Nýja Ísland Þorsteinn Pálsson skrifar 14. október 2008 06:00 Hremmingar síðustu daga hafa vissulega sigið yfir þjóðina eins og svartnætti. Það gæfulega er að á sama tíma er að spretta fram málefnaleg umræða um þá nýju framtíð sem við göngum til móts við. Ekki er við því að búast að umræða af því tagi framkalli einfaldar skyndilausnir. það mikilvægasta er að þjóðin glöggvi sig sem best á þeim markmiðum og gildum sem hún vill leggja til grundvallar í nýju efnahagsumhverfi. Réttlát reiði hlýtur að brjótast fram með einhverjum hætti eftir það sem á undan er gengið. Á hinn bóginn er mikilvægt að hún leiði menn ekki til ákvarðana sem veikja efnahagslegar undirstöður þjóðarbúsins til frambúðar. Eðlilega vilja menn gera upp sakir við forystumenn í stjórnmálum og atvinnulífi. Hin hliðin á þeim peningi er að draga ekki upp dekkri mynd af þjóðinni en ástæða er til. Þrátt fyrir allt hafa íslenskir bankar ekki unnið sér meira til óhelgi en fjármálastofnanir vítt og breitt um heiminn. Við eigum ekki að láta forsætisráðherra Breta komast upp með að mála þá ímynd á Íslendinga að þeir séu meiri skúrkar en aðrar þjóðir. Til þess standa engin rök. Mikilvægt er að verja sparifé í bönkum og sparisjóðum. þar eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla alþýðu manna í landinu. Hitt skiptir þó enn meira máli að verja þessar innstæður og þar með talda peningamarkaðsreikninga svo sem föng eru á til þess að komandi kynslóðir missi ekki trúna á að spara. Það væru verstu aðstæður sem nýtt Ísland gæti staðið frammi fyrir. Án sparnaðar í framtíðinni verður lítið byggt upp. Það traust má ekki fjara út inn í nýja framtíð. Á sama hátt skiptir máli að koma í veg fyrir meiri eignabruna en orðið er. Það er mikilvægt til að draga úr efnahagslegum skaða í augnablikinu. Hitt skiptir þó meira máli að draga ekki úr trú framtíðarinnar á fjárfestingum og eignamyndun. Án hennar verður lítið um framfarir í nýju efnahagslegu umhverfi. Þess vegna þarf að virða grundvallarreglur eignaréttarins í því uppgjöri sem nú á sér stað. Ný framtíð byggist á trausti á slíkum grundvallarþáttum. Eins er mikilvægt að móta þá stefnu í peningamálum að Íslendingar framtíðarinnar geti notað mynt sem þeir sjálfir bera traust til. Enn mikilvægara er þó að við gerum erlendum fyrirtækjum auðveldara en áður að eiga við okkur viðskipti á grundvelli myntar sem þau treysta. Hætt er við að framfarir verði hægar ef ekki ríkir gagnkvæmt traust á gjaldmiðlinum, millilið allra milliliða. Engum blöðum er um það að fletta að fjármálakreppan í heiminum á að einhverju leyti rætur að rekja til þess að siðferðileg grundvallargildi festu ekki rætur í alþjóðavæðingunni með sama hætti og í flestum þjóðríkjum. Alþjóðavæðing fjármálanna sýnist hafa farið með einhverjum hætti framúr þessum gildum. Ný framtíð felst hins vegar ekki í því að hverfa frá alþjóðavæðingunni. Hún felst heldur ekki í því að hverfa frá markaðslögmálunum. En hún veltur á því að menn finni leiðir til þess að láta þau lögmál lúta þeim siðferðilegu gildum sem eru grundvöllur mannlegs samfélags. Að sumu leyti byggist ný framtíð á varðstöðu um grundvallarhugmyndir markaðarins og velferðarinnar. En hún er líka komin undir skarpari sýn á siðferðileg gildi á markaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Hremmingar síðustu daga hafa vissulega sigið yfir þjóðina eins og svartnætti. Það gæfulega er að á sama tíma er að spretta fram málefnaleg umræða um þá nýju framtíð sem við göngum til móts við. Ekki er við því að búast að umræða af því tagi framkalli einfaldar skyndilausnir. það mikilvægasta er að þjóðin glöggvi sig sem best á þeim markmiðum og gildum sem hún vill leggja til grundvallar í nýju efnahagsumhverfi. Réttlát reiði hlýtur að brjótast fram með einhverjum hætti eftir það sem á undan er gengið. Á hinn bóginn er mikilvægt að hún leiði menn ekki til ákvarðana sem veikja efnahagslegar undirstöður þjóðarbúsins til frambúðar. Eðlilega vilja menn gera upp sakir við forystumenn í stjórnmálum og atvinnulífi. Hin hliðin á þeim peningi er að draga ekki upp dekkri mynd af þjóðinni en ástæða er til. Þrátt fyrir allt hafa íslenskir bankar ekki unnið sér meira til óhelgi en fjármálastofnanir vítt og breitt um heiminn. Við eigum ekki að láta forsætisráðherra Breta komast upp með að mála þá ímynd á Íslendinga að þeir séu meiri skúrkar en aðrar þjóðir. Til þess standa engin rök. Mikilvægt er að verja sparifé í bönkum og sparisjóðum. þar eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla alþýðu manna í landinu. Hitt skiptir þó enn meira máli að verja þessar innstæður og þar með talda peningamarkaðsreikninga svo sem föng eru á til þess að komandi kynslóðir missi ekki trúna á að spara. Það væru verstu aðstæður sem nýtt Ísland gæti staðið frammi fyrir. Án sparnaðar í framtíðinni verður lítið byggt upp. Það traust má ekki fjara út inn í nýja framtíð. Á sama hátt skiptir máli að koma í veg fyrir meiri eignabruna en orðið er. Það er mikilvægt til að draga úr efnahagslegum skaða í augnablikinu. Hitt skiptir þó meira máli að draga ekki úr trú framtíðarinnar á fjárfestingum og eignamyndun. Án hennar verður lítið um framfarir í nýju efnahagslegu umhverfi. Þess vegna þarf að virða grundvallarreglur eignaréttarins í því uppgjöri sem nú á sér stað. Ný framtíð byggist á trausti á slíkum grundvallarþáttum. Eins er mikilvægt að móta þá stefnu í peningamálum að Íslendingar framtíðarinnar geti notað mynt sem þeir sjálfir bera traust til. Enn mikilvægara er þó að við gerum erlendum fyrirtækjum auðveldara en áður að eiga við okkur viðskipti á grundvelli myntar sem þau treysta. Hætt er við að framfarir verði hægar ef ekki ríkir gagnkvæmt traust á gjaldmiðlinum, millilið allra milliliða. Engum blöðum er um það að fletta að fjármálakreppan í heiminum á að einhverju leyti rætur að rekja til þess að siðferðileg grundvallargildi festu ekki rætur í alþjóðavæðingunni með sama hætti og í flestum þjóðríkjum. Alþjóðavæðing fjármálanna sýnist hafa farið með einhverjum hætti framúr þessum gildum. Ný framtíð felst hins vegar ekki í því að hverfa frá alþjóðavæðingunni. Hún felst heldur ekki í því að hverfa frá markaðslögmálunum. En hún veltur á því að menn finni leiðir til þess að láta þau lögmál lúta þeim siðferðilegu gildum sem eru grundvöllur mannlegs samfélags. Að sumu leyti byggist ný framtíð á varðstöðu um grundvallarhugmyndir markaðarins og velferðarinnar. En hún er líka komin undir skarpari sýn á siðferðileg gildi á markaðnum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun