Stríð og friður Stefán Jón Hafstein skrifar 28. mars 2008 03:00 Þegar fimm ár eru liðin frá innrásinni í Írak er hægt að telja saman kostnaðinn af stríði annars vegar og ávinninginn af friði hins vegar. Þetta gerir nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz í nýrri bók ásamt meðhöfundi sínum Bilmes. Tölurnar eru langt handan við það sem venjulegur maður getur skilið. Þrjár milljónir milljónir dollara eru miklir peningar; hljóma eins og fregnir frá fjarlægum sólkerfum. Þetta fjarlæga sólkerfi er samt plánetan Jörð og stríðið er bara háð í einum skika þeirrar sömu jarðar. Stríðið hefur nú verið háð í nær 1.900 daga. Tíu daga stríðsrekstur kostar jafn mikið og eins árs framlög Bandaríkjamanna til Afríku. Það hefði verið hægt að tvöfalda framlögin til Afríku í nær 200 ár fyrir hlut Bandaríkjamanna í stríðinu. Þá er ótalinn hlutur annarra ríkja, sem Stiglitz og Blimes meta til jafnvirðis. Þar bera Bretar meginþunga. Að mati hagfræðingsins væri hægt að veita 530 milljónum barna heilsugæslu í eitt ár fyrir einn þriðja af heildarkostnaði Bandaríkjanna eins og hann stendur í dag. Eru þó ótaldir vextir af lánum sem tekin hafa verið til að fjármagna þessa herför, en hún er öll tekin út á krít fyrir komandi kynslóðir. Þetta er munurinn á kostnaðinum við stríð og ávinningnum af friði. Eins og hann er mældur í peningum. Gegn betri vitundFyrir rúmu ári skrifaði Tony Blair, þáveradi forsætisráðherra Breta, grein í tímaritið Foreign Affairs sem átti að réttlæta stríðin í Afganistan og Írak. Tilefnið var fjögur ár frá upphafi stríðsins sem nú er fimm ára, löngu eftir að lýst var yfir sigri. Í greininni segir Blair stríðin snúast um baráttuna milli „okkar gilda" og „þeirra gilda". Þeir eru hryðjuverkamennirnir sem vaða uppi í heiminum. Í greiningu á röksemdafærslu Blairs sem ég birti á vef mínum - stefanjon.is - benti ég á ýmsa veikleika í rökum Blairs, en helstan þann að hann trúir í raun ekki á þá leið sem hann þó sjálfur kaus að fara í félagsskap við Bush. Hann hefur nefnilega rétt fyrir sér í meginatriðinu. Baráttan fyrir lýðræði, frelsi og mannréttindum má ekki tapast. Og leiðin til þess er einmitt ekki sú sem hann fór, heldur hin sem hann bendir á: Að sýna í verki að „okkar leið" sé betri en „þeirra". Blair segir: „Ef við trúum á réttlæti, hvernig getum við liðið að 30.000 börn deyi daglega, þegar við vitum að hægt er að koma í veg fyrir það?" Og með því að koma á friði í Palestínu væri hægt að sýna fram á í reynd að ólík trúarbrögð og ólíkir menningarheimar geta búið í sátt. Það væri að mati Blairs sýnikennsla í því að „okkar gildi" duga best. Í Afríku þarf að berjast gegn fátækt, hungri, sjúkdómum og stríði með því að auka aðstoð, segir hann. Og alþjóðlegt samkomuleg um verslun þarf að hjálpa Þriðja heiminum til bjargálna, með því til dæmis, að verndarstefna Evrópu verði aflögð. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru líka hluti af þeirri „hnattrænu íhlutun" sem Tony Blair boðar og trúir á. Í þeim efnum dugar ekkert nema það „hnattræna bandalag" sem hann kallar eftir. Réttilega varar hann við því að einangrunarhyggja verði ofan á í Vesturheimi. Þar eru hann og mannúðarsamtökin bresku Oxfam sammála. Í einni skýrslu Oxfam er einmitt rakið hvernig aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak kunni að leiða af sér pólitískt bakslag. Aðgerðarleysi á öllum þeim sviðum sem Blair vill taka á af „stórhug" verði í raun niðurstaðan af stríðinu. Það væri þá tap af þeim toga sem heimsbyggðin þyldi illa og gerði kostnaðinn af stríðinu enn meiri en hagfræðingar geta mælt. Hinn sanni kostnaður„Hinn sanni kostnaður stríðsins", eins og Stiglitz og Bilmes kalla bókina, felur í sér eftirfarandi fróðleik: 16 milljarðar dollara: mánaðar stríðsrekstur í Írak. 138 dalir: Mánaðarlegur kostnaður á hvert heimili í Bandaríkjunum. 25 milljarðar dollara: kostnaður Bandaríkjanna á ári vegna hækkunar á olíuverði, sem rekja má til stríðsins. 5 milljarðar: 10 daga stríð. Milljón milljónir: Vextir sem greiðast af stríðslánum næstu 10 ár. 3%: Meðaltekjutap í 13 Afríkulöndum vegna hærra olíuverðs sem rekja má til stríðsins, þetta tekjufall eitt nægir til að þurrka upp þróunaraðstoð í álfunni á einu ári. En þetta er bara reiknilíkan. Mannlegar hörmungar eru ekki taldar með. Og því til viðbótar kemur svo áfallið fyrir „okkar gildi". Hvað segir stríðið og kostnaðurinn af því um gildismat „okkar" sem trúum á friðsamlegar lausnir, mannréttindi og lýðræði? Allt hefur þetta verið fótum troðið af „okkur" sjálfum í fimm ár og talning stendur yfir enn. @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m : Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar fimm ár eru liðin frá innrásinni í Írak er hægt að telja saman kostnaðinn af stríði annars vegar og ávinninginn af friði hins vegar. Þetta gerir nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz í nýrri bók ásamt meðhöfundi sínum Bilmes. Tölurnar eru langt handan við það sem venjulegur maður getur skilið. Þrjár milljónir milljónir dollara eru miklir peningar; hljóma eins og fregnir frá fjarlægum sólkerfum. Þetta fjarlæga sólkerfi er samt plánetan Jörð og stríðið er bara háð í einum skika þeirrar sömu jarðar. Stríðið hefur nú verið háð í nær 1.900 daga. Tíu daga stríðsrekstur kostar jafn mikið og eins árs framlög Bandaríkjamanna til Afríku. Það hefði verið hægt að tvöfalda framlögin til Afríku í nær 200 ár fyrir hlut Bandaríkjamanna í stríðinu. Þá er ótalinn hlutur annarra ríkja, sem Stiglitz og Blimes meta til jafnvirðis. Þar bera Bretar meginþunga. Að mati hagfræðingsins væri hægt að veita 530 milljónum barna heilsugæslu í eitt ár fyrir einn þriðja af heildarkostnaði Bandaríkjanna eins og hann stendur í dag. Eru þó ótaldir vextir af lánum sem tekin hafa verið til að fjármagna þessa herför, en hún er öll tekin út á krít fyrir komandi kynslóðir. Þetta er munurinn á kostnaðinum við stríð og ávinningnum af friði. Eins og hann er mældur í peningum. Gegn betri vitundFyrir rúmu ári skrifaði Tony Blair, þáveradi forsætisráðherra Breta, grein í tímaritið Foreign Affairs sem átti að réttlæta stríðin í Afganistan og Írak. Tilefnið var fjögur ár frá upphafi stríðsins sem nú er fimm ára, löngu eftir að lýst var yfir sigri. Í greininni segir Blair stríðin snúast um baráttuna milli „okkar gilda" og „þeirra gilda". Þeir eru hryðjuverkamennirnir sem vaða uppi í heiminum. Í greiningu á röksemdafærslu Blairs sem ég birti á vef mínum - stefanjon.is - benti ég á ýmsa veikleika í rökum Blairs, en helstan þann að hann trúir í raun ekki á þá leið sem hann þó sjálfur kaus að fara í félagsskap við Bush. Hann hefur nefnilega rétt fyrir sér í meginatriðinu. Baráttan fyrir lýðræði, frelsi og mannréttindum má ekki tapast. Og leiðin til þess er einmitt ekki sú sem hann fór, heldur hin sem hann bendir á: Að sýna í verki að „okkar leið" sé betri en „þeirra". Blair segir: „Ef við trúum á réttlæti, hvernig getum við liðið að 30.000 börn deyi daglega, þegar við vitum að hægt er að koma í veg fyrir það?" Og með því að koma á friði í Palestínu væri hægt að sýna fram á í reynd að ólík trúarbrögð og ólíkir menningarheimar geta búið í sátt. Það væri að mati Blairs sýnikennsla í því að „okkar gildi" duga best. Í Afríku þarf að berjast gegn fátækt, hungri, sjúkdómum og stríði með því að auka aðstoð, segir hann. Og alþjóðlegt samkomuleg um verslun þarf að hjálpa Þriðja heiminum til bjargálna, með því til dæmis, að verndarstefna Evrópu verði aflögð. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru líka hluti af þeirri „hnattrænu íhlutun" sem Tony Blair boðar og trúir á. Í þeim efnum dugar ekkert nema það „hnattræna bandalag" sem hann kallar eftir. Réttilega varar hann við því að einangrunarhyggja verði ofan á í Vesturheimi. Þar eru hann og mannúðarsamtökin bresku Oxfam sammála. Í einni skýrslu Oxfam er einmitt rakið hvernig aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak kunni að leiða af sér pólitískt bakslag. Aðgerðarleysi á öllum þeim sviðum sem Blair vill taka á af „stórhug" verði í raun niðurstaðan af stríðinu. Það væri þá tap af þeim toga sem heimsbyggðin þyldi illa og gerði kostnaðinn af stríðinu enn meiri en hagfræðingar geta mælt. Hinn sanni kostnaður„Hinn sanni kostnaður stríðsins", eins og Stiglitz og Bilmes kalla bókina, felur í sér eftirfarandi fróðleik: 16 milljarðar dollara: mánaðar stríðsrekstur í Írak. 138 dalir: Mánaðarlegur kostnaður á hvert heimili í Bandaríkjunum. 25 milljarðar dollara: kostnaður Bandaríkjanna á ári vegna hækkunar á olíuverði, sem rekja má til stríðsins. 5 milljarðar: 10 daga stríð. Milljón milljónir: Vextir sem greiðast af stríðslánum næstu 10 ár. 3%: Meðaltekjutap í 13 Afríkulöndum vegna hærra olíuverðs sem rekja má til stríðsins, þetta tekjufall eitt nægir til að þurrka upp þróunaraðstoð í álfunni á einu ári. En þetta er bara reiknilíkan. Mannlegar hörmungar eru ekki taldar með. Og því til viðbótar kemur svo áfallið fyrir „okkar gildi". Hvað segir stríðið og kostnaðurinn af því um gildismat „okkar" sem trúum á friðsamlegar lausnir, mannréttindi og lýðræði? Allt hefur þetta verið fótum troðið af „okkur" sjálfum í fimm ár og talning stendur yfir enn. @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m : Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun