Norræni fjárfestingarbankinn 11. júní 2008 00:01 Johnny Åkerholm Forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. Mynd/NIB „Það er hæpið að líkja Norræna fjárfestingarbankanum við opinbera sjóði sem fjárfesta í eignum,“ segir Johnny Åkerholm, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. Hann bendir á að bankinn, sem er í eigu norrænna ríkja og Eystrasaltsríkja, sé fyrst og fremst lánastofnun. Åkerholm segir samt sem áður að órói á mörkuðum hafi haft í för með sér mikla eftirspurn eftir lánum hjá bankanum, og ekki síður hafi menn keppst við að lána bankanum fé. „Við fjármögnum okkur með lánum og útgáfu skuldabréfa á fjármálamörkuðum um allan heim,“ segir Åkerholm. „Á erfiðum tímum á mörkuðum þá höfum við hagnast á góðu orðspori, enda með hæstu lánshæfiseinkunn. Því höfum við getað fengið fé á góðum kjörum.“ Bankinn safnaði í fyrra 4,3 milljörðum evra, eða sem nemur ríflega 500 milljörðum íslenskra króna. Það er hið mesta sem bankinn hefur fengið á einu ári. Á sama tíma varð sprenging í útlánum hjá sjóðnum. „Við greiddum 2,4 milljarða evra út í lánum í fyrra, sem er hið mesta í sögu sjóðsins.“ Åkerholm segir að það sem af er ári hafi ekkert lát orðið á eftirspurn eftir lánum hjá sjóðnum. Hann bætir því við að bankinn láni fyrst og fremst til einkafyrirtækja í ríkjunum sem eiga bankann. Eftirspurnin sé ekki síst þaðan. Fram kom í fréttatilkynningu með árseikningi bankans nú í mars að bankinn sinni einkum langtímalánveitingum til orkuverkefna, umhverfismála og samgangna, auk þess að efla félagslega innviði á svæðum við Eystrasalt. Um áramót átti sjóðurinn útistandandi lán í 38 löndum. Þar á meðal hefur verið lánað til verkefna í Kína, Rússlandi og Brasilíu. Þess má geta að Íslendingar eiga 0,9 prósent í Norræna fjárfestingarbankanum. Hins vegar hafa um átta prósent af heildarútlánum sjóðsins ratað hingað til lands. Undir smásjánni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Það er hæpið að líkja Norræna fjárfestingarbankanum við opinbera sjóði sem fjárfesta í eignum,“ segir Johnny Åkerholm, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. Hann bendir á að bankinn, sem er í eigu norrænna ríkja og Eystrasaltsríkja, sé fyrst og fremst lánastofnun. Åkerholm segir samt sem áður að órói á mörkuðum hafi haft í för með sér mikla eftirspurn eftir lánum hjá bankanum, og ekki síður hafi menn keppst við að lána bankanum fé. „Við fjármögnum okkur með lánum og útgáfu skuldabréfa á fjármálamörkuðum um allan heim,“ segir Åkerholm. „Á erfiðum tímum á mörkuðum þá höfum við hagnast á góðu orðspori, enda með hæstu lánshæfiseinkunn. Því höfum við getað fengið fé á góðum kjörum.“ Bankinn safnaði í fyrra 4,3 milljörðum evra, eða sem nemur ríflega 500 milljörðum íslenskra króna. Það er hið mesta sem bankinn hefur fengið á einu ári. Á sama tíma varð sprenging í útlánum hjá sjóðnum. „Við greiddum 2,4 milljarða evra út í lánum í fyrra, sem er hið mesta í sögu sjóðsins.“ Åkerholm segir að það sem af er ári hafi ekkert lát orðið á eftirspurn eftir lánum hjá sjóðnum. Hann bætir því við að bankinn láni fyrst og fremst til einkafyrirtækja í ríkjunum sem eiga bankann. Eftirspurnin sé ekki síst þaðan. Fram kom í fréttatilkynningu með árseikningi bankans nú í mars að bankinn sinni einkum langtímalánveitingum til orkuverkefna, umhverfismála og samgangna, auk þess að efla félagslega innviði á svæðum við Eystrasalt. Um áramót átti sjóðurinn útistandandi lán í 38 löndum. Þar á meðal hefur verið lánað til verkefna í Kína, Rússlandi og Brasilíu. Þess má geta að Íslendingar eiga 0,9 prósent í Norræna fjárfestingarbankanum. Hins vegar hafa um átta prósent af heildarútlánum sjóðsins ratað hingað til lands.
Undir smásjánni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira