Fjárfestar áhyggjufullir í Bandaríkjunum 10. nóvember 2008 21:20 Maður gengur fram hjá kauphöllinni í New York. Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. Sérstaklega hafa menn áhyggjur af stöðu tryggingarisans AIG. Félagið fór úr þriggja milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 24,47 milljarða taprekstur auk þess að taka á móti 150 milljarða dala björgunarfé úr sjóðum hins opinbera til að bjarga félaginu frá hruni. Í ofanálag lækkaði þýski bankinn Deutsche Bank verðmat sitt á bandaríska bílaframleiðandanum General Motors úr fjórum dölum á hlut í núll, sem segir sína sögu um stöðu félagsins sem tapaði 2,5 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi. Þá er reiknað með taprekstri hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs á sama fjórðungi, jafnvel allt að 2,5 dölum á hlut. Goldman Sachs hefur fram til þessa staðið orrahríð á fjármálamörkuðum ágætlega af sér og tók inn góðan hagnað fyrr á árinu með því að veðja á verðfall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var forstjóri Goldman Sachs, þar til um mitt ár í fyrra þegar hann settist í ráðherrastólinn. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,82 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,86 prósent í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. Sérstaklega hafa menn áhyggjur af stöðu tryggingarisans AIG. Félagið fór úr þriggja milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 24,47 milljarða taprekstur auk þess að taka á móti 150 milljarða dala björgunarfé úr sjóðum hins opinbera til að bjarga félaginu frá hruni. Í ofanálag lækkaði þýski bankinn Deutsche Bank verðmat sitt á bandaríska bílaframleiðandanum General Motors úr fjórum dölum á hlut í núll, sem segir sína sögu um stöðu félagsins sem tapaði 2,5 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi. Þá er reiknað með taprekstri hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs á sama fjórðungi, jafnvel allt að 2,5 dölum á hlut. Goldman Sachs hefur fram til þessa staðið orrahríð á fjármálamörkuðum ágætlega af sér og tók inn góðan hagnað fyrr á árinu með því að veðja á verðfall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var forstjóri Goldman Sachs, þar til um mitt ár í fyrra þegar hann settist í ráðherrastólinn. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,82 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,86 prósent í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira