Tækifæri til að nýta tímann Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. apríl 2009 06:00 Atvinnumissir er þungbær, ekki síst ef hann leiðir til þess að heimili hins atvinnulausa verður ófært um að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir efnahagshrunið í haust er atvinnuleysi blákaldur veruleiki ört stækkandi hóps Íslendinga. Þetta er algerlega nýtt vandamál hér á landi þar sem atvinnuleysi hefur yfirleitt verið til muna minna en í nágrannalöndum okkar og um þó nokkurt skeið fyrir hrunið í haust ríkti, eins og þekkt er, skortur á vinnuafli en ekki skortur á atvinnu. Það er afar mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem nú er án vinnu að hafa tækifæri til að nýta tíma sinn til uppbyggingar, bæði á persónulegri færni en einnig til að afla sér þekkingar sem nýst getur í starfi síðar því við gerum jú ráð fyrir að ástandið sé tímabundið. Þeir sem taka við atvinnuleysisbótum þurfa, samkvæmt þeim reglum sem nú eru í gildi, að sýna fram á að þeir séu í atvinnuleit. Þetta ákvæði er gott og gilt en þyrfti að laga að þeim sérstöku tímum sem nú eru uppi. Í kjölfar hruns efnahagskerfisins í haust hefur verið gripið til ýmissa sérúrræða. Sjálf neyðarlögin sem sett voru 5. október voru fyrsta dæmið um þetta og möguleikar námsmanna til að stunda nám í sumar hið nýjasta. Þar þurfti að koma til aukið fjárframlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og háskólanna en hafa verður í huga að á móti kemur kostnaður sem til hefði orðið annars staðar vegna stórfellds atvinnuleysis námsmanna yfir sumartímann. Hjá Vinnumálastofnun eru reyndar gerðir sérstakir námssamningar við atvinnulausa, „við fólk sem er í einhvers konar námi sem telst hluti af vinnuleitinni. Þetta getur verið hluti af starfsnámsbrautum í framhaldsskólanámi eða háskólanámi," sagði Gissur Pétursson í frétt blaðsins á dögunum. Þennan möguleika þarf að útvíkka tímabundið meðan atvinnuleysið er í hámarki, í því skyni að gera sem flestum sem til þess hafa vilja kleift að stunda nám á atvinnuleysisbótum að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Námslán eru nú enn lægri en atvinnuleysisbætur, auk þess sem hinir atvinnulausu eru í einhverjum tilvikum þegar með lánaskuldbindingar vegna fyrra náms. Fyrir ýmsum er það því ekki valkostur að velja námið og lánið fram yfir að þiggja bæturnar. Sömuleiðis kunna ýmsir að vilja stunda nám sem ekki telst lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, nám sem síðar gæti nýst þeim vel í starfi. Hvetja ætti atvinnulausa til að leggja stunda á það sem kallað hefur verið nám með starfi. Því námi er hægt að halda áfram þótt viðkomandi fái vinnu og á því engu að breyta um atvinnuleit. Mikil mannauður er nú vannýttur í landinu. Þegar upp er staðið er áreiðanlega ekki bara betra fyrir líðan þessa stóra hóps, heldur einnig hagkvæmara fyrir þjóðarbúið, að gera þessu fólki kleift að leggja stund á nám sem býr það undir störf sem bíða þess handan kreppunnar, hvort sem er á sama starfsvettvangi og það hefur áður starfað eða á nýjum starfsvettvangi sem það menntar sig til. Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum sem bíða ríkisstjórnarinnar sem tekur við eftir kosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Atvinnumissir er þungbær, ekki síst ef hann leiðir til þess að heimili hins atvinnulausa verður ófært um að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir efnahagshrunið í haust er atvinnuleysi blákaldur veruleiki ört stækkandi hóps Íslendinga. Þetta er algerlega nýtt vandamál hér á landi þar sem atvinnuleysi hefur yfirleitt verið til muna minna en í nágrannalöndum okkar og um þó nokkurt skeið fyrir hrunið í haust ríkti, eins og þekkt er, skortur á vinnuafli en ekki skortur á atvinnu. Það er afar mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem nú er án vinnu að hafa tækifæri til að nýta tíma sinn til uppbyggingar, bæði á persónulegri færni en einnig til að afla sér þekkingar sem nýst getur í starfi síðar því við gerum jú ráð fyrir að ástandið sé tímabundið. Þeir sem taka við atvinnuleysisbótum þurfa, samkvæmt þeim reglum sem nú eru í gildi, að sýna fram á að þeir séu í atvinnuleit. Þetta ákvæði er gott og gilt en þyrfti að laga að þeim sérstöku tímum sem nú eru uppi. Í kjölfar hruns efnahagskerfisins í haust hefur verið gripið til ýmissa sérúrræða. Sjálf neyðarlögin sem sett voru 5. október voru fyrsta dæmið um þetta og möguleikar námsmanna til að stunda nám í sumar hið nýjasta. Þar þurfti að koma til aukið fjárframlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og háskólanna en hafa verður í huga að á móti kemur kostnaður sem til hefði orðið annars staðar vegna stórfellds atvinnuleysis námsmanna yfir sumartímann. Hjá Vinnumálastofnun eru reyndar gerðir sérstakir námssamningar við atvinnulausa, „við fólk sem er í einhvers konar námi sem telst hluti af vinnuleitinni. Þetta getur verið hluti af starfsnámsbrautum í framhaldsskólanámi eða háskólanámi," sagði Gissur Pétursson í frétt blaðsins á dögunum. Þennan möguleika þarf að útvíkka tímabundið meðan atvinnuleysið er í hámarki, í því skyni að gera sem flestum sem til þess hafa vilja kleift að stunda nám á atvinnuleysisbótum að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Námslán eru nú enn lægri en atvinnuleysisbætur, auk þess sem hinir atvinnulausu eru í einhverjum tilvikum þegar með lánaskuldbindingar vegna fyrra náms. Fyrir ýmsum er það því ekki valkostur að velja námið og lánið fram yfir að þiggja bæturnar. Sömuleiðis kunna ýmsir að vilja stunda nám sem ekki telst lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, nám sem síðar gæti nýst þeim vel í starfi. Hvetja ætti atvinnulausa til að leggja stunda á það sem kallað hefur verið nám með starfi. Því námi er hægt að halda áfram þótt viðkomandi fái vinnu og á því engu að breyta um atvinnuleit. Mikil mannauður er nú vannýttur í landinu. Þegar upp er staðið er áreiðanlega ekki bara betra fyrir líðan þessa stóra hóps, heldur einnig hagkvæmara fyrir þjóðarbúið, að gera þessu fólki kleift að leggja stund á nám sem býr það undir störf sem bíða þess handan kreppunnar, hvort sem er á sama starfsvettvangi og það hefur áður starfað eða á nýjum starfsvettvangi sem það menntar sig til. Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum sem bíða ríkisstjórnarinnar sem tekur við eftir kosningarnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun