Sjóðsstjórar Bear Stearns handteknir 19. júní 2008 14:25 Utan við höfuðstöðvar Bear Stearns í New York. Starfsemi bankans hefur nú verið innlimuð í JP Morgan. Mynd/AFP Tveir fyrrum stjóðsstjórar hjá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns voru handteknir í morgun vegna gruns um sviksamlegt athæfi í verðbréfaviðskiptum og fyrir að leyna upplýsingum. Þeir eru taldir hafa með ábyrgðalausum hætti hafa valdið því að sjóðir þeirra lentu í þroti en það leiddi meðal annars til gjaldþrots Bear Stearns. Bandaríski keppinautur bankans, JP Morgan, keypti Bear Stearns í mars í sameiginlegum björgunaraðgerðum ásamt bandaríska seðlabankanum. Með kaupunum var bankanum forðað frá gjaldþroti. Stjóðsstjórarnir eru meðal annars grunaðir um að hafa hliðrað sér hjá því að gefa viðskiptavini sína áreiðanlegar og réttar upplýsingar um svokölluð undirmálslán og skuldabréfavafninga þeim tengdum. Hrun á undirmálslánamarkaði í Bandaríkjunum er einn þeirra þátta sem hlut eiga að þeim þrengingum sem verið hafa á fjármálamörkuðum frá miðju síðasta ári. Taldar eru líkur á því að sjóðsstjórarnir fyrrverandi geti svipt hulunni af því hvort stjórnendur bankans hafi vitað af slæmri lausafjárstöðu nokkru áður en ljóst var hvert stefndi. Þá eru stjórnendur jafnframt sakaðir um að hafa logið að hluthöfum um stöðu bankans áður en hann lenti í þroti, að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tveir fyrrum stjóðsstjórar hjá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns voru handteknir í morgun vegna gruns um sviksamlegt athæfi í verðbréfaviðskiptum og fyrir að leyna upplýsingum. Þeir eru taldir hafa með ábyrgðalausum hætti hafa valdið því að sjóðir þeirra lentu í þroti en það leiddi meðal annars til gjaldþrots Bear Stearns. Bandaríski keppinautur bankans, JP Morgan, keypti Bear Stearns í mars í sameiginlegum björgunaraðgerðum ásamt bandaríska seðlabankanum. Með kaupunum var bankanum forðað frá gjaldþroti. Stjóðsstjórarnir eru meðal annars grunaðir um að hafa hliðrað sér hjá því að gefa viðskiptavini sína áreiðanlegar og réttar upplýsingar um svokölluð undirmálslán og skuldabréfavafninga þeim tengdum. Hrun á undirmálslánamarkaði í Bandaríkjunum er einn þeirra þátta sem hlut eiga að þeim þrengingum sem verið hafa á fjármálamörkuðum frá miðju síðasta ári. Taldar eru líkur á því að sjóðsstjórarnir fyrrverandi geti svipt hulunni af því hvort stjórnendur bankans hafi vitað af slæmri lausafjárstöðu nokkru áður en ljóst var hvert stefndi. Þá eru stjórnendur jafnframt sakaðir um að hafa logið að hluthöfum um stöðu bankans áður en hann lenti í þroti, að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira