Bílabúskapur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. apríl 2008 06:00 Þess er eflaust skammt að bíða að fyrsti Íslendingurinn láti grafa sig í bílnum sínum, en eins og kunnugt er tíðkaðist það til forna að höfðingjar létu grafa sig með eftirlætis hestinum sínum. Því að bíll er ekki bara bíll - ekki bara tæki til að koma fólki milli tveggja staða. Milli manns og bíls liggja leyndir þræðir. Bíllinn virðist til dæmis virkja umhyggjuhvöt íslenska karlmannsins meira en flest annað - meira að segja börn. Sumir tengja þessa bílaást kynhvöt og jafnvel uppbót á það sem á kann að vanta í færleik á því sviði en ég hef aldrei verið alveg viss um að sú kenning standist: ég er ekki viss um að íslenskir karlmenn séu nægilega miklar kynverur til þess... Ég held miklu fremur að bíladellan íslenska tengist ómeðvitaðri löngun til búskapar sem grunnt er á í flestum íslenskum karlmönnum - tengist kotbóndanum sem býr í okkur flestum. Að vera með bílabúskap. Hvað býrðu nú með mikið af bílum? Njaa það er óvera, ætli það séu nema svona fimm sex... Í þögulli návist sinni sameinar bíllinn kosti og eiginleika sauðkindarinnar og hestsins - og jafnvel hundsins. Þess vegna vilja flestir Íslendingar eiga að minnsta kosti nokkra bíla með ólíka eiginleika - eigi þeir þess ekki hreinlega kost að eiga heilt bílastóð. Rétt eins og hesturinn er bíllinn sambland af förunaut og farkosti, vini og vinnudýri, í senn undirgefinn og öflugur, margbrotin skepna sem maðurinn lærir á smám saman með þolinmæði og ástríki. Hann getur ýmist verið gæðingur eða dráttarklár, hann hefur ýmsar ólíkar gangtegundir sem hægt er jafnvel að þróa með kunnáttusemi og svo er hægt að selja eintök með sérræktuðum eiginleikum. Rétt eins og sauðkindin er bíllinn fagur og hægt að nostra við útlit hans; menn hafa sitt eigið bílnúmer eins og markið og bíleigendur hafa líka unun af að safnast saman og bera saman bíla sína eins og tíðkast í réttum. Og rétt eins og sauðkindin er bíllinn óseðjandi þegar kemur að eldsneyti... Rétt eins og hundurinn þá elskar bíllinn eiganda sinn skilmálalaust, spyr ekki en fylgir honum möglunarlaust, treystir honum og hlustar á einræður hans í þögulli aðdáun. Til eru litlir púðlubílar fyrir kvenfólkið, og auglýsingar sýna gjarnan bíla sem nokkurs konar fjölskylduhund...Milli manns bíls og flokks...Bílabúskapurinn er þrá eftir veröld sem var, dálítið brjóstumkennanleg aðferð íslenska karlmannsins til að komast aftur heim í sveitina góðu, fylla tómið í hjarta sér þar sem bóndinn býr. Bíll er tákn um frelsi og þess að vera sjálfs sín herra. Sjálfsmynd manna býr í bílnum.Bíladellumennirnir eru ríkir eða blankir, litlir, stórir, ljótir og fríðir en umfram allt eru þeir einstaklingshyggjumenn. Bíllinn er sjálft erkitákn einstaklingshyggjunnar sem er sjálf hugmyndafræðileg kjölfesta Sjálfstæðismanna. Milli manns, bíls og Flokks liggja leyndir þræðir. Þetta er sjálfur kjarninn í kjósendahópnum, en hugmyndafræði þess flokks hefur ekki verið betur lýst en hjá Kötu frænku minni Thors sem sagði einu sinni við mig: Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn af því að ég trúi á orðtakið: Hver er sinnar gæfu smiður - ekki með spurningamerki.Þegar flutningabílstjórar grípa til aðgerða sinna þá er það verulegt áhyggjuefni fyrir sjálfstæðismenn sem gætu séð fram á að missa þennan hóp frá sér, ekki síst þegar eini ráðherrann sem ómakar sig til að tala við þá er Kristján Möller hvíldartímaráðherra.Íslenski dugnaðarforkurinn mætturUpp á síðkastið hefur komið á daginn að stuðningur almennings við þessar aðgerðir var ekki jafn eindreginn og sjálfir bílstjórarnir telja og gremjuraddir farnar að heyrast.Bent er á að einkennilegt sé að standa að mótmælum yfir því að þurfa að hvíla sig. Nefnt er að bensíngjaldið fer til að lagfæra þjóðvegina sem þessir trukkar hafa verið að spæna upp síðan sjóflutningar lögðust af - og hrekkur ekki til. Og rætt er um að vettlingatök lögreglu séu ólík þeim ofsóknum sem meðlimir Saving Iceland máttu sæta. Það var fólk sem krafðist þess að hætt yrði vinnu við tilteknar framkvæmdir - hér er verið að mótmæla því að þurfa að fá sér smáblund í framkvæmdunum. Því íslenski dugnaðarforkurinn er mættur. Hann hefur verið að rótast í malarnámi og vegagerð, grafa grunna og reisa hús sem standa nú tóm um allt höfuðborgarsvæðið; allt er í uppnámi eftir allan dugnaðinn og verkefnum fækkar. Um leið hefur tilverugrundvelli sjálfs bílsins - þess sem helgast er - verið ógnað með háu bensínverði. Það var síðasta hálmstráið. Íslenski dugnaðarforkurinn er kominn með áhuga á pólitík. Það kann að vera fyrirboði mikilla tíðinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun
Þess er eflaust skammt að bíða að fyrsti Íslendingurinn láti grafa sig í bílnum sínum, en eins og kunnugt er tíðkaðist það til forna að höfðingjar létu grafa sig með eftirlætis hestinum sínum. Því að bíll er ekki bara bíll - ekki bara tæki til að koma fólki milli tveggja staða. Milli manns og bíls liggja leyndir þræðir. Bíllinn virðist til dæmis virkja umhyggjuhvöt íslenska karlmannsins meira en flest annað - meira að segja börn. Sumir tengja þessa bílaást kynhvöt og jafnvel uppbót á það sem á kann að vanta í færleik á því sviði en ég hef aldrei verið alveg viss um að sú kenning standist: ég er ekki viss um að íslenskir karlmenn séu nægilega miklar kynverur til þess... Ég held miklu fremur að bíladellan íslenska tengist ómeðvitaðri löngun til búskapar sem grunnt er á í flestum íslenskum karlmönnum - tengist kotbóndanum sem býr í okkur flestum. Að vera með bílabúskap. Hvað býrðu nú með mikið af bílum? Njaa það er óvera, ætli það séu nema svona fimm sex... Í þögulli návist sinni sameinar bíllinn kosti og eiginleika sauðkindarinnar og hestsins - og jafnvel hundsins. Þess vegna vilja flestir Íslendingar eiga að minnsta kosti nokkra bíla með ólíka eiginleika - eigi þeir þess ekki hreinlega kost að eiga heilt bílastóð. Rétt eins og hesturinn er bíllinn sambland af förunaut og farkosti, vini og vinnudýri, í senn undirgefinn og öflugur, margbrotin skepna sem maðurinn lærir á smám saman með þolinmæði og ástríki. Hann getur ýmist verið gæðingur eða dráttarklár, hann hefur ýmsar ólíkar gangtegundir sem hægt er jafnvel að þróa með kunnáttusemi og svo er hægt að selja eintök með sérræktuðum eiginleikum. Rétt eins og sauðkindin er bíllinn fagur og hægt að nostra við útlit hans; menn hafa sitt eigið bílnúmer eins og markið og bíleigendur hafa líka unun af að safnast saman og bera saman bíla sína eins og tíðkast í réttum. Og rétt eins og sauðkindin er bíllinn óseðjandi þegar kemur að eldsneyti... Rétt eins og hundurinn þá elskar bíllinn eiganda sinn skilmálalaust, spyr ekki en fylgir honum möglunarlaust, treystir honum og hlustar á einræður hans í þögulli aðdáun. Til eru litlir púðlubílar fyrir kvenfólkið, og auglýsingar sýna gjarnan bíla sem nokkurs konar fjölskylduhund...Milli manns bíls og flokks...Bílabúskapurinn er þrá eftir veröld sem var, dálítið brjóstumkennanleg aðferð íslenska karlmannsins til að komast aftur heim í sveitina góðu, fylla tómið í hjarta sér þar sem bóndinn býr. Bíll er tákn um frelsi og þess að vera sjálfs sín herra. Sjálfsmynd manna býr í bílnum.Bíladellumennirnir eru ríkir eða blankir, litlir, stórir, ljótir og fríðir en umfram allt eru þeir einstaklingshyggjumenn. Bíllinn er sjálft erkitákn einstaklingshyggjunnar sem er sjálf hugmyndafræðileg kjölfesta Sjálfstæðismanna. Milli manns, bíls og Flokks liggja leyndir þræðir. Þetta er sjálfur kjarninn í kjósendahópnum, en hugmyndafræði þess flokks hefur ekki verið betur lýst en hjá Kötu frænku minni Thors sem sagði einu sinni við mig: Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn af því að ég trúi á orðtakið: Hver er sinnar gæfu smiður - ekki með spurningamerki.Þegar flutningabílstjórar grípa til aðgerða sinna þá er það verulegt áhyggjuefni fyrir sjálfstæðismenn sem gætu séð fram á að missa þennan hóp frá sér, ekki síst þegar eini ráðherrann sem ómakar sig til að tala við þá er Kristján Möller hvíldartímaráðherra.Íslenski dugnaðarforkurinn mætturUpp á síðkastið hefur komið á daginn að stuðningur almennings við þessar aðgerðir var ekki jafn eindreginn og sjálfir bílstjórarnir telja og gremjuraddir farnar að heyrast.Bent er á að einkennilegt sé að standa að mótmælum yfir því að þurfa að hvíla sig. Nefnt er að bensíngjaldið fer til að lagfæra þjóðvegina sem þessir trukkar hafa verið að spæna upp síðan sjóflutningar lögðust af - og hrekkur ekki til. Og rætt er um að vettlingatök lögreglu séu ólík þeim ofsóknum sem meðlimir Saving Iceland máttu sæta. Það var fólk sem krafðist þess að hætt yrði vinnu við tilteknar framkvæmdir - hér er verið að mótmæla því að þurfa að fá sér smáblund í framkvæmdunum. Því íslenski dugnaðarforkurinn er mættur. Hann hefur verið að rótast í malarnámi og vegagerð, grafa grunna og reisa hús sem standa nú tóm um allt höfuðborgarsvæðið; allt er í uppnámi eftir allan dugnaðinn og verkefnum fækkar. Um leið hefur tilverugrundvelli sjálfs bílsins - þess sem helgast er - verið ógnað með háu bensínverði. Það var síðasta hálmstráið. Íslenski dugnaðarforkurinn er kominn með áhuga á pólitík. Það kann að vera fyrirboði mikilla tíðinda.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun