Félagshyggjustjórn - skýrt val kjósenda Skúli Helgason skrifar 9. mars 2009 00:01 Það hefur verið lenska í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkarnir gangi óbundnir til kosninga. Það er réttlætt með því að flokkarnir vilji halda öllum möguleikum opnum á stjórnarsamstarfi og vilji ekki veikja samningsstöðu sína fyrirfram með því að útiloka tiltekna kosti. Nýr formaður Framsóknarflokksins hefur þegar tilkynnt opinberlega að hann muni fylgja þessari gömlu aðferð, að vera opinn í báða enda. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn vita því ekki hvort þeir eru að greiða atkvæði með hægri stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða félagshyggjustjórn með Samfylkingunni og VG. Þingkosningar eru eina raunverulega tækið samkvæmt stjórnskipan lýðveldisins sem almenningur hefur til að hafa áhrif á landsstjórnina. Það tæki nær hins vegar bara hálfa leið, ef flokkarnir gefa ekki skýr skilaboð fyrir kosningar um það með hverjum þeir kjósi að starfa í ríkisstjórn. Óbundna leiðin grefur því undan lýðræðinu og felur í sér ákveðna lítilsvirðingu gagnvart almenningi. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi nú að brjóta í blað og lýsa því yfir skýrt og skorinort að við viljum mynda félagshyggjustjórn að loknum kosningum. Stjórnarsamstarfið við VG gengur mjög vel, þar er mikil eindrægni og vilji til að koma mikilvægum aðgerðum í verk sem lúta að velferð heimila og bættu rekstrarumhverfi fyrirtækja. Á þeim fáu vikum sem stjórnin hefur starfað hefur hún þegar afgreitt 30 mál sem nú eru í meðförum Alþingis og bíða þar afgreiðslu. Ég leyfi mér að halda því fram að samstarfið fram til þessa hafi farið fram úr björtustu vonum. Núverandi ríkisstjórn var mynduð á grundvelli mestu lýðræðisvakningar í landinu í áratugi. Virkt lýðræði hefur alla tíð verið rauður þráður í stefnu Samfylkingarinnar og ég tel að skýr yfirlýsing um stjórnarsamstarf sé virðingarvottur við kjósendur og gefi þeim skýrt val um félagshyggjustjórn sem hefji hér endurreisn samfélagsins á nýjum gildum jafnaðar, réttlætis og samábyrgðar. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið lenska í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkarnir gangi óbundnir til kosninga. Það er réttlætt með því að flokkarnir vilji halda öllum möguleikum opnum á stjórnarsamstarfi og vilji ekki veikja samningsstöðu sína fyrirfram með því að útiloka tiltekna kosti. Nýr formaður Framsóknarflokksins hefur þegar tilkynnt opinberlega að hann muni fylgja þessari gömlu aðferð, að vera opinn í báða enda. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn vita því ekki hvort þeir eru að greiða atkvæði með hægri stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða félagshyggjustjórn með Samfylkingunni og VG. Þingkosningar eru eina raunverulega tækið samkvæmt stjórnskipan lýðveldisins sem almenningur hefur til að hafa áhrif á landsstjórnina. Það tæki nær hins vegar bara hálfa leið, ef flokkarnir gefa ekki skýr skilaboð fyrir kosningar um það með hverjum þeir kjósi að starfa í ríkisstjórn. Óbundna leiðin grefur því undan lýðræðinu og felur í sér ákveðna lítilsvirðingu gagnvart almenningi. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi nú að brjóta í blað og lýsa því yfir skýrt og skorinort að við viljum mynda félagshyggjustjórn að loknum kosningum. Stjórnarsamstarfið við VG gengur mjög vel, þar er mikil eindrægni og vilji til að koma mikilvægum aðgerðum í verk sem lúta að velferð heimila og bættu rekstrarumhverfi fyrirtækja. Á þeim fáu vikum sem stjórnin hefur starfað hefur hún þegar afgreitt 30 mál sem nú eru í meðförum Alþingis og bíða þar afgreiðslu. Ég leyfi mér að halda því fram að samstarfið fram til þessa hafi farið fram úr björtustu vonum. Núverandi ríkisstjórn var mynduð á grundvelli mestu lýðræðisvakningar í landinu í áratugi. Virkt lýðræði hefur alla tíð verið rauður þráður í stefnu Samfylkingarinnar og ég tel að skýr yfirlýsing um stjórnarsamstarf sé virðingarvottur við kjósendur og gefi þeim skýrt val um félagshyggjustjórn sem hefji hér endurreisn samfélagsins á nýjum gildum jafnaðar, réttlætis og samábyrgðar. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun