Ég veit þú kemur Gerður Kristný skrifar 2. ágúst 2008 04:30 Á hverju sumri bjóða Vestmannaeyingar þjóðinni til veislu. Boðskortið er frumlegra en gengur og gerist. Yfirleitt birtist það í formi furðulegs kitls í maga sem ágerist eftir því sem nær dregur verslunarmannahelgi. Þessu er hægt að gera ráð fyrir á hverju ári því aldrei þarf að velkjast í vafa um það hvort af þjóðhátíð verði. Þar ráða nefnilega hvorki veður né fjármunir, heldur hefðin ein. Vestmannaeyingar mega svo sannarlega vera stoltir því engum öðrum stað á landinu hefur tekist að skapa jafnsterka hefð fyrir neinni útihátíð. Þeir leggja líka á sig ómælda vinnu við undirbúning gleðskaparins sem felst meðal annars í því að skreyta Herjólfsdal, hátíðarsvæði sem virðist hafa verið skapað frá náttúrunnar hendi í þeim tilgangi einum að nokkur þúsund manna kór komi hér saman í brekkusöng. Þótt náttúran hafi ekki haft fyrir því að mála fyrir okkur hofið eða panta bjórinn sá hún okkur sem betur fer fyrir fólki sem nennir því. Aðkomufólk ætti samt að nýta þessi helgi til að kynnast Heimaey. Þar er nefnilega margt fleira en aðeins Herjólfsdalur, kamrarnir og gámarnir þar sem maður getur látið hlaða farsímana. Vonandi eiga gestirnir eftir að njóta nógu góðrar heilsu þessa helgi til að geta til dæmis brugðið sér út á Skans og vappað niður í fjöru eða jafnvel farið í siglingu. Við sem tilheyrum þeim hluta þjóðarinnar sem aldrei hefur skellt sér á sjóinn eða haft dug til að reka eigið fyrirtæki lítum á volkið sem tilheyrir almennilegri íslenskri útihátíð sem prófstein á þolgæði okkar. Þetta er manndómsvígslan okkar og í raun er allt unnið fyrir gýg ef vistin verður of þægileg. Rennblautt tjald er partur af prógramminu. Frá Vestmannaeyjum fer maður síðan aðeins til að geta snúið aftur. Ekki það að það líti alltaf út fyrir að maður komist til baka. Þar á umsviptingasöm veðrátta oftast sök. Flugvélar treysta sér ekki í loftið og bátar snúa aftur til hafnar eftir daglangt volk í úfnu hafi með grænleita farþega. En oftar er það nú fegurð Eyjanna sem dregur mann til sín. Hún á það til að fá mann til að kikna í hnjánum og óska þess að maður geti endalaust legið frammi á klettabrún að fylgjast með dullarfullu lífi lunda og enn furðulegri ferðum skýja yfir himininn. Ég veit ekki með ykkur, en ég er farin út í Eyjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Á hverju sumri bjóða Vestmannaeyingar þjóðinni til veislu. Boðskortið er frumlegra en gengur og gerist. Yfirleitt birtist það í formi furðulegs kitls í maga sem ágerist eftir því sem nær dregur verslunarmannahelgi. Þessu er hægt að gera ráð fyrir á hverju ári því aldrei þarf að velkjast í vafa um það hvort af þjóðhátíð verði. Þar ráða nefnilega hvorki veður né fjármunir, heldur hefðin ein. Vestmannaeyingar mega svo sannarlega vera stoltir því engum öðrum stað á landinu hefur tekist að skapa jafnsterka hefð fyrir neinni útihátíð. Þeir leggja líka á sig ómælda vinnu við undirbúning gleðskaparins sem felst meðal annars í því að skreyta Herjólfsdal, hátíðarsvæði sem virðist hafa verið skapað frá náttúrunnar hendi í þeim tilgangi einum að nokkur þúsund manna kór komi hér saman í brekkusöng. Þótt náttúran hafi ekki haft fyrir því að mála fyrir okkur hofið eða panta bjórinn sá hún okkur sem betur fer fyrir fólki sem nennir því. Aðkomufólk ætti samt að nýta þessi helgi til að kynnast Heimaey. Þar er nefnilega margt fleira en aðeins Herjólfsdalur, kamrarnir og gámarnir þar sem maður getur látið hlaða farsímana. Vonandi eiga gestirnir eftir að njóta nógu góðrar heilsu þessa helgi til að geta til dæmis brugðið sér út á Skans og vappað niður í fjöru eða jafnvel farið í siglingu. Við sem tilheyrum þeim hluta þjóðarinnar sem aldrei hefur skellt sér á sjóinn eða haft dug til að reka eigið fyrirtæki lítum á volkið sem tilheyrir almennilegri íslenskri útihátíð sem prófstein á þolgæði okkar. Þetta er manndómsvígslan okkar og í raun er allt unnið fyrir gýg ef vistin verður of þægileg. Rennblautt tjald er partur af prógramminu. Frá Vestmannaeyjum fer maður síðan aðeins til að geta snúið aftur. Ekki það að það líti alltaf út fyrir að maður komist til baka. Þar á umsviptingasöm veðrátta oftast sök. Flugvélar treysta sér ekki í loftið og bátar snúa aftur til hafnar eftir daglangt volk í úfnu hafi með grænleita farþega. En oftar er það nú fegurð Eyjanna sem dregur mann til sín. Hún á það til að fá mann til að kikna í hnjánum og óska þess að maður geti endalaust legið frammi á klettabrún að fylgjast með dullarfullu lífi lunda og enn furðulegri ferðum skýja yfir himininn. Ég veit ekki með ykkur, en ég er farin út í Eyjar.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun