Forstjóri Woolworths kveður 18. júní 2008 09:32 Ein af verslunum Woolworths. Trevor Bish-Jones, forstjóri breska stórmarkaðarins Woolworths, ætlar að stíga úr forstjórastólnum fljótlega. Baugur, sem á um tíu prósenta hlut í versluninni en Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, gagnrýndi í fyrra stjórnendur hennar fyrir slælega frammistöðu. Breska ríkisútvarpið segir í dag að nú sé tíminn fyrir nýjan forstjóra. Jón Ásgeir gagnrýndi stjórnendur Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í apríl í fyrra. Sagði hann óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Afkoma Woolworths hefur ekki staðist væntingar og er á teikniborðinu að selja fjórar verslanir í höfuðborginni fyrir 25,5 milljónir punda, jafnvirði fjögurra milljarða íslenskra króna. Þá hefur verslunin lækkað vöruverð til að blása lífi í söluna. Í tilkynningu sem Woolworths sendi frá sér vegna málsins segir, að í skugga efnahagsástandsins sé útlit fyrir að draga muni úr einkaneyslu á næstunni.Bish-Jones settist í forstjórastól Woolworths fyrir sex árum. Hann mun sitja í þrjá mánuði á meðan eftirmanns hans er leitað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Trevor Bish-Jones, forstjóri breska stórmarkaðarins Woolworths, ætlar að stíga úr forstjórastólnum fljótlega. Baugur, sem á um tíu prósenta hlut í versluninni en Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, gagnrýndi í fyrra stjórnendur hennar fyrir slælega frammistöðu. Breska ríkisútvarpið segir í dag að nú sé tíminn fyrir nýjan forstjóra. Jón Ásgeir gagnrýndi stjórnendur Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í apríl í fyrra. Sagði hann óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Afkoma Woolworths hefur ekki staðist væntingar og er á teikniborðinu að selja fjórar verslanir í höfuðborginni fyrir 25,5 milljónir punda, jafnvirði fjögurra milljarða íslenskra króna. Þá hefur verslunin lækkað vöruverð til að blása lífi í söluna. Í tilkynningu sem Woolworths sendi frá sér vegna málsins segir, að í skugga efnahagsástandsins sé útlit fyrir að draga muni úr einkaneyslu á næstunni.Bish-Jones settist í forstjórastól Woolworths fyrir sex árum. Hann mun sitja í þrjá mánuði á meðan eftirmanns hans er leitað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira