Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi 5. júní 2008 11:12 Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra. Mynd/AFP Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við spár enda óttast að verðbólga geti aukist verði vextirnir lækkaðir, líkt og Bloomberg-fréttaveitan greindi frá í gær. Verðbólga mældist 3,0 prósent í Bretlandi í apríl en verðbólgumarkmið Englandsbanka hljóðar upp á 2,0 prósent. Fari verðbólga yfir þrjú prósent verður Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, að gera grein fyrir hækkuninni frammi fyrir fjármálaráðherra. Slíkt gerðist fyrir rétt rúmu ári. Breska ríkisútvarpið bendir hins vegar á að seðlabankinn, líkt og bankar í fleiri löndum, sé á milli steins og sleggju enda hafi verð á matvælum og eldsneyti hækkað mikið samhliða því sem dregið hafi úr einkaneyslu. Í ofanálag lækkaði verð á húsnæði að jafnaði um 2,4 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum. Lækkun vaxta gæti fengið neytendur til að sleppa taki á veski sínu, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlar líkur eru hins vegar á því í bili, að sögn BBC. Að því er fram kom hjá Bloomberg-fréttaveitunni í gær er reiknað með því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum beggja vegna Atlantsála árið á enda. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við spár enda óttast að verðbólga geti aukist verði vextirnir lækkaðir, líkt og Bloomberg-fréttaveitan greindi frá í gær. Verðbólga mældist 3,0 prósent í Bretlandi í apríl en verðbólgumarkmið Englandsbanka hljóðar upp á 2,0 prósent. Fari verðbólga yfir þrjú prósent verður Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, að gera grein fyrir hækkuninni frammi fyrir fjármálaráðherra. Slíkt gerðist fyrir rétt rúmu ári. Breska ríkisútvarpið bendir hins vegar á að seðlabankinn, líkt og bankar í fleiri löndum, sé á milli steins og sleggju enda hafi verð á matvælum og eldsneyti hækkað mikið samhliða því sem dregið hafi úr einkaneyslu. Í ofanálag lækkaði verð á húsnæði að jafnaði um 2,4 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum. Lækkun vaxta gæti fengið neytendur til að sleppa taki á veski sínu, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlar líkur eru hins vegar á því í bili, að sögn BBC. Að því er fram kom hjá Bloomberg-fréttaveitunni í gær er reiknað með því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum beggja vegna Atlantsála árið á enda.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira