Þrengingar verða á vinnumarkaði í haust 4. júní 2008 00:01 Væringar á vinnumarkaði undanfarin misseri eru ekki enn farin að skila sér í auknu atvinnuleysi. Ef fram heldur sem horfir má þó búast við því að í haust verði ástand vinnumarkaðar mun verra en það hefur verið undanfarin ár. Fréttablaðið/gva Atvinnuhorfur nýútskrifaðra háskólanema hafa töluvert breyst nú á milli ára. Fyrir ári var uppsveifla þjóðfélagsins í algleymingi og stúdentar gátu oft á tíðum jafnvel valið milli þriggja til fjögurra starfstækifæra. Þrengingar á fjármálamarkaði hafa breytt þessu ástandi töluvert en þó er það álit flestra viðmælenda Markaðarins í þessari úttekt að afleiðingarnar séu ekki að fullu farnar að sjást á vinnumarkaði. Stúdentar fái kannski ekki draumastarfið sitt strax en þó fái allir vinnu. Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, hefur áratuga reynslu af þessum markaði en hún hefur verið eigandi Hagvangs frá árinu 1986. Að hennar mati eru tækifæri þeirra sem nú eru að útskrifast ekki jafn spennandi og þau voru fyrir ári. Atvinnuleysi sé þó ekki byrjað að koma í ljós í miklum mæli og þrengingarnar séu almennt ekki farnar að hafa varanleg áhrif. Hins vegar segir hún að ef þetta haldi svona áfram sé mjög líklegt að atvinnuleysi muni aukast á haustmánuðum. Atvinnuleysi mælist nú 2,3 prósent samkvæmt mælingum Hagstofunnar en greiningardeild Kaupþings hefur sem dæmi spáð því að það fari í 5,2 prósent á næsta ári.Þrengingar koma á 6-8 ára frestiKatrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs Hún beinir því til menntayfirvalda að þau skoði svolítið stefnu sína á hvað eigi að leggja áherslu á í framtíðinni. Viðskiptamenntun sé allra góðra gjalda verð en það þurfi að gæta ákveðins jafnvægis til að störf séu til staðar fyrir allan þann stóra hóp. fréttablaðið/gvaKatrín segir að þær þrengingar sem nú steðji að vinnumarkaði komi alltaf á nokkurra ára fresti. Nefnir hún sem dæmi að ástandið hafi verið mjög slæmt á árunum 1993-94 þegar atvinnuleysi var mikið og vinnumarkaður var að ganga í gegnum miklar skipulagsbreytingar. Þá var fjármálamarkaðurinn að verða til og þá voru fyrirtæki að segja upp mikið af eldra fólki til að koma á svokallaðri breytingastjórnun.Svo hefðum við upplifað þetta aftur upp úr 2000 þegar miklar breytingar urðu og upplýsingatæknigeirinn varð einna verst úti. „Núna má segja að þetta sé þriðja lægðin en við erum þó ekki farin að sjá miklar breytingar enn þá. Með haustinu óttast maður að það verði miklu þyngra á vinnumarkaðinum heldur en verið hefur undanfarin ár,“ segir Katrín.Varðandi ráðleggingar til þeirra sem nú eru að útskrifast með BS- eða BA-gráðu segir Katrín að ef stúdentar eru ekki komnir með starf á vinnumarkaði sem þau telja ákjósanlegt geti verið skynsamlegast að halda beint áfram í meistaranám til þess að gera sig samkeppnishæfari. Það hjálpi alltaf til á vinnumarkaði.Að hennar mati á ungt fólk í dag að velta meira fyrir sér hvar atvinnumöguleikarnir liggja og horfa meira á hvar vaxtamöguleikarnir eru í framtíðinni. Horfa meira af skynsemi heldur en hefur verið undanfarið þar sem allir hafi meira og minna stefnt í eina átt og menntað sig á sviði viðskipta. Það sé nú ljóst að þar séu kannski ekki um beinlínis ný tækifæri að ræða næstu árin.Áherslur menntayfirvaldaHún segir margar aðrar greinar líða fyrir það að þar skorti fólk. Nefnir hún þá sérstaklega að skortur sé á verk- og tæknifræðingum. „Fólk á að fara í raunhæft mat á því hvað komi sér best á vinnumarkaði þannig að það gefist einhver tækifæri að loknu námi. Fólk á ekki allt að horfa í sömu áttina og sérstaklega ekki ef áhuginn liggur kannski allt annars staðar,“ segir Katrín.Hún beinir því til menntayfirvalda að þau skoði svolítið stefnu sína á hvað eigi að leggja áherslu á í framtíðinni. Hún nefnir sem dæmi að lítil áhersla hafi verið lögð á iðntækninám þar sem allir hafi verið að keppast við að komast inn í viðskiptaumhverfið. Viðskiptamenntun sé allra góðra gjalda verð en það þurfi að gæta ákveðins jafnvægis til að störf séu til staðar fyrir allan þann stóra hóp.Spurð hvar hún sjái samdrátt vera í störfum sem Hagvangur er að ráða í segir hún að enn vanti gríðarlega mikið af fólki í upplýsingatæknistörfin og nefnir að enn vanti mikið af forriturum.„Skortur er á fólki sem hefur góða menntun í bókhaldslegum skilningi, þ.e. reikningshald og endurskoðun. Öll endurskoðendafyrirtæki geta bætt við sig mannskap. Það er skortur á fólki á verkfræðistofum því þær hafa verið að bæta við sig mikið af stórum verkefnum,“ segir hún.Vinnumarkaður var kominn í ruglVarðandi ástandið sem var á vinnumarkaði fyrir ári nefnir Katrín að það sé rétt að það hafi verið orðið hálfgert rugl og nefnir skipulagsleysi hjá fyrirtækjum.„Það var svo mikill hjartsláttur hjá öllum og það átti að gera svo mikið. Það skorti svo mikið raunsæi í hugsun og okkur hefur fundist umræðan á villigötum og þessar miklu væntingar sem voru búnar til. Bara hvað við ætluðum að gera svo stóra hluti sem hefur tekið aðrar þjóðir mannsaldra að framkvæma. Það ætluðum við að gera á nokkrum mánuðum. Þá var ráðið inn fólk í stórum stíl. Síðan voru oft og tíðum ekki verkefni til staðar fyrir þetta fólk,“ segir Katrín.Hún leggur áherslu á að fólk horfi á störf út frá því sem það langar að gera og út frá eigin styrkleikum en ekki út frá einhverjum tískustraumum. Katrín nefnir að opinber fyrirtæki séu ekki síður góður starfsvettvangur til að öðlast góða starfsþjálfun eða til að hasla sér völl sem framtíðarstarfsvettvang. „Eins og við höfum sagt við fólk; ef þú stendur þig vel færðu það orðspor alltaf með þér hvert sem þú ferð svo áfram,“ segir hún.Katrín nefnir að ungt fólk sé orðið meðvitaðra um það hvar það sjái sjálft sig eftir svona tíu ár. Mikil áhersla sé lögð á stjórnun og fólk horfi til þess að það ætli sér að verða stjórnendur. „En fólk á bara gríðarlega langt í land og marg ólært áður en það getur tekist á við það hlutverk. Ég vonast til þess að það verði meiri skynsemi sem fái að ráða förinni núna en ekki bara óskhyggja og væntingar.“Ungt fólk orðið sveigjanlegraAð mati Katrínar er sú kynslóð sem nú er að koma inn á vinnumarkaðinn algjörlega tilbúin að sveigja sig að breyttum aðstæðum á vinnumarkaði öfugt við það sem var til dæmis í þrengingunum 1993-94. „Fólk átti þá gríðarlega erfitt með að taka breytingum, ef því var sagt upp eða aðrar breytingar áttu sér stað á vinnumarkaði. Nú í dag er fólk þveröfugt. Fólk þrífst á stöðugum breytingum og að það sé verið að reyna að gera hlutina betri og árangursríkari,“ segir Katrín.Varðandi launakröfur segir Katrín að fyrir ári hafi fólk haft mjög háleitar hugmyndir um laun og sína eigin getu og krafist gríðarlega hárra launa. Nú sé fólk hins vegar tilbúið að ræða laun af meiri skynsemi og raunsæi. Katrín segir að einstaklingur sem er að útskrifast núna sé ekki með jafn háleitar hugmyndir um laun eins og áður þar sem þau séu einfaldlega ekki í boði eins og staðan er núna. Undir smásjánni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Sjá meira
Atvinnuhorfur nýútskrifaðra háskólanema hafa töluvert breyst nú á milli ára. Fyrir ári var uppsveifla þjóðfélagsins í algleymingi og stúdentar gátu oft á tíðum jafnvel valið milli þriggja til fjögurra starfstækifæra. Þrengingar á fjármálamarkaði hafa breytt þessu ástandi töluvert en þó er það álit flestra viðmælenda Markaðarins í þessari úttekt að afleiðingarnar séu ekki að fullu farnar að sjást á vinnumarkaði. Stúdentar fái kannski ekki draumastarfið sitt strax en þó fái allir vinnu. Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, hefur áratuga reynslu af þessum markaði en hún hefur verið eigandi Hagvangs frá árinu 1986. Að hennar mati eru tækifæri þeirra sem nú eru að útskrifast ekki jafn spennandi og þau voru fyrir ári. Atvinnuleysi sé þó ekki byrjað að koma í ljós í miklum mæli og þrengingarnar séu almennt ekki farnar að hafa varanleg áhrif. Hins vegar segir hún að ef þetta haldi svona áfram sé mjög líklegt að atvinnuleysi muni aukast á haustmánuðum. Atvinnuleysi mælist nú 2,3 prósent samkvæmt mælingum Hagstofunnar en greiningardeild Kaupþings hefur sem dæmi spáð því að það fari í 5,2 prósent á næsta ári.Þrengingar koma á 6-8 ára frestiKatrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs Hún beinir því til menntayfirvalda að þau skoði svolítið stefnu sína á hvað eigi að leggja áherslu á í framtíðinni. Viðskiptamenntun sé allra góðra gjalda verð en það þurfi að gæta ákveðins jafnvægis til að störf séu til staðar fyrir allan þann stóra hóp. fréttablaðið/gvaKatrín segir að þær þrengingar sem nú steðji að vinnumarkaði komi alltaf á nokkurra ára fresti. Nefnir hún sem dæmi að ástandið hafi verið mjög slæmt á árunum 1993-94 þegar atvinnuleysi var mikið og vinnumarkaður var að ganga í gegnum miklar skipulagsbreytingar. Þá var fjármálamarkaðurinn að verða til og þá voru fyrirtæki að segja upp mikið af eldra fólki til að koma á svokallaðri breytingastjórnun.Svo hefðum við upplifað þetta aftur upp úr 2000 þegar miklar breytingar urðu og upplýsingatæknigeirinn varð einna verst úti. „Núna má segja að þetta sé þriðja lægðin en við erum þó ekki farin að sjá miklar breytingar enn þá. Með haustinu óttast maður að það verði miklu þyngra á vinnumarkaðinum heldur en verið hefur undanfarin ár,“ segir Katrín.Varðandi ráðleggingar til þeirra sem nú eru að útskrifast með BS- eða BA-gráðu segir Katrín að ef stúdentar eru ekki komnir með starf á vinnumarkaði sem þau telja ákjósanlegt geti verið skynsamlegast að halda beint áfram í meistaranám til þess að gera sig samkeppnishæfari. Það hjálpi alltaf til á vinnumarkaði.Að hennar mati á ungt fólk í dag að velta meira fyrir sér hvar atvinnumöguleikarnir liggja og horfa meira á hvar vaxtamöguleikarnir eru í framtíðinni. Horfa meira af skynsemi heldur en hefur verið undanfarið þar sem allir hafi meira og minna stefnt í eina átt og menntað sig á sviði viðskipta. Það sé nú ljóst að þar séu kannski ekki um beinlínis ný tækifæri að ræða næstu árin.Áherslur menntayfirvaldaHún segir margar aðrar greinar líða fyrir það að þar skorti fólk. Nefnir hún þá sérstaklega að skortur sé á verk- og tæknifræðingum. „Fólk á að fara í raunhæft mat á því hvað komi sér best á vinnumarkaði þannig að það gefist einhver tækifæri að loknu námi. Fólk á ekki allt að horfa í sömu áttina og sérstaklega ekki ef áhuginn liggur kannski allt annars staðar,“ segir Katrín.Hún beinir því til menntayfirvalda að þau skoði svolítið stefnu sína á hvað eigi að leggja áherslu á í framtíðinni. Hún nefnir sem dæmi að lítil áhersla hafi verið lögð á iðntækninám þar sem allir hafi verið að keppast við að komast inn í viðskiptaumhverfið. Viðskiptamenntun sé allra góðra gjalda verð en það þurfi að gæta ákveðins jafnvægis til að störf séu til staðar fyrir allan þann stóra hóp.Spurð hvar hún sjái samdrátt vera í störfum sem Hagvangur er að ráða í segir hún að enn vanti gríðarlega mikið af fólki í upplýsingatæknistörfin og nefnir að enn vanti mikið af forriturum.„Skortur er á fólki sem hefur góða menntun í bókhaldslegum skilningi, þ.e. reikningshald og endurskoðun. Öll endurskoðendafyrirtæki geta bætt við sig mannskap. Það er skortur á fólki á verkfræðistofum því þær hafa verið að bæta við sig mikið af stórum verkefnum,“ segir hún.Vinnumarkaður var kominn í ruglVarðandi ástandið sem var á vinnumarkaði fyrir ári nefnir Katrín að það sé rétt að það hafi verið orðið hálfgert rugl og nefnir skipulagsleysi hjá fyrirtækjum.„Það var svo mikill hjartsláttur hjá öllum og það átti að gera svo mikið. Það skorti svo mikið raunsæi í hugsun og okkur hefur fundist umræðan á villigötum og þessar miklu væntingar sem voru búnar til. Bara hvað við ætluðum að gera svo stóra hluti sem hefur tekið aðrar þjóðir mannsaldra að framkvæma. Það ætluðum við að gera á nokkrum mánuðum. Þá var ráðið inn fólk í stórum stíl. Síðan voru oft og tíðum ekki verkefni til staðar fyrir þetta fólk,“ segir Katrín.Hún leggur áherslu á að fólk horfi á störf út frá því sem það langar að gera og út frá eigin styrkleikum en ekki út frá einhverjum tískustraumum. Katrín nefnir að opinber fyrirtæki séu ekki síður góður starfsvettvangur til að öðlast góða starfsþjálfun eða til að hasla sér völl sem framtíðarstarfsvettvang. „Eins og við höfum sagt við fólk; ef þú stendur þig vel færðu það orðspor alltaf með þér hvert sem þú ferð svo áfram,“ segir hún.Katrín nefnir að ungt fólk sé orðið meðvitaðra um það hvar það sjái sjálft sig eftir svona tíu ár. Mikil áhersla sé lögð á stjórnun og fólk horfi til þess að það ætli sér að verða stjórnendur. „En fólk á bara gríðarlega langt í land og marg ólært áður en það getur tekist á við það hlutverk. Ég vonast til þess að það verði meiri skynsemi sem fái að ráða förinni núna en ekki bara óskhyggja og væntingar.“Ungt fólk orðið sveigjanlegraAð mati Katrínar er sú kynslóð sem nú er að koma inn á vinnumarkaðinn algjörlega tilbúin að sveigja sig að breyttum aðstæðum á vinnumarkaði öfugt við það sem var til dæmis í þrengingunum 1993-94. „Fólk átti þá gríðarlega erfitt með að taka breytingum, ef því var sagt upp eða aðrar breytingar áttu sér stað á vinnumarkaði. Nú í dag er fólk þveröfugt. Fólk þrífst á stöðugum breytingum og að það sé verið að reyna að gera hlutina betri og árangursríkari,“ segir Katrín.Varðandi launakröfur segir Katrín að fyrir ári hafi fólk haft mjög háleitar hugmyndir um laun og sína eigin getu og krafist gríðarlega hárra launa. Nú sé fólk hins vegar tilbúið að ræða laun af meiri skynsemi og raunsæi. Katrín segir að einstaklingur sem er að útskrifast núna sé ekki með jafn háleitar hugmyndir um laun eins og áður þar sem þau séu einfaldlega ekki í boði eins og staðan er núna.
Undir smásjánni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Sjá meira