Mynd af milljarðamæringi 12. mars 2008 00:01 Warren Buffett, sem verður 78 ára á árinu, hefur um nokkurra mánaða skeið leitað eftirmanns síns í forstjórastólinn.Markaðurinn/AFP MYND/AFP Warren Buffett fæddist í borginni Omaha í Nebraskaríki 30. ágúst árið 1930 og hefur alið allan sinn aldur í heimabænum. Buffett verður þessu samkvæmt 78 ára á þessu ári. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni er hann síður en svo í eldri kantinum í hópi ríkustu manna heims. Buffett er tvígiftur. Fyrri eiginkona hans lést fyrir fjórum árum en þau höfðu verið gift frá árinu 1952. Þau höfðu hins vegar ekki búið saman frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar en eiga saman tvo syni og eina dóttur. Buffett giftist ástkonu sinni að eiginkonunni genginni fyrir tveimur árum. Vegur Buffetts hófst fyrir alvöru árið 1962 þegar fjárfestingarfélag hans hóf að kaupa bréf í bandaríska textílfyrirtækinu Berkshire Hathaway. Markmiðið var það sama og í dag – að kaupa bréf í fyrirtækjum sem Buffett taldi undir markaðsvirði og ættu mikið undir sér. Síðan skyldi halda þeim eins lengi og hægt væri. Hann tók við forstjórastólnum átta árum síðar og hefur setið þar alla tíð. Öldungurinn hefur hins vegar sagt kaupin þau verstu sem hann hafi gert. Ekki tókst að snúa rekstrinum við og breytti Buffett því fyrirtækinu smám saman í fjárfestingarfélag undir sama nafni. Hann hefur nú um nokkurra mánaða skeið leitað eftirmanns síns. Þótt Buffett hafi löngum þótt aðhaldssamur í fjármálum – hann hefur búið í sama húsinu í rúma hálfa öld og með tiltölulega lágar tekjur miðað við aðra forstjóra – hefur hann þótt afar gjafmildur þegar kemur að góðgerðarmálum. Sem dæmi ákvað hann um mitt ár 2006 að gefa góðgerðar- og félagasamtökum 80 prósenta hlutafjáreignar sinnar í Berkshire Hathaway á næstu árum. Stærstur hluti gjafarinnar rennur til sjóðs sem Bill Gates og eiginkona hans reka. Sjóðurinn berst gegn sjúkdómum og vinnur að aukinni menntun í þróunarríkjunum. Undir smásjánni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Warren Buffett fæddist í borginni Omaha í Nebraskaríki 30. ágúst árið 1930 og hefur alið allan sinn aldur í heimabænum. Buffett verður þessu samkvæmt 78 ára á þessu ári. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni er hann síður en svo í eldri kantinum í hópi ríkustu manna heims. Buffett er tvígiftur. Fyrri eiginkona hans lést fyrir fjórum árum en þau höfðu verið gift frá árinu 1952. Þau höfðu hins vegar ekki búið saman frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar en eiga saman tvo syni og eina dóttur. Buffett giftist ástkonu sinni að eiginkonunni genginni fyrir tveimur árum. Vegur Buffetts hófst fyrir alvöru árið 1962 þegar fjárfestingarfélag hans hóf að kaupa bréf í bandaríska textílfyrirtækinu Berkshire Hathaway. Markmiðið var það sama og í dag – að kaupa bréf í fyrirtækjum sem Buffett taldi undir markaðsvirði og ættu mikið undir sér. Síðan skyldi halda þeim eins lengi og hægt væri. Hann tók við forstjórastólnum átta árum síðar og hefur setið þar alla tíð. Öldungurinn hefur hins vegar sagt kaupin þau verstu sem hann hafi gert. Ekki tókst að snúa rekstrinum við og breytti Buffett því fyrirtækinu smám saman í fjárfestingarfélag undir sama nafni. Hann hefur nú um nokkurra mánaða skeið leitað eftirmanns síns. Þótt Buffett hafi löngum þótt aðhaldssamur í fjármálum – hann hefur búið í sama húsinu í rúma hálfa öld og með tiltölulega lágar tekjur miðað við aðra forstjóra – hefur hann þótt afar gjafmildur þegar kemur að góðgerðarmálum. Sem dæmi ákvað hann um mitt ár 2006 að gefa góðgerðar- og félagasamtökum 80 prósenta hlutafjáreignar sinnar í Berkshire Hathaway á næstu árum. Stærstur hluti gjafarinnar rennur til sjóðs sem Bill Gates og eiginkona hans reka. Sjóðurinn berst gegn sjúkdómum og vinnur að aukinni menntun í þróunarríkjunum.
Undir smásjánni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira