14 Fóstbræður Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. júlí 2008 10:01 Saving Iceland var með aðgerðir á laugardaginn á athafnasvæði Norðuráls í Helguvík þar sem hópurinn mótmælti jarðhitavirkjunum og vakti athygli á mannréttindabrotum Century Alumininum í Afríku og á Jamæku, að því er sagði í fréttum. Þetta var kunnuglegt. Fólk tjóðraði sig við vélar og prílaði í krönum og allt fór víst vel og skikkanlega fram. Lögregla fylgdist álengdar með aðgerðunum án þess að hafast að en handtók þó einn mótmælanda í lokin fyrir þær sakir að vilja ekki segja til nafns. Hinar vikulegu mótmælaaðgerðirViðbúnaður lögreglunnar var nokkuð mikill. Til að fylgjast með þessum mótmælaaðgerðum voru fjórtán lögreglumenn kvaddir til. Kunnugleg tala? Mikið rétt: Þetta eru nákvæmlega jafn margir lögregluþjónar og voru fyrr í mánuðinum sagðir hafa verið á vakt í miðborg Reykjavíkur um helgi til að hafa hemil á þeim óeirðum sem geisa þar vikulega.Ölæði fólks frá fermingaraldri og uppúr í miðborg Reykjavíkur má kalla nokkurs konar mótmælaaðgerðir að sínu leyti. Þar mótmælir fólk lífi sínu. Og er svo heitt í hamsi að full ástæða er til að hafa mikinn viðbúnað. Kannski er ástæða til að taka það fram að þetta almenna íslenska ölæði fram á morgun og sú vargöld sem skapast af því er ekki lögreglunni að kenna eins og stundum mætti ætla af umræðunni: Fyllerí er ævinlega þeim einum að kenna sem fullir eru.Munurinn á mótmælaaðgerðum Saving Iceland-hópsins og hinum alíslensku helgaróeirðum er með öðrum orðum sá að þeir sem hrynja um miðbæinn bölvandisk og brjótandisk eru viti sínu fjær af drykkju og því óútreiknanlegir, auk þess sem þeir trufla næturfrið og eru öllum til ama og leiðinda. Meðlimir Saving Iceland eru hins vegar að því er best er vitað almennt allsgáðir, og þótt þeir fari í taugarnar á mörgum kallar það í sjálfu sér ekki á fjórtán manna lögreglulið.Þeir eru líka nokkuð fyrirsjáanlegir í aðgerðum sínum sem felast allar í nokkurs konar stefnumóti mótmælanda og vinnutækis. Mótmælandinn prílar upp í vinnutækið eða hlekkjar sig við það: Notar líkama sinn til að sýna fram á að vinnutækið hefur ekki sjálfstæðan vilja eða sjálfvirkni heldur er stýrt af fólki, sem hefur heilabú.Nokkurra klukkustunda hlé á starfsemi slíkra tækja af mannavöldum er talin ámóta ógnvænleg og kaótísk framrás frávita manna af alls kyns ólyfjan sem fara um miðborg Reykjavíkur eins og víkingahópur í Gerplu - í skartklæðum - og rífa og mölva og öskra og spræna út um allt á algerlega tilviljanakenndan hátt.Er einkavæðing lögreglunnar á dagskrá ríkisstjórnarinnar? Er rætt um hana í stjórnarsáttmálanum? Er planið að til verði öflugur Ríkislögreglustjóri sem hafi með höndum „forvirkar aðgerðir" (njósnir) en um almenna löggæslu sjái nokkurs konar einkaherir eins og tíðkuðust á miðöldum. Ekki verður annað séð en að Sjálfstæðismenn vinni markvisst að slíkri einkavæðingu hvar sem þeir koma því við, í sveitastjórnum þar sem þeir ráða lögum og lofum, svo sem í Kópavogi, Seltjarnarnesi og Reykjavík, og í ríkisstjórn þar sem ekki virðist hafa verið staðið þannig að fjárveitingum til annarra lögregluembætta en Ríkislögregustjórans, að standi undir sómasamlegum rekstri. „Tibbi-tibbi-tibb-tíbbitibb“Ekki skal dregið í efa að það fólk sem á að sinna löggæslu í frjálshyggjubæjunum leggur sig fram í hvívetna en maður veit hins vegar ekkert hvaða fólk þetta er, hvaða þjálfun það hefur fengið, og hvers við getum vænst af því. Við vitum ekki hvers konar umboð slíkur einkaher hefur frá almannavaldinu til að framfylgja lögunum. Slíkt umboð fer ekkert á milli mála þegar lögreglan hefur afskipti af borgunum, hvort sem það er til að benda á að parkljósin séu biluð, ná kettinum af þakinu eða til að yfirbuga óðan mann. Maður frá Securitas hefur ekki slíkt óumdeilt umboð, að minnsta kosti ekki í vitund almennings. Við berum vissa virðingu fyrir búningi lögreglunnar en hvers vegna ættum við að bera virðingu fyrir manni í Securitas-búningi?Þegar ég var lítill og hlustaði á óskalagaþætti sjómanna og sjúklinga og beið þolinmóður eftir næsta lagi með bresku Bítlunum þurfti maður alltaf að hlusta á vissan skammt af sjómannalögum með 14 Fóstbræðrum; sem var einmitt nokkurs konar sérsveit úr karlakórnum Fóstbræðrum. Þessir 14 sérhæfðu sig í syrpum: þeir trölluðu á hundavaði gegnum nokkur sjómannalög sem urðu fyrir vikið eiginlega eins og ávæningur af viðkomandi lögum - hugmynd um þau - en ekki raunveruleg lög.Þannig lögreglu virðist standa til að bjóða okkur upp á: menn í búningum sem líkjast löggubúningum, menn sem eru frekar ávæningur af löggum en raunverulegar löggur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Saving Iceland var með aðgerðir á laugardaginn á athafnasvæði Norðuráls í Helguvík þar sem hópurinn mótmælti jarðhitavirkjunum og vakti athygli á mannréttindabrotum Century Alumininum í Afríku og á Jamæku, að því er sagði í fréttum. Þetta var kunnuglegt. Fólk tjóðraði sig við vélar og prílaði í krönum og allt fór víst vel og skikkanlega fram. Lögregla fylgdist álengdar með aðgerðunum án þess að hafast að en handtók þó einn mótmælanda í lokin fyrir þær sakir að vilja ekki segja til nafns. Hinar vikulegu mótmælaaðgerðirViðbúnaður lögreglunnar var nokkuð mikill. Til að fylgjast með þessum mótmælaaðgerðum voru fjórtán lögreglumenn kvaddir til. Kunnugleg tala? Mikið rétt: Þetta eru nákvæmlega jafn margir lögregluþjónar og voru fyrr í mánuðinum sagðir hafa verið á vakt í miðborg Reykjavíkur um helgi til að hafa hemil á þeim óeirðum sem geisa þar vikulega.Ölæði fólks frá fermingaraldri og uppúr í miðborg Reykjavíkur má kalla nokkurs konar mótmælaaðgerðir að sínu leyti. Þar mótmælir fólk lífi sínu. Og er svo heitt í hamsi að full ástæða er til að hafa mikinn viðbúnað. Kannski er ástæða til að taka það fram að þetta almenna íslenska ölæði fram á morgun og sú vargöld sem skapast af því er ekki lögreglunni að kenna eins og stundum mætti ætla af umræðunni: Fyllerí er ævinlega þeim einum að kenna sem fullir eru.Munurinn á mótmælaaðgerðum Saving Iceland-hópsins og hinum alíslensku helgaróeirðum er með öðrum orðum sá að þeir sem hrynja um miðbæinn bölvandisk og brjótandisk eru viti sínu fjær af drykkju og því óútreiknanlegir, auk þess sem þeir trufla næturfrið og eru öllum til ama og leiðinda. Meðlimir Saving Iceland eru hins vegar að því er best er vitað almennt allsgáðir, og þótt þeir fari í taugarnar á mörgum kallar það í sjálfu sér ekki á fjórtán manna lögreglulið.Þeir eru líka nokkuð fyrirsjáanlegir í aðgerðum sínum sem felast allar í nokkurs konar stefnumóti mótmælanda og vinnutækis. Mótmælandinn prílar upp í vinnutækið eða hlekkjar sig við það: Notar líkama sinn til að sýna fram á að vinnutækið hefur ekki sjálfstæðan vilja eða sjálfvirkni heldur er stýrt af fólki, sem hefur heilabú.Nokkurra klukkustunda hlé á starfsemi slíkra tækja af mannavöldum er talin ámóta ógnvænleg og kaótísk framrás frávita manna af alls kyns ólyfjan sem fara um miðborg Reykjavíkur eins og víkingahópur í Gerplu - í skartklæðum - og rífa og mölva og öskra og spræna út um allt á algerlega tilviljanakenndan hátt.Er einkavæðing lögreglunnar á dagskrá ríkisstjórnarinnar? Er rætt um hana í stjórnarsáttmálanum? Er planið að til verði öflugur Ríkislögreglustjóri sem hafi með höndum „forvirkar aðgerðir" (njósnir) en um almenna löggæslu sjái nokkurs konar einkaherir eins og tíðkuðust á miðöldum. Ekki verður annað séð en að Sjálfstæðismenn vinni markvisst að slíkri einkavæðingu hvar sem þeir koma því við, í sveitastjórnum þar sem þeir ráða lögum og lofum, svo sem í Kópavogi, Seltjarnarnesi og Reykjavík, og í ríkisstjórn þar sem ekki virðist hafa verið staðið þannig að fjárveitingum til annarra lögregluembætta en Ríkislögregustjórans, að standi undir sómasamlegum rekstri. „Tibbi-tibbi-tibb-tíbbitibb“Ekki skal dregið í efa að það fólk sem á að sinna löggæslu í frjálshyggjubæjunum leggur sig fram í hvívetna en maður veit hins vegar ekkert hvaða fólk þetta er, hvaða þjálfun það hefur fengið, og hvers við getum vænst af því. Við vitum ekki hvers konar umboð slíkur einkaher hefur frá almannavaldinu til að framfylgja lögunum. Slíkt umboð fer ekkert á milli mála þegar lögreglan hefur afskipti af borgunum, hvort sem það er til að benda á að parkljósin séu biluð, ná kettinum af þakinu eða til að yfirbuga óðan mann. Maður frá Securitas hefur ekki slíkt óumdeilt umboð, að minnsta kosti ekki í vitund almennings. Við berum vissa virðingu fyrir búningi lögreglunnar en hvers vegna ættum við að bera virðingu fyrir manni í Securitas-búningi?Þegar ég var lítill og hlustaði á óskalagaþætti sjómanna og sjúklinga og beið þolinmóður eftir næsta lagi með bresku Bítlunum þurfti maður alltaf að hlusta á vissan skammt af sjómannalögum með 14 Fóstbræðrum; sem var einmitt nokkurs konar sérsveit úr karlakórnum Fóstbræðrum. Þessir 14 sérhæfðu sig í syrpum: þeir trölluðu á hundavaði gegnum nokkur sjómannalög sem urðu fyrir vikið eiginlega eins og ávæningur af viðkomandi lögum - hugmynd um þau - en ekki raunveruleg lög.Þannig lögreglu virðist standa til að bjóða okkur upp á: menn í búningum sem líkjast löggubúningum, menn sem eru frekar ávæningur af löggum en raunverulegar löggur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun