Þingmenn efast um björgunaraðgerðirnar 23. september 2008 20:54 Á Wall Street. Mynd/AP Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar þykja sjá vísbendingar þess efnis að björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda til að sveigja framhjá samdráttarskeiði vestanhafs muni ekki hljóta brautargengi hjá bandarískum þingheimi. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Ben Bernanke, seðlabankastjóri og Christopher Cox, forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins, sátu fyrir svörum bankamálanefndar bandaríska þingsins í langan tíma í dag og reyndu að fullvissa þingheim um nauðsyn aðgerðanna. Þeir lögðu meðal annars á það þunga áherslu að til lengri tíma litið myndi kostnaðurinn ekki verða jafn hár og ef ekkert yrði að gert. Talað hefur verið um að kostnaðurinn við ruslakistuna fyrir undirmálslánabréf og aðra verðlausa fjármálagjörninga sem bandarísk fjármálafyrirtæki sitja uppi með og brennir gat í efnahagsreikning þeirra muni kosta bandaríska skattgreiðendur um 700 milljarða bandaríkjadala. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,47 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,18 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar þykja sjá vísbendingar þess efnis að björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda til að sveigja framhjá samdráttarskeiði vestanhafs muni ekki hljóta brautargengi hjá bandarískum þingheimi. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Ben Bernanke, seðlabankastjóri og Christopher Cox, forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins, sátu fyrir svörum bankamálanefndar bandaríska þingsins í langan tíma í dag og reyndu að fullvissa þingheim um nauðsyn aðgerðanna. Þeir lögðu meðal annars á það þunga áherslu að til lengri tíma litið myndi kostnaðurinn ekki verða jafn hár og ef ekkert yrði að gert. Talað hefur verið um að kostnaðurinn við ruslakistuna fyrir undirmálslánabréf og aðra verðlausa fjármálagjörninga sem bandarísk fjármálafyrirtæki sitja uppi með og brennir gat í efnahagsreikning þeirra muni kosta bandaríska skattgreiðendur um 700 milljarða bandaríkjadala. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,47 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,18 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira