Einkunnir í tossabekk Þráinn Bertelsson skrifar 4. maí 2008 06:00 Miðað við að það sé hlutverk ráðherra að vinna sér inn virðingu hjá þjóð sinni fyrir vinnusemi, hugmyndaauðgi, manngæsku, verklagni, heiðarleika og fleiri kosti er það fræðandi hjá fyrirtæki eins og Capacent að birta vorprófseinkunnir úr Skóla lífsins fyrir þá sem nú stjórna landinu, um sama leyti og próflestrarhrina brestur á hjá skólafólki. Capacent notast við gamla góða einkunnaskalann frá 0-10 og gefur einkunn fyrir þá ánægju sem ríkir með störf ráðherranna: Neðstur í bekknum er Árni Mathiesen fjármálaráðherra sem fær 0,8 í einkunn. Aðeins 8% kjósenda eru ánægð með störf hans og segir það sína sögu um námsgáfur og vinnuaðferðir. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er litlu betur staddur en fjármálaráðherrann og fær 1,5 í einkunn. Forsætisráðherrann, Geir H. Haarde, er líka langt frá því að standast prófið með 3,5 í einkunn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er næst því að ná prófi, en hún fær 4,6 í einkunn og vantar bara 0,4 til að skríða í lágmarkseinkunn. Hin iðjusama Jóhanna Sigurðardóttir er ljósið í bekknum og fær 6,0 í einkunn. Hinn ungi viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson slefar í 4.0; hann fær 0,5 meira en forsætisráðherrann en vantar samt 1 heilan upp á að ná lágmarkseinkunn. Kristján Möller er í hópi verstu tossana með 2,2, fær þó 3 kommum meira en dr. Össur Skarphéðinsson sem rekur lest þeirra Samfylkingarnema sem komast á blað með 1,8 í einkunn. Það skal tekið fram að Ríkisútvarpið birti ekki einkunnir allra ráðherranna og hlífði aðstandendum þeirra sem engum tökum hafa náð á störfum sínum við því að birta einkunnir þeirra, þar á meðal eru: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, og eins og búast mátti við Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og einhver Þórunn Sveinbjarnardóttir sem mun vera umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra var líka í þessum einkunnalausa hópi sem virðist þurfa á sérkennslu að halda. Ef þetta væru börnin manns væri ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af framtíðinni. En þetta er bara starfsliðið sem við höfum valið til að stjórna landinu okkar í augnablikinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Miðað við að það sé hlutverk ráðherra að vinna sér inn virðingu hjá þjóð sinni fyrir vinnusemi, hugmyndaauðgi, manngæsku, verklagni, heiðarleika og fleiri kosti er það fræðandi hjá fyrirtæki eins og Capacent að birta vorprófseinkunnir úr Skóla lífsins fyrir þá sem nú stjórna landinu, um sama leyti og próflestrarhrina brestur á hjá skólafólki. Capacent notast við gamla góða einkunnaskalann frá 0-10 og gefur einkunn fyrir þá ánægju sem ríkir með störf ráðherranna: Neðstur í bekknum er Árni Mathiesen fjármálaráðherra sem fær 0,8 í einkunn. Aðeins 8% kjósenda eru ánægð með störf hans og segir það sína sögu um námsgáfur og vinnuaðferðir. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er litlu betur staddur en fjármálaráðherrann og fær 1,5 í einkunn. Forsætisráðherrann, Geir H. Haarde, er líka langt frá því að standast prófið með 3,5 í einkunn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er næst því að ná prófi, en hún fær 4,6 í einkunn og vantar bara 0,4 til að skríða í lágmarkseinkunn. Hin iðjusama Jóhanna Sigurðardóttir er ljósið í bekknum og fær 6,0 í einkunn. Hinn ungi viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson slefar í 4.0; hann fær 0,5 meira en forsætisráðherrann en vantar samt 1 heilan upp á að ná lágmarkseinkunn. Kristján Möller er í hópi verstu tossana með 2,2, fær þó 3 kommum meira en dr. Össur Skarphéðinsson sem rekur lest þeirra Samfylkingarnema sem komast á blað með 1,8 í einkunn. Það skal tekið fram að Ríkisútvarpið birti ekki einkunnir allra ráðherranna og hlífði aðstandendum þeirra sem engum tökum hafa náð á störfum sínum við því að birta einkunnir þeirra, þar á meðal eru: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, og eins og búast mátti við Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og einhver Þórunn Sveinbjarnardóttir sem mun vera umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra var líka í þessum einkunnalausa hópi sem virðist þurfa á sérkennslu að halda. Ef þetta væru börnin manns væri ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af framtíðinni. En þetta er bara starfsliðið sem við höfum valið til að stjórna landinu okkar í augnablikinu.