Fjarlægðin frá Brussel Þorvaldur Gylfason skrifar 21. ágúst 2008 06:00 Bjartar vonir vöknuðu, þegar Sovétríkin hrundu 1991 og fimmtán sjálfstæð ríki risu á rústum þeirra. Vonir stóðu til, að nýju ríkin, skaðbrennd af langri reynslu sinni af kommúnisma og einræði, myndu neyta nýfengins sjálfstæðis til að taka upp lýðræði og heilbrigðan markaðsbúskap. Þessar vonir rættust misvel. Eystrasaltslöndin þrjú bera af öðrum í hópnum og hafa saxað talsvert á forskot Vestur-Evrópu. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Eistlandi, Lettlandi og Litháen 2007 var á bilinu 17.000 til 20.000 Bandaríkjadollarar, sem er nálægt helmingi kaupmáttar þjóðartekna vestar í álfunni (tölurnar eru frá Alþjóðabankanum). Talsvert langt að baki þeim stendur Rússland með um 14.000 dollara á mann. Þar er nú mikill uppgangur í krafti hás olíuverðs á heimsmarkaði og ýmissa umbóta. Úkraína er í miðjum hópi með 7.000 dollara á mann. Fimm fátækustu löndin af fimmtán fyrrum Sovétlýðveldum eru Georgía með 5.000 dollara á mann líkt og Angóla; Moldavía með 3.000 dollara á mann líkt og Kongó; og Kirgísistan, Tadsjikistan og Úsbekistan með innan við 2.000 dollara á mann líkt og Nígería og Súdan. Það veldur vonbrigðum, að þessum þjóðum skuli ekki hafa tekizt að lyfta sér hærra þrátt fyrir nýfundið frelsi undan erlendri ánauð og ýmis fögur fyrirheit. Ekki geta þær auðveldlega kennt Rússum um ófarir sínar og fátækt, ekki beint, en þó kannski að einhverju marki óbeint, því að enn eru við völd í flestum fátækustu landanna þarna suður frá gamlar og forhertar flokksklíkur frá Sovéttímanum. Tökum Úsbekistan. Islam Karimov var þegar orðinn aðalritari Kommúnistaflokksins þar fyrir hrun Sovétríkjanna. Hann var síðan kjörinn forseti landsins 1991 og hefur stjórnað því æ síðan með harðri hendi og hörmulegum afleiðingum. Líku máli gegnir um flest hinna suðurríkjanna, en þó ekki Georgíu, ekki lengur. Kompásinn stilltur á BrusselTakið eftir einu: viðgangur gömlu Sovétlýðveldanna frá 1991 hefur staðið í öfugu sambandi við fjarlægð þeirra frá Brussel. Þetta er ekki tilviljun. Tökum Eistland og Georgíu, svo að við þurfum ekki að burðast með öll löndin fimmtán við samanburðinn. Að fengnu sjálfstæði 1991 helltu Eistar sér frelsinu fegnir út í róttækar umbætur á öllum sviðum efnahagslífsins, opnuðu landið upp á gátt, drógu úr eða hættu stuðningi við ósjálfbjarga atvinnuvegi, komu nær öllum bankarekstri í hendur útlendinga og þannig áfram. Allir þingflokkar stóðu að umbótunum. Eistar einsettu sér í upphafi að tryggja sér skjótan og vafningalausan aðgang að ESB (og Atlantshafsbandalaginu). Þessi ásetningur stytti þeim leið: kompásinn var stilltur á Brussel öðrum þræði til að halda erindrekum harðdrægra sérhagsmunahópa og öðrum úrtölumönnum við efnið. Þetta tókst. Eistar gengu í ESB og Nató 2004. Georgía tók aðra stefnu. Landið logaði í ófriði og sat fast í fátæktargildru. Stjórnmálastéttin var gerspillt. Aðild að ESB var ekki á dagskrá.Sérhagsmunaseggir og stríðsherrar höfðu ekkert aðhald að vestan. Stirð samskipti við Rússa bættu ekki úr skák og leiddu að lokum til stríðs. Georgía var óskaland íhalds- og afturhaldsafla. Engar umtalsverðar umbætur náðu fram að ganga fyrr en með rósarbyltingunni 2003, þegar Eduard Shevardnadze, fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna og forseti Georgíu frá 1995, hrökklaðist frá völdum og Mikhail Saakashvili tók við forsetaembættinu, sem hann gegnir enn. Þá tóku hjólin að snúast, svo að Alþjóðabankinn gaf ríkisstjórn Georgíu hæstu einkunn fyrir efnahagsumbætur 2007. Bankinn raðar löndum heimsins á lista eftir því, hversu auðvelt er að stofna og starfrækja fyrirtæki (sjá www.doingbusiness.org). Georgía skauzt úr 112. sæti listans 2006 upp í 18. sæti 2007, einu sæti neðar en Eistland. (Danmörk er í fimmta sæti listans, Ísland í 10. sæti, Noregur í 11. sæti, Finnland í 13. sæti, Svíþjóð í 14. sæti og Þýzkaland í 20. sæti.) Fjórfaldur munur Fyrir umskiptin 1991 var kaupmáttur þjóðartekna á mann í Eistlandi um helmingi meiri en í Georgíu. Nú er munurinn orðinn ríflega fjórfaldur. Umbótamenn í Georgíu finna sárlega fyrir því, að kompásinn þar skyldi ekki strax við sjálfstæðistökuna vera stilltur á Brussel líkt og gert var í Eystrasaltslöndunum til að skapa skilyrði til skjótra og gagngerra umbóta í átt að auknu lýðræði og frjálsum blönduðum markaðsbúskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun
Bjartar vonir vöknuðu, þegar Sovétríkin hrundu 1991 og fimmtán sjálfstæð ríki risu á rústum þeirra. Vonir stóðu til, að nýju ríkin, skaðbrennd af langri reynslu sinni af kommúnisma og einræði, myndu neyta nýfengins sjálfstæðis til að taka upp lýðræði og heilbrigðan markaðsbúskap. Þessar vonir rættust misvel. Eystrasaltslöndin þrjú bera af öðrum í hópnum og hafa saxað talsvert á forskot Vestur-Evrópu. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Eistlandi, Lettlandi og Litháen 2007 var á bilinu 17.000 til 20.000 Bandaríkjadollarar, sem er nálægt helmingi kaupmáttar þjóðartekna vestar í álfunni (tölurnar eru frá Alþjóðabankanum). Talsvert langt að baki þeim stendur Rússland með um 14.000 dollara á mann. Þar er nú mikill uppgangur í krafti hás olíuverðs á heimsmarkaði og ýmissa umbóta. Úkraína er í miðjum hópi með 7.000 dollara á mann. Fimm fátækustu löndin af fimmtán fyrrum Sovétlýðveldum eru Georgía með 5.000 dollara á mann líkt og Angóla; Moldavía með 3.000 dollara á mann líkt og Kongó; og Kirgísistan, Tadsjikistan og Úsbekistan með innan við 2.000 dollara á mann líkt og Nígería og Súdan. Það veldur vonbrigðum, að þessum þjóðum skuli ekki hafa tekizt að lyfta sér hærra þrátt fyrir nýfundið frelsi undan erlendri ánauð og ýmis fögur fyrirheit. Ekki geta þær auðveldlega kennt Rússum um ófarir sínar og fátækt, ekki beint, en þó kannski að einhverju marki óbeint, því að enn eru við völd í flestum fátækustu landanna þarna suður frá gamlar og forhertar flokksklíkur frá Sovéttímanum. Tökum Úsbekistan. Islam Karimov var þegar orðinn aðalritari Kommúnistaflokksins þar fyrir hrun Sovétríkjanna. Hann var síðan kjörinn forseti landsins 1991 og hefur stjórnað því æ síðan með harðri hendi og hörmulegum afleiðingum. Líku máli gegnir um flest hinna suðurríkjanna, en þó ekki Georgíu, ekki lengur. Kompásinn stilltur á BrusselTakið eftir einu: viðgangur gömlu Sovétlýðveldanna frá 1991 hefur staðið í öfugu sambandi við fjarlægð þeirra frá Brussel. Þetta er ekki tilviljun. Tökum Eistland og Georgíu, svo að við þurfum ekki að burðast með öll löndin fimmtán við samanburðinn. Að fengnu sjálfstæði 1991 helltu Eistar sér frelsinu fegnir út í róttækar umbætur á öllum sviðum efnahagslífsins, opnuðu landið upp á gátt, drógu úr eða hættu stuðningi við ósjálfbjarga atvinnuvegi, komu nær öllum bankarekstri í hendur útlendinga og þannig áfram. Allir þingflokkar stóðu að umbótunum. Eistar einsettu sér í upphafi að tryggja sér skjótan og vafningalausan aðgang að ESB (og Atlantshafsbandalaginu). Þessi ásetningur stytti þeim leið: kompásinn var stilltur á Brussel öðrum þræði til að halda erindrekum harðdrægra sérhagsmunahópa og öðrum úrtölumönnum við efnið. Þetta tókst. Eistar gengu í ESB og Nató 2004. Georgía tók aðra stefnu. Landið logaði í ófriði og sat fast í fátæktargildru. Stjórnmálastéttin var gerspillt. Aðild að ESB var ekki á dagskrá.Sérhagsmunaseggir og stríðsherrar höfðu ekkert aðhald að vestan. Stirð samskipti við Rússa bættu ekki úr skák og leiddu að lokum til stríðs. Georgía var óskaland íhalds- og afturhaldsafla. Engar umtalsverðar umbætur náðu fram að ganga fyrr en með rósarbyltingunni 2003, þegar Eduard Shevardnadze, fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna og forseti Georgíu frá 1995, hrökklaðist frá völdum og Mikhail Saakashvili tók við forsetaembættinu, sem hann gegnir enn. Þá tóku hjólin að snúast, svo að Alþjóðabankinn gaf ríkisstjórn Georgíu hæstu einkunn fyrir efnahagsumbætur 2007. Bankinn raðar löndum heimsins á lista eftir því, hversu auðvelt er að stofna og starfrækja fyrirtæki (sjá www.doingbusiness.org). Georgía skauzt úr 112. sæti listans 2006 upp í 18. sæti 2007, einu sæti neðar en Eistland. (Danmörk er í fimmta sæti listans, Ísland í 10. sæti, Noregur í 11. sæti, Finnland í 13. sæti, Svíþjóð í 14. sæti og Þýzkaland í 20. sæti.) Fjórfaldur munur Fyrir umskiptin 1991 var kaupmáttur þjóðartekna á mann í Eistlandi um helmingi meiri en í Georgíu. Nú er munurinn orðinn ríflega fjórfaldur. Umbótamenn í Georgíu finna sárlega fyrir því, að kompásinn þar skyldi ekki strax við sjálfstæðistökuna vera stilltur á Brussel líkt og gert var í Eystrasaltslöndunum til að skapa skilyrði til skjótra og gagngerra umbóta í átt að auknu lýðræði og frjálsum blönduðum markaðsbúskap.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun