Veruleikinn Þorsteinn Pálsson skrifar 29. október 2008 06:30 Ágreiningur hefur verið um peningastefnuna um hríð. Aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði fyrir rúmum tveimur árum að ávinningur af sjálfstæðri mynt væri minni en enginn. Bankastjórnin var staðföst í því að halda uppi fölsku gengi og fölskum lífskjörum með því að dæla inn erlendu lánsfé á háum vöxtum. Eftir hrun bankakerfisins breytti bankastjórnin peningastefnunni í grundvallaratriðum með því að festa gengið og hverfa frá floti krónunnar. Sú stefnubreyting stóð í rúman sólarhring. Þá var snúið til baka. Í aðdraganda þess að völdin voru tekin af bankastjórninni og færð til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lækkaði hún vexti. Sú ákvörðun fól í sér stefnubreytingu í veigamiklum atriðum. Í gær voru vextirnir síðan hækkaðir langt umfram það sem var áður en þeir lækkuðu fyrir fáeinum dögum. Við ríkjandi aðstæður er vissulega úr vöndu að ráða. En hringlandaháttur af þessu tagi er ótrúverðugur. Seðlabankinn á eftir eðli sínu að vera fjármálaleg kjölfesta efnahagslífsins. Hann minnir nú meir á korktappa. Efnahagsvandinn sem við er að glíma er alþjóðlegur. Munurinn á Íslandi og öðrum þjóðum er sá að hér hefur nánast allt bankakerfið hrunið. Seðlabankinn hafði annaðhvort ekki styrk eða vilja til að gegna hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara. Enn er óljóst hvaða stefnu bankinn fylgdi í því efni. Honum hefur verið um megn að tryggja þau gjaldeyrisviðskipti sem nauðsynleg eru til að halda atvinnulífinu gangandi. Í kjölfar þessa vinnur ríkisstjórnin með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vinveittum ríkisstjórnum að lánsfjáröflun til þess að unnt verði að koma á viðskiptum með íslensku krónuna á ný. Markmiðið hlýtur að vera að styrkja verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum um leið og hagsmunir neytenda eru virtir. Nú fer með öðrum orðum fram leit að því jafnvægi sem Seðlabankinn hefur ekki náð á undanförnum árum. Ganga verður út frá að það náist með utanaðkomandi aðstoð. Athygli hefur vakið við þessar aðstæður að dómsmálaráðherra segir það vera til marks um veruleikaflótta að skoða og ræða möguleika á upptöku evru. Þau bjargráð sem nú eru á döfinni til að hleypa súrefni inn í atvinnulífið verða að leiða til jafnvægis í gengismálum á næstu tveimur til þremur mánuðum. Þegar þar að kemur þarf að liggja fyrir hvort framhaldið á að velta á óbreyttri peningastefnu eða hvort fara á nýjar leiðir. Óhugsandi er að á þeim tímapunkti ríki óvissa um það strik sem sigla á eftir til móts við nýja framtíð. Þegar ríkisstjórnin biður menn við svo búið að ræða ekki kosti og galla þess að taka upp evru verða menn að leggja við hlustir. Ástæðulaust er að útiloka að ríkisstjórnin hafi rétt fyrir sér í því að evruumræðan sé flótti frá veruleikanum. En að því gefnu þarf að beina umræðunni að framtíðarveruleika krónunnar. Ófært er að sleppa umræðu bæði um krónuna og evruna. Við höfum fengið reynslu af þeirri aðferðafræði sem beitt hefur verið undanfarin sjö ár við stjórn krónunnar. Á að halda henni óbreyttri áfram? Á að beita öðrum aðferðum? Hverjar eru þær? Með hvaða ráðum og kostnaði á að tryggja sambærilegan stöðugleika með krónu og evru? Hvernig á að tryggja samkeppnishæfni krónunnar? Eðlilegt er að þeir sem ekki eru á veruleikaflótta fái svigrúm til að koma fram með rökstudd svör við þessum spurningum. Allra eyru eru opin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Ágreiningur hefur verið um peningastefnuna um hríð. Aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði fyrir rúmum tveimur árum að ávinningur af sjálfstæðri mynt væri minni en enginn. Bankastjórnin var staðföst í því að halda uppi fölsku gengi og fölskum lífskjörum með því að dæla inn erlendu lánsfé á háum vöxtum. Eftir hrun bankakerfisins breytti bankastjórnin peningastefnunni í grundvallaratriðum með því að festa gengið og hverfa frá floti krónunnar. Sú stefnubreyting stóð í rúman sólarhring. Þá var snúið til baka. Í aðdraganda þess að völdin voru tekin af bankastjórninni og færð til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lækkaði hún vexti. Sú ákvörðun fól í sér stefnubreytingu í veigamiklum atriðum. Í gær voru vextirnir síðan hækkaðir langt umfram það sem var áður en þeir lækkuðu fyrir fáeinum dögum. Við ríkjandi aðstæður er vissulega úr vöndu að ráða. En hringlandaháttur af þessu tagi er ótrúverðugur. Seðlabankinn á eftir eðli sínu að vera fjármálaleg kjölfesta efnahagslífsins. Hann minnir nú meir á korktappa. Efnahagsvandinn sem við er að glíma er alþjóðlegur. Munurinn á Íslandi og öðrum þjóðum er sá að hér hefur nánast allt bankakerfið hrunið. Seðlabankinn hafði annaðhvort ekki styrk eða vilja til að gegna hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara. Enn er óljóst hvaða stefnu bankinn fylgdi í því efni. Honum hefur verið um megn að tryggja þau gjaldeyrisviðskipti sem nauðsynleg eru til að halda atvinnulífinu gangandi. Í kjölfar þessa vinnur ríkisstjórnin með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vinveittum ríkisstjórnum að lánsfjáröflun til þess að unnt verði að koma á viðskiptum með íslensku krónuna á ný. Markmiðið hlýtur að vera að styrkja verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum um leið og hagsmunir neytenda eru virtir. Nú fer með öðrum orðum fram leit að því jafnvægi sem Seðlabankinn hefur ekki náð á undanförnum árum. Ganga verður út frá að það náist með utanaðkomandi aðstoð. Athygli hefur vakið við þessar aðstæður að dómsmálaráðherra segir það vera til marks um veruleikaflótta að skoða og ræða möguleika á upptöku evru. Þau bjargráð sem nú eru á döfinni til að hleypa súrefni inn í atvinnulífið verða að leiða til jafnvægis í gengismálum á næstu tveimur til þremur mánuðum. Þegar þar að kemur þarf að liggja fyrir hvort framhaldið á að velta á óbreyttri peningastefnu eða hvort fara á nýjar leiðir. Óhugsandi er að á þeim tímapunkti ríki óvissa um það strik sem sigla á eftir til móts við nýja framtíð. Þegar ríkisstjórnin biður menn við svo búið að ræða ekki kosti og galla þess að taka upp evru verða menn að leggja við hlustir. Ástæðulaust er að útiloka að ríkisstjórnin hafi rétt fyrir sér í því að evruumræðan sé flótti frá veruleikanum. En að því gefnu þarf að beina umræðunni að framtíðarveruleika krónunnar. Ófært er að sleppa umræðu bæði um krónuna og evruna. Við höfum fengið reynslu af þeirri aðferðafræði sem beitt hefur verið undanfarin sjö ár við stjórn krónunnar. Á að halda henni óbreyttri áfram? Á að beita öðrum aðferðum? Hverjar eru þær? Með hvaða ráðum og kostnaði á að tryggja sambærilegan stöðugleika með krónu og evru? Hvernig á að tryggja samkeppnishæfni krónunnar? Eðlilegt er að þeir sem ekki eru á veruleikaflótta fái svigrúm til að koma fram með rökstudd svör við þessum spurningum. Allra eyru eru opin.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun