Óskýr skilaboð Steinunn Stefánsdóttir skrifar 9. október 2008 06:00 Um nokkurra mánaða skeið hefur legið fyrir að í óefni stefndi á Íslandi, að fjármálakreppa væri yfirvofandi. Margir erlendir sérfræðingar um efnahagsmál höfðu bent á þetta allmiklu fyrr og nokkrir Íslendingar líka. Þessar athugasemdir hafa ekki verið teknar til greina og því jafnvel svarað til að skilningsleysi á íslenskum dugnaði og áræðni lægi að baki þeim. Eftir því sem liðið hefur á þetta ár hefur smám saman orðið ljósara að í alvarlega fjármálakreppu stefndi. Íslensk stjórnvöld, þeir sem til ábyrgðar standa í rekstri íslenskrar þjóðarskútu, hafa á þessum tíma kosið að láta meira og minna eins og ekkert væri. Eiginlega hafa íslenskir ráðamenn minnt á strútinn sem stingur höfðinu í sandinn þegar vá er fyrir dyrum. Alla síðastliðna helgi beið þjóðin í ofvæni eftir niðurstöðum raðfundarhalda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Seint á sunnudagskvöld mælti svo forsætisráðherra af tröppum ráðherrabústaðarins og sagði að ekki væri þörf á „sérstökum aðgerðapakka". Það var niðurstaða fundahalda helgarinnar. Næsti kapítuli var ávarp sama forsætisráðherra innan við sólarhring síðar þar sem hann greindi þjóðinni frá því að staðan væri gerbreytt og að hann hygðist leggja fram frumvarp um neyðarlög í landinu. Alþingi samþykkti neyðarlögin. Nú varð atburðarás hröð og bankar voru yfirteknir. Einnig var ákveðið að festa gengi íslensku krónunnar en vegna skorts á gjaldeyri var aldrei hægt að framfylgja þeirri ákvörðun og gengi krónunnar í algerri óvissu. Hins vegar hefur ekki verið hreyft við stýrivöxtum Seðlabankans þrátt fyrir að skipbrot stýrivaxtastefnunnar sé löngu ljóst. Yfirlýsing seðlabankastjóra um væntanlegt lán frá Rússum, áður en það var frágengið, ásamt því að gefa í skyn að Íslendingar hygðust brjóta lög á breskum sparifjáreigendum var heldur ekki til þess fallið að auka tiltrú almennings á því að þjóðarskútan væri undir styrkri stjórn, auk þess sem þessar yfirlýsingar hafa skaðað ímynd Íslands enn frekar en orðið var í alþjóðasamfélaginu. Í gær beið þjóðin eftir blaðamannafundi meðan þess var freistað að slökkva þá elda sem seðlabankastjóri hafði kveikt. Þjóðin vænti þeim mun meiri tíðinda af fundinum. Þau komu ekki. Enn bíður þjóðin. Ljóst er að fjárhagsgrundvöllurinn fjarar nú undan fjölmörgum fjölskyldum þrátt fyrir að koma eigi böndum á afborganir af íbúðalánum með yfirtöku Íbúðalánasjóðs og að ríkið muni ábyrgjast sparifé á bankareikningum. Gjaldþrot blasa einnig við fjölda fyrirtækja með tilheyrandi atvinnuleysi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að yfirvöld tali einum rómi. Skilaboðin til þjóðarinnar eiga að koma frá ríkisstjórninni, ekki seðlabankastjóra. Upplýsingar verða að vera skýrar og ganga eftir. Almenningur verður að finna að ríkisstjórnin hafi stjórn á atburðarásinni innanlands. Sú er ekki raunin enn sem komið er. Til þess verða aðgerðir að vera markvissari og skilaboð skýrari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Um nokkurra mánaða skeið hefur legið fyrir að í óefni stefndi á Íslandi, að fjármálakreppa væri yfirvofandi. Margir erlendir sérfræðingar um efnahagsmál höfðu bent á þetta allmiklu fyrr og nokkrir Íslendingar líka. Þessar athugasemdir hafa ekki verið teknar til greina og því jafnvel svarað til að skilningsleysi á íslenskum dugnaði og áræðni lægi að baki þeim. Eftir því sem liðið hefur á þetta ár hefur smám saman orðið ljósara að í alvarlega fjármálakreppu stefndi. Íslensk stjórnvöld, þeir sem til ábyrgðar standa í rekstri íslenskrar þjóðarskútu, hafa á þessum tíma kosið að láta meira og minna eins og ekkert væri. Eiginlega hafa íslenskir ráðamenn minnt á strútinn sem stingur höfðinu í sandinn þegar vá er fyrir dyrum. Alla síðastliðna helgi beið þjóðin í ofvæni eftir niðurstöðum raðfundarhalda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Seint á sunnudagskvöld mælti svo forsætisráðherra af tröppum ráðherrabústaðarins og sagði að ekki væri þörf á „sérstökum aðgerðapakka". Það var niðurstaða fundahalda helgarinnar. Næsti kapítuli var ávarp sama forsætisráðherra innan við sólarhring síðar þar sem hann greindi þjóðinni frá því að staðan væri gerbreytt og að hann hygðist leggja fram frumvarp um neyðarlög í landinu. Alþingi samþykkti neyðarlögin. Nú varð atburðarás hröð og bankar voru yfirteknir. Einnig var ákveðið að festa gengi íslensku krónunnar en vegna skorts á gjaldeyri var aldrei hægt að framfylgja þeirri ákvörðun og gengi krónunnar í algerri óvissu. Hins vegar hefur ekki verið hreyft við stýrivöxtum Seðlabankans þrátt fyrir að skipbrot stýrivaxtastefnunnar sé löngu ljóst. Yfirlýsing seðlabankastjóra um væntanlegt lán frá Rússum, áður en það var frágengið, ásamt því að gefa í skyn að Íslendingar hygðust brjóta lög á breskum sparifjáreigendum var heldur ekki til þess fallið að auka tiltrú almennings á því að þjóðarskútan væri undir styrkri stjórn, auk þess sem þessar yfirlýsingar hafa skaðað ímynd Íslands enn frekar en orðið var í alþjóðasamfélaginu. Í gær beið þjóðin eftir blaðamannafundi meðan þess var freistað að slökkva þá elda sem seðlabankastjóri hafði kveikt. Þjóðin vænti þeim mun meiri tíðinda af fundinum. Þau komu ekki. Enn bíður þjóðin. Ljóst er að fjárhagsgrundvöllurinn fjarar nú undan fjölmörgum fjölskyldum þrátt fyrir að koma eigi böndum á afborganir af íbúðalánum með yfirtöku Íbúðalánasjóðs og að ríkið muni ábyrgjast sparifé á bankareikningum. Gjaldþrot blasa einnig við fjölda fyrirtækja með tilheyrandi atvinnuleysi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að yfirvöld tali einum rómi. Skilaboðin til þjóðarinnar eiga að koma frá ríkisstjórninni, ekki seðlabankastjóra. Upplýsingar verða að vera skýrar og ganga eftir. Almenningur verður að finna að ríkisstjórnin hafi stjórn á atburðarásinni innanlands. Sú er ekki raunin enn sem komið er. Til þess verða aðgerðir að vera markvissari og skilaboð skýrari.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun