Fimm ára þrautaganga Drífa Snædal skrifar 11. september 2008 05:00 Ef vilji er fyrir hendi hjá meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er hægt að bæta stöðu kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi umtalsvert áður en þingi lýkur á föstudag. Fyrir fimm árum síðan lagði Kolbrún Halldórsdóttir í fyrsta sinn fram frumvarp um brottvísun og heimsóknarbann að fyrirmynd austurrískra laga. Töluverðar umræður fóru þá fram um lögin og félagasamtök rómuðu frumvarpið sem skref í átt að auknu öryggi kvenna á heimilum. Með frumvarpinu var lagt til úrræði til að vernda þá sem verða fyrir ofbeldi með því að fjarlægja ofbeldismenn af heimilinu og banna heimsóknir á heimilið og nánasta umhverfi þess í tíu daga til þrjá mánuði. Lögreglan fengi vald til að koma á þessu tímabundna nálgunarbanni. Þrátt fyrir jákvæðar umsagnir og góðar ábendingar sem tekið var tillit til við áframhaldandi vinnslu frumvarpsins hefur það ekki enn fengist samþykkt. Síðast var það flutt árið 2006 sem sjálfstætt frumvarp og í fyrra var málinu vísað til ríkisstjórnarinnar. Síðan hefur ekkert gerst. Frumvarpið hefur verið í fimm ár til umfjöllunar hjá stjórnvöldum en niðurstaðan er sú að engra breytinga er að vænta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég er ekki viss um að þær konur hverra öryggi er ógnað dag hvern og fylla þröngt húsnæði Kvennaathvarfsins á meðan ofbeldismennirnir geta um frjálst höfuð strokið séu sammála þessu. Né þær konur sem hafa nægan styrk til að sækja um nálgunarbann og fá höfnun frá dómstólum af því það er „of íþyngjandi" fyrir ofbeldismennina að mega ekki halda áfram að beita ofbeldi. Nú liggur tæknilegt frumvarp dómsmálaráðherra fyrir þinginu og Kolbrún Halldórsdóttir leggur til austurrísku leiðina í breytingatillögu við það frumvarp. Enn og aftur fær þingið tækifæri til að leiða austurrísku leiðina í lög hér á landi. Málið hefur verið til umfjöllunar í fimm ár og tæknilegar afsakanir ekki lengur teknar til greina. Höfundur er framkvæmdastýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ef vilji er fyrir hendi hjá meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er hægt að bæta stöðu kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi umtalsvert áður en þingi lýkur á föstudag. Fyrir fimm árum síðan lagði Kolbrún Halldórsdóttir í fyrsta sinn fram frumvarp um brottvísun og heimsóknarbann að fyrirmynd austurrískra laga. Töluverðar umræður fóru þá fram um lögin og félagasamtök rómuðu frumvarpið sem skref í átt að auknu öryggi kvenna á heimilum. Með frumvarpinu var lagt til úrræði til að vernda þá sem verða fyrir ofbeldi með því að fjarlægja ofbeldismenn af heimilinu og banna heimsóknir á heimilið og nánasta umhverfi þess í tíu daga til þrjá mánuði. Lögreglan fengi vald til að koma á þessu tímabundna nálgunarbanni. Þrátt fyrir jákvæðar umsagnir og góðar ábendingar sem tekið var tillit til við áframhaldandi vinnslu frumvarpsins hefur það ekki enn fengist samþykkt. Síðast var það flutt árið 2006 sem sjálfstætt frumvarp og í fyrra var málinu vísað til ríkisstjórnarinnar. Síðan hefur ekkert gerst. Frumvarpið hefur verið í fimm ár til umfjöllunar hjá stjórnvöldum en niðurstaðan er sú að engra breytinga er að vænta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég er ekki viss um að þær konur hverra öryggi er ógnað dag hvern og fylla þröngt húsnæði Kvennaathvarfsins á meðan ofbeldismennirnir geta um frjálst höfuð strokið séu sammála þessu. Né þær konur sem hafa nægan styrk til að sækja um nálgunarbann og fá höfnun frá dómstólum af því það er „of íþyngjandi" fyrir ofbeldismennina að mega ekki halda áfram að beita ofbeldi. Nú liggur tæknilegt frumvarp dómsmálaráðherra fyrir þinginu og Kolbrún Halldórsdóttir leggur til austurrísku leiðina í breytingatillögu við það frumvarp. Enn og aftur fær þingið tækifæri til að leiða austurrísku leiðina í lög hér á landi. Málið hefur verið til umfjöllunar í fimm ár og tæknilegar afsakanir ekki lengur teknar til greina. Höfundur er framkvæmdastýra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun