Skýrir kostir Þorsteinn Pálsson skrifar 22. október 2008 06:00 Árin fyrir heimskreppuna á fjórða áratugnum deildu menn um grundvallarhugmyndir er lutu að peningamálastjórn landsins. Ríkisstjórnir þeirrar tíðar fundu hins vegar ekki réttan tíma til að taka ákvarðanir til lengri framtíðar. Eftir að kreppan skall á voru menn uppteknir við skammtímaviðbrögð. Lag til að ákveða langtímastefnu í peningamálum kom aldrei. Niðurstaðan var sú að þjóðin sat uppi með hafta- og millifærslukerfi með fjölgengi í þrjá áratugi. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur verið ljóst að tilraunin sem ákveðin var með Seðlabankalögunum frá 2001 gengi ekki upp. Vegna mikilvægis bráðaráðstafana við aðsteðjandi vanda hefur ekki verið talið að réttur tími væri til að móta nýja framtíðarstefnu í peningamálum. Nú er hrunið gengið yfir. Neyðarlög hafa verið sett. Fyrstu bráðabirgðalausnir hafa verið ákveðnar. Samvinna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn blasir við. Hún verður ekki þrautalaus fremur en annað. Næst er síðan að ákveða stefnuna um framtíð peningamálanna. Vandinn er sá að ríkisstjórnarflokkarnir hafa aðhyllst ósamrýmanlegar leiðir í því efni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað varðveita krónuna. Hann hefur þó haft fyrirvara um endurmat þjóðarhagsmuna á hverjum tíma. Samfylkingin hefur haft upptöku evru á stefnuskrá sinni með aðild að Evrópusambandinu. Annar hvor flokkanna verður nú að breyta mati sínu á stöðunni. Skýr framtíðarstefna í peningamálum er forsenda endurvakins trausts. Ný pólitísk staða kemur hins vegar upp fari svo að hvorugur stjórnarflokkanna breyti hagsmunamati sínu. Miðað við ríkjandi valdahlutföll á Alþingi sýnist Samfylkingin ekki eiga málefnalegan kost á þátttöku í annars konar stjórn. Þó svo að hún væri tilbúin að fórna Evrópustefnunni til að ná saman með VG er eins líklegt að meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins sé ekki reiðubúinn til stjórnaraðildar án evrulausnar. Að þessu leyti hefur Sjálfstæðisflokkurinn í meira svigrúm. Hann gæti trúlega myndað stjórn með VG um viðhald krónunnar. Slíkt samstarf yrði hins vegar keypt dýru verði. Það myndi kosta meiri einangrun, stóraukin ríkisumsvif í fjármála- og atvinnulífi og vaxandi skattbyrði sem hlýst af vörn krónunnar. Þar til viðbótar yrðu settar verulegar takmarkanir á hagnýtingu orku til nýrrar verðmætasköpunar. Nái stjórnarflokkarnir ekki saman um framtíðarstefnu í peningamálum fær þjóðin tvo afar skýra kosti í næstu þingkosningum. Einu gildir hvort þær verða haldnar fyrr eða síðar. Annars vegar verða þar Sjálfstæðisflokkurinn og VG með tilboð um áframhaldandi varðstöðu um krónuna. Hins vegar munu Samfylkingin og meirihluti Framsóknarflokksins koma með tilboð um evru og aðild að Evrópusambandinu. Enginn sér úrslit í slíkum kosningum fyrir eins og sakir standa. Afleiðingin yrði hins vegar að öllum líkum klofin þjóð. Miklu farsælla væri að stjórnarflokkarnir kæmu framtíðarskipan peningamálanna sem fyrst í skýran farveg með eins víðtæku samstarfi og kostur er á, innan þings sem utan. Þjóðin tæki síðan afstöðu til þess í kosningum eða eftir atvikum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjarni málsins snýst um framtíðargjaldmiðil sem nýtur gagnkvæms trausts í viðskiptum og er grundvöllur stöðugleika. Útideyfa er ekki leið að því takmarki heldur skýr framtíðarsýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Árin fyrir heimskreppuna á fjórða áratugnum deildu menn um grundvallarhugmyndir er lutu að peningamálastjórn landsins. Ríkisstjórnir þeirrar tíðar fundu hins vegar ekki réttan tíma til að taka ákvarðanir til lengri framtíðar. Eftir að kreppan skall á voru menn uppteknir við skammtímaviðbrögð. Lag til að ákveða langtímastefnu í peningamálum kom aldrei. Niðurstaðan var sú að þjóðin sat uppi með hafta- og millifærslukerfi með fjölgengi í þrjá áratugi. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur verið ljóst að tilraunin sem ákveðin var með Seðlabankalögunum frá 2001 gengi ekki upp. Vegna mikilvægis bráðaráðstafana við aðsteðjandi vanda hefur ekki verið talið að réttur tími væri til að móta nýja framtíðarstefnu í peningamálum. Nú er hrunið gengið yfir. Neyðarlög hafa verið sett. Fyrstu bráðabirgðalausnir hafa verið ákveðnar. Samvinna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn blasir við. Hún verður ekki þrautalaus fremur en annað. Næst er síðan að ákveða stefnuna um framtíð peningamálanna. Vandinn er sá að ríkisstjórnarflokkarnir hafa aðhyllst ósamrýmanlegar leiðir í því efni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað varðveita krónuna. Hann hefur þó haft fyrirvara um endurmat þjóðarhagsmuna á hverjum tíma. Samfylkingin hefur haft upptöku evru á stefnuskrá sinni með aðild að Evrópusambandinu. Annar hvor flokkanna verður nú að breyta mati sínu á stöðunni. Skýr framtíðarstefna í peningamálum er forsenda endurvakins trausts. Ný pólitísk staða kemur hins vegar upp fari svo að hvorugur stjórnarflokkanna breyti hagsmunamati sínu. Miðað við ríkjandi valdahlutföll á Alþingi sýnist Samfylkingin ekki eiga málefnalegan kost á þátttöku í annars konar stjórn. Þó svo að hún væri tilbúin að fórna Evrópustefnunni til að ná saman með VG er eins líklegt að meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins sé ekki reiðubúinn til stjórnaraðildar án evrulausnar. Að þessu leyti hefur Sjálfstæðisflokkurinn í meira svigrúm. Hann gæti trúlega myndað stjórn með VG um viðhald krónunnar. Slíkt samstarf yrði hins vegar keypt dýru verði. Það myndi kosta meiri einangrun, stóraukin ríkisumsvif í fjármála- og atvinnulífi og vaxandi skattbyrði sem hlýst af vörn krónunnar. Þar til viðbótar yrðu settar verulegar takmarkanir á hagnýtingu orku til nýrrar verðmætasköpunar. Nái stjórnarflokkarnir ekki saman um framtíðarstefnu í peningamálum fær þjóðin tvo afar skýra kosti í næstu þingkosningum. Einu gildir hvort þær verða haldnar fyrr eða síðar. Annars vegar verða þar Sjálfstæðisflokkurinn og VG með tilboð um áframhaldandi varðstöðu um krónuna. Hins vegar munu Samfylkingin og meirihluti Framsóknarflokksins koma með tilboð um evru og aðild að Evrópusambandinu. Enginn sér úrslit í slíkum kosningum fyrir eins og sakir standa. Afleiðingin yrði hins vegar að öllum líkum klofin þjóð. Miklu farsælla væri að stjórnarflokkarnir kæmu framtíðarskipan peningamálanna sem fyrst í skýran farveg með eins víðtæku samstarfi og kostur er á, innan þings sem utan. Þjóðin tæki síðan afstöðu til þess í kosningum eða eftir atvikum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjarni málsins snýst um framtíðargjaldmiðil sem nýtur gagnkvæms trausts í viðskiptum og er grundvöllur stöðugleika. Útideyfa er ekki leið að því takmarki heldur skýr framtíðarsýn.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun