Talsverð hækkun á Wall Street 5. júní 2008 20:16 Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag eftir jákvæðar fréttir af vinnumarkaði og úr smásölugeiranum. Samkvæmt tölum sem bandaríska vinnumálastofnunin birti í dag dró úr atvinnuleysi á milli vikna í síðustu viku. Þetta er önnur niðurstaða en almennt var búist við. Bráðabirgðatölur benda til að rétt um þrjár milljónir manna hafi sótt um atvinnuleysisbætur í síðasta mánuði en þeir hafa ekki verið fleiri í fjögur ár. Endanlegar tölur um atvinnuleysi vestanhafs í síðasta mánuði verða birtar á morgun. Þá jókst velta í smásöluverslun meira en reiknað hafði verið með. Mest er aukningin hjá lágvöruverslunum á borð við Wal-Mart og Costco. Hlut að máli eiga ávísanir sem bandaríkjastjórn er að senda 130 milljónum manna um þessar mundir. Heildarupphæðin hljóðar upp á 168 milljarða dala, jafnvirði rúmra 13 þúsund milljarða íslenskra króna, en tilgangur ávísananna að hleypa lífi í einkaneyslu og draga með því móti úr líkum á samdrætti í efnahagslífinu. Þessari fréttir urðu til þess að efla trú fjárfesta á styrk bandarísks hagkerfis og hófu þeir að fjárfesta í hlutabréfum á nýjan leik. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,73 prósent og Nasdaq-vísitalan rauk upp um 1,87 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag eftir jákvæðar fréttir af vinnumarkaði og úr smásölugeiranum. Samkvæmt tölum sem bandaríska vinnumálastofnunin birti í dag dró úr atvinnuleysi á milli vikna í síðustu viku. Þetta er önnur niðurstaða en almennt var búist við. Bráðabirgðatölur benda til að rétt um þrjár milljónir manna hafi sótt um atvinnuleysisbætur í síðasta mánuði en þeir hafa ekki verið fleiri í fjögur ár. Endanlegar tölur um atvinnuleysi vestanhafs í síðasta mánuði verða birtar á morgun. Þá jókst velta í smásöluverslun meira en reiknað hafði verið með. Mest er aukningin hjá lágvöruverslunum á borð við Wal-Mart og Costco. Hlut að máli eiga ávísanir sem bandaríkjastjórn er að senda 130 milljónum manna um þessar mundir. Heildarupphæðin hljóðar upp á 168 milljarða dala, jafnvirði rúmra 13 þúsund milljarða íslenskra króna, en tilgangur ávísananna að hleypa lífi í einkaneyslu og draga með því móti úr líkum á samdrætti í efnahagslífinu. Þessari fréttir urðu til þess að efla trú fjárfesta á styrk bandarísks hagkerfis og hófu þeir að fjárfesta í hlutabréfum á nýjan leik. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,73 prósent og Nasdaq-vísitalan rauk upp um 1,87 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira