Ekki meir, ekki meir 21. desember 2009 06:00 Þórólfur Matthíasson skrifar til landsverjenda Sögur af fátæku fólki þriðja heimsins og basli þess voru fastur liður í jólaheftum blaða og tímarita sem ég las í æsku. Þessar sögur voru nokkur svölun þeim sem lítt var kunnur högum fólks í útlöndum. Seinni tíma reynsla sýnir reyndar að þessar jólasögur voru slæm heimild um útlönd, en góð heimild um hugarheim þeirra sem rituðu og birtu. Þessar sögur rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk upphringingu frá erlendum blaðamanni sem var að vinna grein í jólahefti blaðs síns. Þegar nokkuð var komið inn í samtalið áttaði ég mig á því að Íslendingar eru nú í hlutverki litaða fátæka fólksins í jólaheftum æsku minnar. Spurningarnar sem ég fékk voru þessar: Hefur verið nokkur jólaverslun? Eru ekki margar verslunargluggar tómir? Er ekki rétt að ríkissjóður skuldi 300% af vergri landsframleiðslu? Hvernig verður maður var við fátækt á götum úti í Reykjavík? Er ekki annar hver maður atvinnulaus? Er þetta ekki allt alveg svakalega erfitt? Staðreyndavillurnar í jólasögum æskunnar áttu vísast upptök sín í hugarheimi fyrsta heims höfunda og sagnaskrifara. Freistandi er að halda því fram að staðreyndavillurnar í máli viðmælanda míns eigi sér sömu rót vanþekkingar og alhæfingarþarfar. En því miður er ekki svo. Ákveðinn hópur Íslendinga hefur haldið þessari mynd að umheiminum. Þeir ýkja skuldatölur (hrein skuld ríkissjóðs er innan við ein landsframleiðsla, margar þjóðir skulda meira), þeir kjósa að einblína á aukningu atvinnuleysis (sem er hábölvuð) en nefna ekki að atvinnuleysi hér er minna en víða í nágrannalöndunum, þeir nefna ekki að þrátt fyrir bankahrun eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heiminum. Og ekki veit ég hvaðan viðmælanda mínum kom sú hugmynd að Íslendingar færu ekki í búðir fyrir jólin. Margir þegnar þriðja heimsins kunna því illa að vera umfjöllunarefni í ýkjusögum meðal þjóða fyrsta heimsins. Ég hef nú betri skilning á því hvers vegna. Það er óskemmtilegt verk að leiðrétta ranghugmyndir. Ég vil því gera umrituð orð gengins stórmennis að mínum: Landsverjendur, ekki meir, ekki meir. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson skrifar til landsverjenda Sögur af fátæku fólki þriðja heimsins og basli þess voru fastur liður í jólaheftum blaða og tímarita sem ég las í æsku. Þessar sögur voru nokkur svölun þeim sem lítt var kunnur högum fólks í útlöndum. Seinni tíma reynsla sýnir reyndar að þessar jólasögur voru slæm heimild um útlönd, en góð heimild um hugarheim þeirra sem rituðu og birtu. Þessar sögur rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk upphringingu frá erlendum blaðamanni sem var að vinna grein í jólahefti blaðs síns. Þegar nokkuð var komið inn í samtalið áttaði ég mig á því að Íslendingar eru nú í hlutverki litaða fátæka fólksins í jólaheftum æsku minnar. Spurningarnar sem ég fékk voru þessar: Hefur verið nokkur jólaverslun? Eru ekki margar verslunargluggar tómir? Er ekki rétt að ríkissjóður skuldi 300% af vergri landsframleiðslu? Hvernig verður maður var við fátækt á götum úti í Reykjavík? Er ekki annar hver maður atvinnulaus? Er þetta ekki allt alveg svakalega erfitt? Staðreyndavillurnar í jólasögum æskunnar áttu vísast upptök sín í hugarheimi fyrsta heims höfunda og sagnaskrifara. Freistandi er að halda því fram að staðreyndavillurnar í máli viðmælanda míns eigi sér sömu rót vanþekkingar og alhæfingarþarfar. En því miður er ekki svo. Ákveðinn hópur Íslendinga hefur haldið þessari mynd að umheiminum. Þeir ýkja skuldatölur (hrein skuld ríkissjóðs er innan við ein landsframleiðsla, margar þjóðir skulda meira), þeir kjósa að einblína á aukningu atvinnuleysis (sem er hábölvuð) en nefna ekki að atvinnuleysi hér er minna en víða í nágrannalöndunum, þeir nefna ekki að þrátt fyrir bankahrun eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heiminum. Og ekki veit ég hvaðan viðmælanda mínum kom sú hugmynd að Íslendingar færu ekki í búðir fyrir jólin. Margir þegnar þriðja heimsins kunna því illa að vera umfjöllunarefni í ýkjusögum meðal þjóða fyrsta heimsins. Ég hef nú betri skilning á því hvers vegna. Það er óskemmtilegt verk að leiðrétta ranghugmyndir. Ég vil því gera umrituð orð gengins stórmennis að mínum: Landsverjendur, ekki meir, ekki meir. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar