Fyrir fólkið? 3. apríl 2009 07:00 Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja að stjórnarskrárbreytingar þær sem nú er verið að gera séu svar við ákalli fólksins, fyrir fólkið og fólksins vegna. Að því leyti hafa þeir rétt fyrir sér að skoðanakannanir gefa til kynna að meirihluti kjósenda sé þeim fylgjandi. Á hinn bóginn liggur fyrir að meirihluti allra þeirra sérfræðinga sem stjórnarskrárnefnd þingsins hefur kallað til varar við því flaustri sem ríkisstjórnin hefur á breytingunum. Sumir vilja ekki segja álit sitt vegna óvandaðra vinnubragða. Aðrir benda á hættuna sem fylgir óskýrum stjórnarskrárákvæðum. Loks eru þeir sem leggja áherslu á að reyna eigi til þrautar að ná víðtækri samstöðu þegar sjálf stjórnarskráin á í hlut. Umræðan á Alþingi snýst ekki um málefnaleg rök og gagnrök af því tagi sem lesa má í umsögnum um stjórnarskrárfrumvarpið. Hún fer alfarið eftir forskriftarbók lýðskrumsins: Við erum með fólkinu. Þeir sem ekki eru sammála okkur eru á móti fólkinu. Röksemdafærslur lýðskrumsins hafa orðið ofan á. Stjórnarandstaðan hefur orðið undir í þeirri orðræðu. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta kosningu til stjórnlagaþings um eitt ár. Ljóst er að kjósa þarf til Alþingis um leið og ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt. Með þessari frestun á stjórnlagaþinginu hefur ríkisstjórnin tryggt að hún getur setið einu ári lengur en áformað var. Á síðustu stundu er þannig verið að fresta því um að minnsta kosti eitt ár að fólkið fái stjórnarbót og rétt til að kjósa eftir nýjum stjórnskipunarreglum. Sá háttur að umsagnir séu veittar um lagafrumvörp er í þágu fólksins. Hann er málefnaleg vörn þess gegn ofríki framkvæmdarvaldsins. Hefði ríkisstjórnin hlustað á þær athugasemdir sem Alþingi hafa borist er eins víst að ná hefði mátt sátt um bæði vandaðri og skjótvirkari framgang stjórnarskrárbreytinga en raun verður á. Málamiðlun hefði falist í því að ákveða nú að stjórnarskrárbreytingar tækju gildi með samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu. Alþingi fengi þá allan næsta vetur til að ljúka vandaðri endurskoðun sem síðan yrði borin undir þjóðaratkvæði samhliða sveitarstjórnarkosningum strax næsta vor. Í beinu framhaldi af því fengi þjóðin að kjósa fulltrúa á löggjafarsamkomuna á grundvelli nýrra stjórnarskrárákvæða og eftir atvikum að kjósa framkvæmdarvaldið beint í sérstökum kosningum. Vönduð vinnubrögð hefðu tryggt fólkinu þegar á næsta ári nýja stjórnarskrá og valdhafa með umboð á nýjum grundvelli. Málefnaleg sjónarmið hafa nú vikið fyrir textabók lýðskrumsins í þessu mikilvæga máli. Mesta athygli vekur þó að ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan hafa með öllu útilokað að setja ákvæði í stjórnarskrána sem heimilar aðild að Evrópusambandinu. Þvert á móti hefur verið bent á að auðlindaákvæðið geti verið Þrándur í Götu aðildar. Allra alvarlegast er að með frestun á kosningu stjórnlagaþings er um leið verið að fresta að heimildarákvæði um aðild komist í stjórnarskrá. Augljóst er að umboð Alþingis til stjórnarskrárbreytinga fellur niður þar til bráðabirgðaákvæðið um stjórnlagaþing verður óvirkt með starfslokum þess. Alvöruleysi stjórnmálaumræðunnar lýsir sér best í því að þingmenn Samfylkingarinnar telja nú brýnast að ljúka störfum Alþingis með stjórnarskrárleikfléttum sem viðhalda aðildarbanni næsta kjörtímabil. Er þetta í þágu fólksins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja að stjórnarskrárbreytingar þær sem nú er verið að gera séu svar við ákalli fólksins, fyrir fólkið og fólksins vegna. Að því leyti hafa þeir rétt fyrir sér að skoðanakannanir gefa til kynna að meirihluti kjósenda sé þeim fylgjandi. Á hinn bóginn liggur fyrir að meirihluti allra þeirra sérfræðinga sem stjórnarskrárnefnd þingsins hefur kallað til varar við því flaustri sem ríkisstjórnin hefur á breytingunum. Sumir vilja ekki segja álit sitt vegna óvandaðra vinnubragða. Aðrir benda á hættuna sem fylgir óskýrum stjórnarskrárákvæðum. Loks eru þeir sem leggja áherslu á að reyna eigi til þrautar að ná víðtækri samstöðu þegar sjálf stjórnarskráin á í hlut. Umræðan á Alþingi snýst ekki um málefnaleg rök og gagnrök af því tagi sem lesa má í umsögnum um stjórnarskrárfrumvarpið. Hún fer alfarið eftir forskriftarbók lýðskrumsins: Við erum með fólkinu. Þeir sem ekki eru sammála okkur eru á móti fólkinu. Röksemdafærslur lýðskrumsins hafa orðið ofan á. Stjórnarandstaðan hefur orðið undir í þeirri orðræðu. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta kosningu til stjórnlagaþings um eitt ár. Ljóst er að kjósa þarf til Alþingis um leið og ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt. Með þessari frestun á stjórnlagaþinginu hefur ríkisstjórnin tryggt að hún getur setið einu ári lengur en áformað var. Á síðustu stundu er þannig verið að fresta því um að minnsta kosti eitt ár að fólkið fái stjórnarbót og rétt til að kjósa eftir nýjum stjórnskipunarreglum. Sá háttur að umsagnir séu veittar um lagafrumvörp er í þágu fólksins. Hann er málefnaleg vörn þess gegn ofríki framkvæmdarvaldsins. Hefði ríkisstjórnin hlustað á þær athugasemdir sem Alþingi hafa borist er eins víst að ná hefði mátt sátt um bæði vandaðri og skjótvirkari framgang stjórnarskrárbreytinga en raun verður á. Málamiðlun hefði falist í því að ákveða nú að stjórnarskrárbreytingar tækju gildi með samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu. Alþingi fengi þá allan næsta vetur til að ljúka vandaðri endurskoðun sem síðan yrði borin undir þjóðaratkvæði samhliða sveitarstjórnarkosningum strax næsta vor. Í beinu framhaldi af því fengi þjóðin að kjósa fulltrúa á löggjafarsamkomuna á grundvelli nýrra stjórnarskrárákvæða og eftir atvikum að kjósa framkvæmdarvaldið beint í sérstökum kosningum. Vönduð vinnubrögð hefðu tryggt fólkinu þegar á næsta ári nýja stjórnarskrá og valdhafa með umboð á nýjum grundvelli. Málefnaleg sjónarmið hafa nú vikið fyrir textabók lýðskrumsins í þessu mikilvæga máli. Mesta athygli vekur þó að ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan hafa með öllu útilokað að setja ákvæði í stjórnarskrána sem heimilar aðild að Evrópusambandinu. Þvert á móti hefur verið bent á að auðlindaákvæðið geti verið Þrándur í Götu aðildar. Allra alvarlegast er að með frestun á kosningu stjórnlagaþings er um leið verið að fresta að heimildarákvæði um aðild komist í stjórnarskrá. Augljóst er að umboð Alþingis til stjórnarskrárbreytinga fellur niður þar til bráðabirgðaákvæðið um stjórnlagaþing verður óvirkt með starfslokum þess. Alvöruleysi stjórnmálaumræðunnar lýsir sér best í því að þingmenn Samfylkingarinnar telja nú brýnast að ljúka störfum Alþingis með stjórnarskrárleikfléttum sem viðhalda aðildarbanni næsta kjörtímabil. Er þetta í þágu fólksins?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun