Hlutabréf hækkað vestanhafs 28. maí 2008 20:35 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs. Fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með nokkrum samdrætti. Raunin varð hins vegar sú að eftirspurnin dróst saman um aðeins hálft prósent, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins sem birtar voru í dag. Á meðal varanlegra neysluvara eru flugvélar, vélar hvers konar, bílar, ísskápar og tölvur, svo fátt eitt sé nefnt. Á móti talsverðum samdrætti í öðrum liðum jókst eftirspurn eftir raftækjum og heimilistækjum um heil 27,8 prósent. Aukningin hefur aldrei verið jafn mikil á milli mánaða. Að sögn fréttaveitu Associated Press hafa fjárfestar áfram áhyggjur af þróun olíuverðs. Verðið hækkaði lítillega í dag, endaði í 130 dölum á tunnu, eftir þriggja dala lækkun í gær. Hærra verð getur aukið líkurnar á því að neytendur haldi að sér höndum til að hafa efni á því að keyra bíla sína í sumar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,36 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,22 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs. Fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með nokkrum samdrætti. Raunin varð hins vegar sú að eftirspurnin dróst saman um aðeins hálft prósent, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins sem birtar voru í dag. Á meðal varanlegra neysluvara eru flugvélar, vélar hvers konar, bílar, ísskápar og tölvur, svo fátt eitt sé nefnt. Á móti talsverðum samdrætti í öðrum liðum jókst eftirspurn eftir raftækjum og heimilistækjum um heil 27,8 prósent. Aukningin hefur aldrei verið jafn mikil á milli mánaða. Að sögn fréttaveitu Associated Press hafa fjárfestar áfram áhyggjur af þróun olíuverðs. Verðið hækkaði lítillega í dag, endaði í 130 dölum á tunnu, eftir þriggja dala lækkun í gær. Hærra verð getur aukið líkurnar á því að neytendur haldi að sér höndum til að hafa efni á því að keyra bíla sína í sumar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,36 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,22 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira