hinu stóra samhengi. Ég gerði mér grein fyrir söknuði mínum þegar ég keyrði eftir Grensásveginum. Ég fann að ég saknaði Sölu varnarliðseigna. Þar var lítið að hafa nema misónýtt drasl frá Kananum sem smjörgreiddir íslenskir karlar seldu með alltof miklum þjósti eins og þeir væru að gera manni stórgreiða með því að leyfa manni að kaupa pakka af útrunnu tyggjói. En ég sakna búðarinnar samt og þess lúxus að finna stolt mitt niðurlægt í þjóðernislegu tilliti. Það er miklu erfiðara að berja sér á brjóst þegar andstæðingurinn hefur gefist upp. Í gráblautri íslenskri tilverunni var dulmagn Kanans mikið. Búandi svona einangrað úti á miðju ballarhafi voru það forréttindi að geta þefað af öðrum heimi, sérlega heppilegt að á pínulitlum bletti á okkar pínulitla bletti væri annar veruleiki vel varinn innan girðingar. Manni fannst spennandi að horfa í gegnum girðinguna og í þau fáu skipti sem maður slapp inn var það ævintýri líkast. Ævintýri þrungið af skömm og særðu ættjarðarstolti en ævintýri engu að síður. Einu sinni átti ég ameríska kærustu og við fórum á völlinn. Öruggisgæslan var nú ekki meira en svo að það var nóg að hún talaði með suðarríkjahreimi við broddaklippta unglinginn í hliðinu til að við kæmumst inn. Ég hefði getað verið stórhættulegur hryðjuverkamaður og skottið fullt af sprengjum. Við rúntuðum um svæðið og fórum í búðina. Hvílíkt góss og á hvílíkum prís! Nýlega fór ég að heimsækja vini míni sem hafa komið sér fyrir í gamalli Kanablokk. Það var hálf óraunveruleg upplifun í ljósi sögunnar. Svona bjó þá verndarinn. Við fórum í búðina sem ég hafði farið í forðum. Henni hefur nú verið breytt í alíslenska verslun með alíslensku vöruúrvali og þess sem verst er, alíslensku verði. Þá fattaði ég hvers ég sakna mest við Kanann. Farmsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun
Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að segja þetta, en ég sakna Kanans á Miðnesheiði. Hann yfirgaf okkur með lágværu blístri, fánar voru dregnir niður og svo var þetta, sem hafði skipt þjóðinni í tvennt áratugum saman, bara búið. Aldrei hefur okkur verið sýnt jafn augljóslega fram á að það sem skiptir öllu máli í dag, skiptir engu máli á morgun. Allt er hjómið eitt, ekkert skiptir máli á endanum - í hinu stóra samhengi. Ég gerði mér grein fyrir söknuði mínum þegar ég keyrði eftir Grensásveginum. Ég fann að ég saknaði Sölu varnarliðseigna. Þar var lítið að hafa nema misónýtt drasl frá Kananum sem smjörgreiddir íslenskir karlar seldu með alltof miklum þjósti eins og þeir væru að gera manni stórgreiða með því að leyfa manni að kaupa pakka af útrunnu tyggjói. En ég sakna búðarinnar samt og þess lúxus að finna stolt mitt niðurlægt í þjóðernislegu tilliti. Það er miklu erfiðara að berja sér á brjóst þegar andstæðingurinn hefur gefist upp. Í gráblautri íslenskri tilverunni var dulmagn Kanans mikið. Búandi svona einangrað úti á miðju ballarhafi voru það forréttindi að geta þefað af öðrum heimi, sérlega heppilegt að á pínulitlum bletti á okkar pínulitla bletti væri annar veruleiki vel varinn innan girðingar. Manni fannst spennandi að horfa í gegnum girðinguna og í þau fáu skipti sem maður slapp inn var það ævintýri líkast. Ævintýri þrungið af skömm og særðu ættjarðarstolti en ævintýri engu að síður. Einu sinni átti ég ameríska kærustu og við fórum á völlinn. Öruggisgæslan var nú ekki meira en svo að það var nóg að hún talaði með suðarríkjahreimi við broddaklippta unglinginn í hliðinu til að við kæmumst inn. Ég hefði getað verið stórhættulegur hryðjuverkamaður og skottið fullt af sprengjum. Við rúntuðum um svæðið og fórum í búðina. Hvílíkt góss og á hvílíkum prís! Nýlega fór ég að heimsækja vini míni sem hafa komið sér fyrir í gamalli Kanablokk. Það var hálf óraunveruleg upplifun í ljósi sögunnar. Svona bjó þá verndarinn. Við fórum í búðina sem ég hafði farið í forðum. Henni hefur nú verið breytt í alíslenska verslun með alíslensku vöruúrvali og þess sem verst er, alíslensku verði. Þá fattaði ég hvers ég sakna mest við Kanann. Farmsins.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun