Mesta steypan Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. febrúar 2009 04:30 Það vantaði tónlistarhús. Árum saman bentu tónlistarmenn og tónlistarunnendur á að óviðunandi væri að hér skyldi ekki vera sérstakt hús fyrir tónlist, líkt og sérstök hús eru fyrir íþróttir í hverjum hreppi eins og vera ber, sérstök hús eru fyrir guðsdýrkun (eins og vera ber), sundiðkun, leiklist, jafnvel bækur, að ógleymdum öllum verslunarhöllunum. Hér hafa verið reist hús sérstaklega í því skyni að þar sé hægt að spila badminton. En ekki tónlist… Jafnvel þótt Íslendingar séu miklu meiri tónlistarmenn en íþróttamenn - og upp til hópa miklu áhugasamari um tónlist en til dæmis hinn ofmetna fótbolta - þá hefur ekki verið til tónlistarhús í höfuðborginni fram að þessu. Kannski er það vegna þess að stjórnmálamenn eru almennt ekki mjög músíkalskt fólk. Kannski ekki. Þetta er ráðgáta: tónlistin, drottning listanna, hefur í höfuðborginni verið iðkuð í bíóum og búllum, kirkjum og - íþróttahúsum. Með glerhjúpÞað vantaði sem sé tónlistarhús - og við fengum glerhjúp. Þegar voru komnir yfirgengilega og óheyrilega og fáránlega miklir peningar til landsins sem menn vissu hreinlega ekkert hvað þeir áttu að gera við og kepptust við að finna eitthvað - bara eitthvað - til að eyða peningunum í var um síðir svo komið í hinu glórulausa auðmagni að ráðamenn féllust meira að segja á að byggja tónlistarhús. En jafnvel þá - í miðju auðæðinu þegar menn vildu eyða peningum í bara einhverja vitleysu - jafnvel þá sáu ráðamenn og peningafurstar ekki alveg hvers vegna ætti að reisa tónlistarhús sem væri bara tónlistarhús - bara til að njóta tónlistar - bara fyrir þær tugþúsundir Íslendinga sem stunda tónlist og njóta hennar - nei: þetta varð að vera tónlistar- og ráðstefnuhús. Með glerhjúp.Það bráðvantaði tónlistarhús. Sal þar sem sinfónían gæti leikið og önnur tónlist notið sín - þótt Kópavogur bjóði upp á hinn ágæta Sal þá hentar hann eingöngu fyrir smærri sveitir, og þar er ekki hægt að setja upp óperur. Reyndar kom á daginn að ekki var pláss í tónlistarhúsinu væntanlega fyrir óperur - fyrir öllum ráðstefnunum.Svo var hafist handa af hinum heimskunna íslenska dugnaði. Þegar maður gúglar „tónlistarhús" fær maður svona fréttir: „Tónlistarhúsið - stærsti steypudagur Íslandssögunnar."Þetta er fyrirsögnin á frétt frá 19. apríl árið 2007 og er að finna á vef ÍAV sem er skammstöfun Íslenskra aðalverktaka. Í fréttinni segir: „Ein stærsta steypa Íslandssögunnar hófst eldsnemma að morgni sumardagsins fyrsta, þegar steypubílar BM - Vallár byrjuðu að losa fyrstu rúmmetrana af steypu í grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins við austurhöfnina í Reykjavík. Steyptur var stærsti hluti botnplötunnar en í þennan áfanga fóru um 2.300 rúmmetrar eða um 5.700 tonn, sem jafngildir steypu í um 120 einbýlishús. Í verkið þurfti nærri 300 farma fulllestaðra 8 rúmmetra steypubíla og kláraðist það á ellefu klukkustundum.ÍAV eru með mörg stórverkefni í framkvæmd, langstærsta verkefnið er þó Austurhafnarverkefnið svokallaða á um 60.000 fermetra svæði sem teygir sig frá Ingólfsgarði að Lækjartorgi. Byggingamagn svæðisins alls er um 200 þúsund fermetrar en tónlistar- og ráðstefnuhúsið sjálft er um 24 þúsund fermetrar."Það vantaði tónlistarhús. Við fengum stærstu steypu Íslandssögunnar. Með glerhjúp. Hvað er auður og afl og húsHvað er þetta eiginlega með Íslendinga og hús? Það er svo margur Bjarturinn sem reist hefur sitt alltof stóra hús án þess að huga að því hvort nokkur jurt vex í „þinni krús" - gleymt aðalatriðinu en hamast þeim mun meir við að steypa. Er ekki dugnaður annars ofmetnasta dyggðin á Íslandi? Við höfum ótal dæmi um félagasamtök sem hafa upplifað það að ströggla árum saman við að afla fjár til húsbyggingar undir starfsemi sína - og þegar svo húsið er loks risið er eins og allt deyi inni í kaldri, grárri og dugnaðarlegri steypunni. Því sé dugnaður ofmetnasta dyggðin hér á landi þá er steypa ofmetnasti efniviðurinn.Annaðhvort er ekkert hús - eða stærsta steypa Íslandssögunnar. Það vantaði tónlistarhús. Og við fengum þessa monthrúgu þarna á hafnarbakkanum. Með glerhjúp. Ríkisstjórnin sem náð hefur að vera farsælli í störfum sínum en nokkur fyrri ríkisstjórn í manna minnum og borgarstjórnin ætla að sjá til þess að tónlistarhúsið rísi. Það er lofsvert. En ættum við ekki að láta slíkt hús snúast um tónlist? Gleyma þessu ráðstefnu- og World-trade-center-bulli og einbeita sér að tónlistinni. Ráðstefnur geta farið fram í bíóum og búllum, kirkjum og íþróttahúsum en hins vegar vill svo furðulega til að það vantar tónlistarhús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Það vantaði tónlistarhús. Árum saman bentu tónlistarmenn og tónlistarunnendur á að óviðunandi væri að hér skyldi ekki vera sérstakt hús fyrir tónlist, líkt og sérstök hús eru fyrir íþróttir í hverjum hreppi eins og vera ber, sérstök hús eru fyrir guðsdýrkun (eins og vera ber), sundiðkun, leiklist, jafnvel bækur, að ógleymdum öllum verslunarhöllunum. Hér hafa verið reist hús sérstaklega í því skyni að þar sé hægt að spila badminton. En ekki tónlist… Jafnvel þótt Íslendingar séu miklu meiri tónlistarmenn en íþróttamenn - og upp til hópa miklu áhugasamari um tónlist en til dæmis hinn ofmetna fótbolta - þá hefur ekki verið til tónlistarhús í höfuðborginni fram að þessu. Kannski er það vegna þess að stjórnmálamenn eru almennt ekki mjög músíkalskt fólk. Kannski ekki. Þetta er ráðgáta: tónlistin, drottning listanna, hefur í höfuðborginni verið iðkuð í bíóum og búllum, kirkjum og - íþróttahúsum. Með glerhjúpÞað vantaði sem sé tónlistarhús - og við fengum glerhjúp. Þegar voru komnir yfirgengilega og óheyrilega og fáránlega miklir peningar til landsins sem menn vissu hreinlega ekkert hvað þeir áttu að gera við og kepptust við að finna eitthvað - bara eitthvað - til að eyða peningunum í var um síðir svo komið í hinu glórulausa auðmagni að ráðamenn féllust meira að segja á að byggja tónlistarhús. En jafnvel þá - í miðju auðæðinu þegar menn vildu eyða peningum í bara einhverja vitleysu - jafnvel þá sáu ráðamenn og peningafurstar ekki alveg hvers vegna ætti að reisa tónlistarhús sem væri bara tónlistarhús - bara til að njóta tónlistar - bara fyrir þær tugþúsundir Íslendinga sem stunda tónlist og njóta hennar - nei: þetta varð að vera tónlistar- og ráðstefnuhús. Með glerhjúp.Það bráðvantaði tónlistarhús. Sal þar sem sinfónían gæti leikið og önnur tónlist notið sín - þótt Kópavogur bjóði upp á hinn ágæta Sal þá hentar hann eingöngu fyrir smærri sveitir, og þar er ekki hægt að setja upp óperur. Reyndar kom á daginn að ekki var pláss í tónlistarhúsinu væntanlega fyrir óperur - fyrir öllum ráðstefnunum.Svo var hafist handa af hinum heimskunna íslenska dugnaði. Þegar maður gúglar „tónlistarhús" fær maður svona fréttir: „Tónlistarhúsið - stærsti steypudagur Íslandssögunnar."Þetta er fyrirsögnin á frétt frá 19. apríl árið 2007 og er að finna á vef ÍAV sem er skammstöfun Íslenskra aðalverktaka. Í fréttinni segir: „Ein stærsta steypa Íslandssögunnar hófst eldsnemma að morgni sumardagsins fyrsta, þegar steypubílar BM - Vallár byrjuðu að losa fyrstu rúmmetrana af steypu í grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins við austurhöfnina í Reykjavík. Steyptur var stærsti hluti botnplötunnar en í þennan áfanga fóru um 2.300 rúmmetrar eða um 5.700 tonn, sem jafngildir steypu í um 120 einbýlishús. Í verkið þurfti nærri 300 farma fulllestaðra 8 rúmmetra steypubíla og kláraðist það á ellefu klukkustundum.ÍAV eru með mörg stórverkefni í framkvæmd, langstærsta verkefnið er þó Austurhafnarverkefnið svokallaða á um 60.000 fermetra svæði sem teygir sig frá Ingólfsgarði að Lækjartorgi. Byggingamagn svæðisins alls er um 200 þúsund fermetrar en tónlistar- og ráðstefnuhúsið sjálft er um 24 þúsund fermetrar."Það vantaði tónlistarhús. Við fengum stærstu steypu Íslandssögunnar. Með glerhjúp. Hvað er auður og afl og húsHvað er þetta eiginlega með Íslendinga og hús? Það er svo margur Bjarturinn sem reist hefur sitt alltof stóra hús án þess að huga að því hvort nokkur jurt vex í „þinni krús" - gleymt aðalatriðinu en hamast þeim mun meir við að steypa. Er ekki dugnaður annars ofmetnasta dyggðin á Íslandi? Við höfum ótal dæmi um félagasamtök sem hafa upplifað það að ströggla árum saman við að afla fjár til húsbyggingar undir starfsemi sína - og þegar svo húsið er loks risið er eins og allt deyi inni í kaldri, grárri og dugnaðarlegri steypunni. Því sé dugnaður ofmetnasta dyggðin hér á landi þá er steypa ofmetnasti efniviðurinn.Annaðhvort er ekkert hús - eða stærsta steypa Íslandssögunnar. Það vantaði tónlistarhús. Og við fengum þessa monthrúgu þarna á hafnarbakkanum. Með glerhjúp. Ríkisstjórnin sem náð hefur að vera farsælli í störfum sínum en nokkur fyrri ríkisstjórn í manna minnum og borgarstjórnin ætla að sjá til þess að tónlistarhúsið rísi. Það er lofsvert. En ættum við ekki að láta slíkt hús snúast um tónlist? Gleyma þessu ráðstefnu- og World-trade-center-bulli og einbeita sér að tónlistinni. Ráðstefnur geta farið fram í bíóum og búllum, kirkjum og íþróttahúsum en hins vegar vill svo furðulega til að það vantar tónlistarhús.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun