Matur

Myntukrydduð jarðarber með kampavíni

Fjöldi matargesta: 4

Myntukrydduð jarðarber með kampavíni

Sigtið flórsykurinn yfir jarðarberin.

Veljið fjórar fallegar myntuhríslur til skreytingar, en skerið niður u.þ.b. 2 msk. af myntulaufum og blandið saman við jarðarberin.

Dreifið þessu jafnt í skálar og látið standa í kæli þar til borið er fram. Þegar að því kemur er smá kampavíni hellt yfir og skreytt með myntulaufum.

300 g. jarðarber , skorin í tvennt
1 Stk. Myntubúnt
3 Msk. flórsykur
kampavín

Uppskrift af Nóatún.is








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.