Reservoir Dogs Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 29. október 2008 06:00 Sannarlega var að óreyndu útilokað að spá þeirri almennu fíkn í tíðindi af efnahagsmálum sem raunin hefur verið. Á meðan flest lék í lyndi svæfði mig að minnsta kosti umfjöllun um verðbréf og vísitölur ætíð á augabragði. Þannig fylltu efnahagsmál flokk minna persónulegu svefnlyfja þar sem fyrir var Formúlu-1 kappakstur og hinn framliðni Taggart lögregluforingi. Fjárhagslegt taugaáfallið smitar nú hins vegar hverja vökustund, hjartsláttur tilverunnar hljómar í fréttastefi útvarpsins og draumfarir flestar nætur snúast um gjaldeyrismál. Hinn smitandi æsingur hefur náð hámarki sínu þá daga sem boðið er upp á spennuþrungna blaðamannafundi síðdegis í beinni útsendingu. Þá og hina dagana líka erum við öll í stífu æfingaprógrammi í æðruleysi. Aldrei fyrr hefur tilfinningalífið verið jafnskekið af hagkvæmnisástæðum. Sífellt skjóta upp kollinum nýir sérfræðingar sem spá hinu og þessu framhaldinu, eða rifja upp eigin eða annarra spádóma frá í fyrra og hitteðfyrra. Annars vegar hefur komið í ljós að hrunið var löngu fyrirséð. Á hinn bóginn að ekki hafi verið nokkur leið að sjá það fyrir. Sökudólgarnir eru fjölmargir og miða ásökunum hver á annan líkt og í frægu atriði úr kvikmynd Tarantinos, Reservoir Dogs. Allir virðast samt hjartanlega sammála um eitt og endurtaka það í sífellu: Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Reyndar get ég alls ekki tekið undir það. Því satt best að segja hafa allar þessar ósamstiga upplýsingar, hraðsoðnu fréttaskýringar, hálfkveðnu vísur og óstaðfestu fullyrðingar gert mig vankaðri en nokkru sinni fyrr. Eina niðurstaðan sem virðist vera nokkuð frágengin er að við öll og börnin okkar eigum nauðug að borga skuldir annarra til æviloka. Enn fæ ég ekki nokkurn botn í ástæðuna og ef ekki væri fyrir meðfætt kæruleysi væri byrðin óbærileg. Til að sýna einhvern lit liggur beinast við að hefja gömlu gildin til vegs og virðingar enda fátt annað hægt að dunda við í dýrtíðinni. Fólk fari að treysta hvert á annað og kveða rímur, sulta og taka slátur, sitja í rökkrinu við útvarpssöguna og hannyrðir, gott ef ekki tóvinnu og húslestur. Krakkarnir gangi í heimasaumuðu og dundi sér við að lesa hasarblöð, klippa út dúkkulísur og rúlla gjörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Sannarlega var að óreyndu útilokað að spá þeirri almennu fíkn í tíðindi af efnahagsmálum sem raunin hefur verið. Á meðan flest lék í lyndi svæfði mig að minnsta kosti umfjöllun um verðbréf og vísitölur ætíð á augabragði. Þannig fylltu efnahagsmál flokk minna persónulegu svefnlyfja þar sem fyrir var Formúlu-1 kappakstur og hinn framliðni Taggart lögregluforingi. Fjárhagslegt taugaáfallið smitar nú hins vegar hverja vökustund, hjartsláttur tilverunnar hljómar í fréttastefi útvarpsins og draumfarir flestar nætur snúast um gjaldeyrismál. Hinn smitandi æsingur hefur náð hámarki sínu þá daga sem boðið er upp á spennuþrungna blaðamannafundi síðdegis í beinni útsendingu. Þá og hina dagana líka erum við öll í stífu æfingaprógrammi í æðruleysi. Aldrei fyrr hefur tilfinningalífið verið jafnskekið af hagkvæmnisástæðum. Sífellt skjóta upp kollinum nýir sérfræðingar sem spá hinu og þessu framhaldinu, eða rifja upp eigin eða annarra spádóma frá í fyrra og hitteðfyrra. Annars vegar hefur komið í ljós að hrunið var löngu fyrirséð. Á hinn bóginn að ekki hafi verið nokkur leið að sjá það fyrir. Sökudólgarnir eru fjölmargir og miða ásökunum hver á annan líkt og í frægu atriði úr kvikmynd Tarantinos, Reservoir Dogs. Allir virðast samt hjartanlega sammála um eitt og endurtaka það í sífellu: Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Reyndar get ég alls ekki tekið undir það. Því satt best að segja hafa allar þessar ósamstiga upplýsingar, hraðsoðnu fréttaskýringar, hálfkveðnu vísur og óstaðfestu fullyrðingar gert mig vankaðri en nokkru sinni fyrr. Eina niðurstaðan sem virðist vera nokkuð frágengin er að við öll og börnin okkar eigum nauðug að borga skuldir annarra til æviloka. Enn fæ ég ekki nokkurn botn í ástæðuna og ef ekki væri fyrir meðfætt kæruleysi væri byrðin óbærileg. Til að sýna einhvern lit liggur beinast við að hefja gömlu gildin til vegs og virðingar enda fátt annað hægt að dunda við í dýrtíðinni. Fólk fari að treysta hvert á annað og kveða rímur, sulta og taka slátur, sitja í rökkrinu við útvarpssöguna og hannyrðir, gott ef ekki tóvinnu og húslestur. Krakkarnir gangi í heimasaumuðu og dundi sér við að lesa hasarblöð, klippa út dúkkulísur og rúlla gjörð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun