Pólstjörnusmyglarar segja manninn í Færeyjum saklausan Óli Tynes skrifar 6. apríl 2008 19:15 Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Heimildir fréttastofunnar herma að íslensk yfirvöld telji hann hafa flækst inn í málið af tilviljun og fyrir kjánaskap. Maðurinn á færeyskan afa sem hann heimsækir oft. Hann á einnig færeyska kærustu. Hann var staddur þar í heimsókn þegar Pólstjörnusmyglararnir hringdu í hann. Einn smyglaranna er æskuvinur hans. Þeir sögðu honum að þeir ættu í vandræðum vegna bilunar og hvort þeir fengju að gista hjá honum. Hann leyfði þeim það. Karen Kjartansdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu tók ítarlegt viðtal við Pólstjörnusmyglarana, þar sem þeir lýsa því margsinnis yfir að það sem þeir harmi mest er að æskuvinurinn í Færeyjum skyldi flækjast inn í málið. Hann hafi ekki átt neinn þátt í smyglinu og aðeins verið að gera vini sínum greiða með því að geyma fyrir hann pakka. Samt hafi hann fengið langverstu meðferðina. Meðal annars hafi hann verið hafður í einangrunarvist í tæpa sex mánuði. Það er lengra en þeir sátu í einangrun allir til samans. Og enn er hann geymdur í einangrun í Færeyjum löngu eftir að búið er að rétta yfir og dæma alla sem tengdust málinu hér á landi. Viðtal Karenar má sjá á vísir.is Yfirvöld í Færeyjum hafa tekið hart á málinu. Eiginlega er réttara að tala þar um dönsk yfirvöld. Þótt Færeyingar hafi sjálfstjórn fara Danir með dóms- og lögreglumál. Saksóknarinn er dönsk kona og lögreglustjórinn sömu leiðis. Saksóknarinn segir að hún muni krefjast þyngstu mögulegu refsingar yfir manninum og hún muni ekki sætta sig við minna en tíu til fjórtán ár. Pólstjörnumálið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Heimildir fréttastofunnar herma að íslensk yfirvöld telji hann hafa flækst inn í málið af tilviljun og fyrir kjánaskap. Maðurinn á færeyskan afa sem hann heimsækir oft. Hann á einnig færeyska kærustu. Hann var staddur þar í heimsókn þegar Pólstjörnusmyglararnir hringdu í hann. Einn smyglaranna er æskuvinur hans. Þeir sögðu honum að þeir ættu í vandræðum vegna bilunar og hvort þeir fengju að gista hjá honum. Hann leyfði þeim það. Karen Kjartansdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu tók ítarlegt viðtal við Pólstjörnusmyglarana, þar sem þeir lýsa því margsinnis yfir að það sem þeir harmi mest er að æskuvinurinn í Færeyjum skyldi flækjast inn í málið. Hann hafi ekki átt neinn þátt í smyglinu og aðeins verið að gera vini sínum greiða með því að geyma fyrir hann pakka. Samt hafi hann fengið langverstu meðferðina. Meðal annars hafi hann verið hafður í einangrunarvist í tæpa sex mánuði. Það er lengra en þeir sátu í einangrun allir til samans. Og enn er hann geymdur í einangrun í Færeyjum löngu eftir að búið er að rétta yfir og dæma alla sem tengdust málinu hér á landi. Viðtal Karenar má sjá á vísir.is Yfirvöld í Færeyjum hafa tekið hart á málinu. Eiginlega er réttara að tala þar um dönsk yfirvöld. Þótt Færeyingar hafi sjálfstjórn fara Danir með dóms- og lögreglumál. Saksóknarinn er dönsk kona og lögreglustjórinn sömu leiðis. Saksóknarinn segir að hún muni krefjast þyngstu mögulegu refsingar yfir manninum og hún muni ekki sætta sig við minna en tíu til fjórtán ár.
Pólstjörnumálið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira