Óvænt útspil Framsóknar Einar K. Guðfinnsson skrifar 22. júlí 2008 16:35 Framsóknarflokkurinn er hinn nýi, alltaf-á-móti flokkur. Dæmi: Tímabundin ráðning Tryggva Þórs Herbertssonar til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum hefur almennt mælst vel fyrir. Nema hjá Framsóknarflokknum. Þó Guðni Ágústsson formaður flokksins og Valgerður Sverrissdóttir varaformaður hans séu ekki samstíga um margt í stefnu flokksins, sameinast þau þó í neikvæðum viðbrögðum við ráðningu Tryggva Þórs. En eins og kunnugt er er Tryggvi virtur hagfræðingur hérlendis og erlendis og skrifaði mjög mikilvæga skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt Frederich Mishkin, heimsþekktum hagfræðingi. Viðbrögð framsóknarforystunnar eru býsna sérstæð. Þannig segir Guðni ráðninguna vera ástæðulausa vegna þess að svo margir hagfræðingar vinni í stofnunum hins opinbera! Ekki fannst Steingrími Hermannssyni þetta þegar hann var formaður flokksins. En um Steingrím segir í opinberri söguskýringu Framsóknarflokksins: „Hann vann afrek í sinni tíð sem enginn hefur leikið eftir." Nýlega heiðruðu framsóknarmenn Steingrím í tilefni af áttræðisafmælinu. Þá var rifjað upp hve mikla áherslu hann lagði á að hafa efnahagsráðgjafa sér við hlið í forsætisráðuneytinu. Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi, gerði þetta einmitt að umtalsefni og sagðist hafa verið á förum úr starfi sínu í forsætisráðuneytinu árið 1983, þegar Steingrímur bað hann um að vera áfram. Á þeim tíma voru, líkt og nú, margir hagfræðingar starfandi í Hagstofunni, Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. Ráðning efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið hefur hingað til ekki verið tilefni til pólitísks naggs, fyrr en nú að forystumenn Framsóknar hefja það. Hins vegar blasir við að gagnrýni framsóknarforystunnar, eins og hún er sett fram, hittir helst fyrir þann mann sem í sögubókum Framsóknar er sagður hafa unnið afrek sem enginn hefur leikið eftir og sem núverandi formaður Framsóknarflokksins vitnar oftast til og af mestri velþóknun. Valgerður og Guðni hafa sem sagt enn þann eiginleika að koma manni á óvart með því að slæma á þann mann höggi sem maður reiknaði síst með. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er hinn nýi, alltaf-á-móti flokkur. Dæmi: Tímabundin ráðning Tryggva Þórs Herbertssonar til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum hefur almennt mælst vel fyrir. Nema hjá Framsóknarflokknum. Þó Guðni Ágústsson formaður flokksins og Valgerður Sverrissdóttir varaformaður hans séu ekki samstíga um margt í stefnu flokksins, sameinast þau þó í neikvæðum viðbrögðum við ráðningu Tryggva Þórs. En eins og kunnugt er er Tryggvi virtur hagfræðingur hérlendis og erlendis og skrifaði mjög mikilvæga skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt Frederich Mishkin, heimsþekktum hagfræðingi. Viðbrögð framsóknarforystunnar eru býsna sérstæð. Þannig segir Guðni ráðninguna vera ástæðulausa vegna þess að svo margir hagfræðingar vinni í stofnunum hins opinbera! Ekki fannst Steingrími Hermannssyni þetta þegar hann var formaður flokksins. En um Steingrím segir í opinberri söguskýringu Framsóknarflokksins: „Hann vann afrek í sinni tíð sem enginn hefur leikið eftir." Nýlega heiðruðu framsóknarmenn Steingrím í tilefni af áttræðisafmælinu. Þá var rifjað upp hve mikla áherslu hann lagði á að hafa efnahagsráðgjafa sér við hlið í forsætisráðuneytinu. Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi, gerði þetta einmitt að umtalsefni og sagðist hafa verið á förum úr starfi sínu í forsætisráðuneytinu árið 1983, þegar Steingrímur bað hann um að vera áfram. Á þeim tíma voru, líkt og nú, margir hagfræðingar starfandi í Hagstofunni, Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. Ráðning efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið hefur hingað til ekki verið tilefni til pólitísks naggs, fyrr en nú að forystumenn Framsóknar hefja það. Hins vegar blasir við að gagnrýni framsóknarforystunnar, eins og hún er sett fram, hittir helst fyrir þann mann sem í sögubókum Framsóknar er sagður hafa unnið afrek sem enginn hefur leikið eftir og sem núverandi formaður Framsóknarflokksins vitnar oftast til og af mestri velþóknun. Valgerður og Guðni hafa sem sagt enn þann eiginleika að koma manni á óvart með því að slæma á þann mann höggi sem maður reiknaði síst með. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun